Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 8
Hin nýja bygging Landsbankans á Isafirði um sunnanvcrða Vestfirði og Barðaströnd. Isfirð- ingar Jiafa mikinn hug á að hraðað verði vegagerð fyrir firðina vestan megin ísafjarðardjúps, en Al- þingi hefur mjög skorið við nögl framlag til þess- arar vegagerðar. Framkvæmdir bæjarfélagsins Framkvæmdir bæjarfélagsins voru einna mestar á árunum 1945 til 1950. Á þeim árum var byggð sundhöll, íþróttahús, bókasafnshús, húsmæðraskóli og viðbygging við gagnfræðaskóla. Hafnar voru framkvæmdir við hafnarbakkann í Neðstakaup- stað, en við hann geta fjórir togarar fengið af- greiðslu samtímis. Á þeim árum voru báðir tog- ararnir keyptir og lagt fram fé til kaupa á nýjum vélbátum. En mikið er ógert, og margt hefur of lengi dregizt að framkvæma. Vonandi verður nú innan skamms hafin gatnagerð úr varanlegu efni og meira gert til þess að fegra bæinn. Félagslíf í kaupstaðnum er vonum framar. Leik- starfsemi er nokkur. Íþróttalíf og íþróttaáhugi er mikill, en bæjarfélagið hefur alls ekki veitt æsk- unni nægilega góð skilyrði til íþróttaiðkana. Nýr íþróttavöllur á að koma. Framkvæmdum við hann hefur þó lítið miðað áfram, en áformað er að flýta þeim. Tónlistarlíf er mikið, og stofnun tónlistar- skólans og starfsemi hans í 11 ár á mesta þáttinn í, að svo er. Um framtíð kaupstaðarins ísfirðingar hafa lifað tvenna tímana. Atvinnu- leysi og fátækt herjuðu þennan stað, fyrr á árum, eins og aðra staði, sem eiga lífsafkomu sína undir því, sem sjórinn gefur. Lífsafkoman batnaði stór- lega á stríðsárunum, en árin eftir stríðið dró ský fyrir sólu, því að afli bátanna fór minnkandi ár frá ári, eins og áður er vikið að. En nú síðustu árin liefur atvinnulíf bæjarbúa verið á blómaskeiði, og lífsafkoma fólks- ins farið mjög batnandi, og nú um langan tíma hefur vantað fólk til starfa, sérstaklega sjómenn. Höfuðáhyggjur okkar eru, hve margir flytjast burt úr þessu byggðarlagi. Á sama tíma og þjóð- inni fjölgar, fækkar íbúum Vestfjarða, og þéttbýl- asti staður þeirra, Isafjörður, gerir ekki betur en að hakla í horfinu. Hvernig stendur á því að fólkið flytur, þegar vinna er stöðug og lífsafkoman er góð? Til þess liggja margar orsakir, og tel ég þessar vera veigamestar: Atvinnulífið er of fábrotið. Það vantar sérstaklega aukinn iðnað, og meiri fjöl- breytni í athafnalífið. Fólkið, sérstaklega unga fólkið, vill skipta um atvinnuveg af og til, og er það eðlilegt. Einangrun Vestfjarða, alltof lélegar samgöngur, eiga þarna einnig mikla sök. Aukið félagslíf, betri aðbúnaður fyrir unga fólkið til íþróttaiðkana er bráðnauðsynlegur, til þess að gera það ánægt. Framtíð hvers byggðarlags er komin undir því, að unga fólkið uni þar hag sínum. ísa- fjörður þarf að verða ferðamannabær. Það þarf að byggja fullkomið gistihús á næstu árum. Vestfirðir cru sumarfallegir, og náttúrufegurð þeirra er til- komuinikil og fjölbreytileg. — Skilyrði til vetrar- íþrótta. eru óvíða betri. Með bættum samgöngum getur ísafjörður orðið ferðamannabær bæði sumar og vetur. Þar sem margt fólk kemur, verður meira b'f og fjör. Þegar íbúarnir verða þess áskynja, að einangrunin heyrir fortíðinni til og bær þeirra er orðinn líflegur ferðamannabær, þar sem atvinna er mikil og atvinnulífið er fjölbreytt, þá trúi ég því, að fólkið hætti að flytjast héðan, og þessi gamli, góði bær okkar eigi bjarta framtíð fyrir höndum. 8 FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.