Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 11
Oi'kulindirnar eru fólgnar í fallvötnum, og hverurn og laugum. Jarðhitinn hefur einkum verið notaður til upphitunar húsa. Er vafamál hvort við höfum aðstöðu til nokkurrar fjárfest- ingar, sem borgar sig betur, en að koma upp hitaveitum til upphitunar, og þyrfti því að flýta slíkri mannvirkjagerð, sem mest má verða, á öll- um þeim stöðum, þar sem slíkt kemur til greina. Talið er, að heppilegt geti verið að virkja suma gufuhveri, að hluta (þ. e. jafnframt því sem hita- orka þeirra væri nýtt), til rafmangsvinnslu, eink- um vegna þess, að með því sé hægt að ráðast í litlar virkjanir, án þess að verulegrar óhag- kvæmni gæti. Og í þriðja lagi er hægt að nota gufu og heitt vatn í margvíslegum iðnaði, eink- um efnaiðnaði. Þannig gæti saltvinnsla og nokkrar fleiri iðn- greinar orðið okkur viðráðanlegar, en aðrar verða að vera svo stórar í sniðum og krefjast sérstakrar þekkingar eða aðstöðu, að það úti- lokar að hægt sé að koma þeim á fót, nema í samvinnu við útlendinga. Má í því sambandi nefna framleiðslu á þungu vatni, og framleiðslu á aluminíumoxidi (úr innfluttu bauxiti). Komið hefur til orða að reisa hér þungavatnsverksmiðju, er framleiddi 100 tonn á ári og stækka mætti, þar til framleiðslan hefði fimmfaldazt. Slík verk- smiðja yrði geysistór, því þó að hún framleiddi aðeins 100 tonn af þungu vatni árlega, má búast við, að byggingarkostnaðurinn yrði um 12 millj. sterlingspunda. Island er eitt mesta jarðhitasvæði á jörðinni, en mjög erfitt er að átta sig á því, um hve mik- ið orkumagn er að ræða, og notkunarmöguleikar eru ýmsir. Oðru máli er að gegna um fallvötnin, þau verða eingöngu notuð til rafmagnsvinnslu og hafa verið gerðar áætlanir um, hvað hún gæti orðið mikil. Miðað við núverandi aðstæður ætti að svara kostnaði að virkja yfir 2 milljónir kíló- vatta, sem er að minnsta kosti 20 sinnum meira en virkjað hefur verið í landinu til þessa. Aðeins stórvirkjanir (þ. e. yfir 100.000 k\v.) eru taldar svara kostnaði, ef orkufrek framleiðsla á að byggja á raforkunni. Hefur verið áætlað, að í þeim myndi vorkjun hvers kílówatts kosta 3—4 þús. krónur, en kílówatt í núverandi Sogsvirkj- un mun kosta um 6 þús. kr. og í sumum smá- virkjunum á síðari árum hefur kílówattið kostað yfir 20 þús. kr. Er hætt við að „samkeppnisfær“ íramleiðsla verði ekki byggð að ráði á slíkri orku. ..... og þegar ég fékk bílpróf fannst Andrési að við þyrft- um að hafa tvo bíla." Á undanförnum árum hefur verið rætt um nokkrar nýjar iðngreinar, sem talið er að koma mætti á fót hér á landi, ef næg og ódýr raforka væri fyrir hendi. Má í þessu sambandi nefna klóriðnað, fosfóriðnað, magnesiumvinnslu og aluminiumvinnslu (úr aluminiumoxidi), svo og köfnunarefnisframleiðslu í stórum stíl. Segja má, að ekki sé óhugsandi að landsmenn geti aukið verulega áburðarframleiðsluna, með útflutning fyrir augum og síðan komið upp klór- og fosfór- iðnaði, eða einhverri annarri orkufrekri fram- leiðslu, en þetta myndi krefjast. mikils innlends sparnaðar og hagkvæmra erlendra lána. Hitt sýnist útilokað, að samtímis því, sem við kæm- um upp stórverksmiðjum á okkar mælikvarða, byggðum við margfalt stærri orkuver, en áður hafa verið byggð hér á landi, sem þó væri nauð- synlegt vegna framleiðslunnar. Þar með getur virzt, sem málið sé í algerri sjálfheldu. Ein lausn er þó til og mun nú reynt að lýsa henni stutt- lega með ákveðnu dæmi. Aluminiumverksmið j a l) Aluminiumvinnsla, þegar aluminium er hreins- að endanlega, mun vera einn orkufrekasti iðn- aður, sem um getur og krefst því mjög ódýrrar raforku. Hefur þetta valdið því að flestar alu- miniumverksmiðjur hafa verið staðsettar nálægt stórum vatnsorkuverum, oft fjarri helztu iðn- 1) Sjá grein í 4. hefti Frjálsrar Verzlunar 1959: „Aluminium í nútíð og framtíð." FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.