Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 15
að sízt vil ég verða t-il að bera honum á brýn að hann sé einhver einokunarpostuli, enda bera skrif hans með sér að hann myndi fagna samkeppni einlcabanka við viðskiptabanka rikisins. Spamað- urinn við fækkun ríkisbankanna er það atriði, sem hann leggur áherzlu á. Ég held að hann leggi allt of mikið upp úr því hve mikið þarna myndi sparast, en mér segir hugur um, að þar sannfæri hvorugur annan Af langri reynslu hefir hann meiri trú en ég af skammri á fullkomleika bankastjóra- stéttarinnar og er það í sjálfu sér gleðilegt. En einmitt vegna þessa mismunar á viðhorfi fagna ég þessu tækifæri til að árétta það sem ég hefi áður haldið fram hér í blaðinu um nytsemi þess að ríkið reki þrjá viðskiptabanka, þótt þeir hafi allir svip- uðum hlutverkum að gegna. Það eru að nokkru sömu viðhorfin til megin- atriða — að safna ekki að óþörfu of miklu valdi á einn stað — sem ráða þeirri afstöðu minni, að ég tel hvorki þjóðinni né seðlabankanum hollt að honum séu fengin verkefni eða völd umfram það sem hann þarfnast til þess að rækja meginhlutverk sín: að standa vörð um verðgildi krónunnar og vera banki bankanna. Því tel ég, að hófs beri að gæta í því, hvað sé lagt til seðlabankans af fjárfest- ingarsjóðum — sumir eiga þar heima og aðrir ekki — og ennfremur af sömu rökum, að Framkvæmda- bankinn hafi hlutverk að vinna hér á landi, þegar haft er í huga, hvar við erum á vegi staddir í efnahagsmálum. Ég tel það síður en svo nokkra skömm að fylgja í því efni dæmi Hundtvrkjans, því að vandi hans og okkar í efnahagsmálum er að mörgu leyti mjög svipaður. Orðlengi ég ekki um þessi atriði en verð að bæta fáeinum athugasemdum við um seðlabankamílið. Þar er þörfin á endurskoðun gildandi löggjafar mest aðkallandi, og eins og Jón Árnason segir í grein sinni greinir okkur ekki á um þau megin- atriði að stofna beri „sérstakan, sterkan seðla- banka sem hafi án íhlutunar ríkisstjórnar fullt vald til að ákveða vexti, endurkaup víxla og lána og hámark seðlaútgáfu". Við þessa upptalningu hefði ég viljað bæta enn einu mjög mikilvægu atriði, gengisslcráningunni. Ég bið menn að athuga að ég tala um að skrá gengið, ekki að ákveða gengið. Það er reginfirra, sem fest hefir rætur í hugum manna hér á landi, að Alþingi geti ákveðið gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri með lögboði. Það má hafa áhrif á gengið með margvíslegum ráðstöfunum, sumar þeirra eru á valdi bankanna — einkum seðla- banka — en aðrar á valdi ríkisstjórna og löggjaf- ans. Ef þessar ráðstafanir eru ekki gerðar vantar það, sem við á að éta, og öll löggjöf um gengis- skráningu verður aðeins sjálfsblekking. Ég hefi áður tekið þetta til meðferðar í grein, sem ég kallaði „Eitt pund af blýi eða eitt pund af dún“, og hafa einhverjir lesendur Frjálsrar verzlunar kannske litið í hana.i) Annars ætti ekki að þurfa vitnanna við í dag um bölvun falskrar gengis- skráningar, svo mjög höfum við sopið af henni seyðið á undanförnum árum — og er ekki full- sopið enn þótt nú hafi verið lagt inn á rétta — eða a. m. k. réttari — braut. Eins og Jón Árnason tekur réttilega fram erum við samdóma um það að „seðlabanki megi ekki vera í of nánum tengslum við ríkisstjórnina“. Eins ber ábyrgum seðlabankastjórum að „forðast að láta stjórnmálamennina nota aðstöðu sina til efna- hagsráðstafana sem að dómi bankastjórnarinnar eru skaðlegar fyrir fjármál þjóðfélagsins“, og það má ekki láta „hvern goluþyt hrekja sig af réttri leið.“ Allt er þetta satt og rétt, en svo kemur þessi skolli, sem Magnús Jónsson benti á: „Heimurinn lítur talsvert öðruvísi út þegar maður horfir á hann af tröppum Landsbankans heldur en af tröpp- um Alþingishússins“. Og þá vaknar önnur spurning: Er það alveg öruggt, að sú mynd, sem blasir við af tröppum bankans, sé alltaf réttari en hin, jafnvel um þau mál, sem beinlínis snerta starfs- svið seðlabankans? Ég held að um þessi mál geti verið einlægur, heiðarlegur ágreiningur, óháður flokkshagsmunum líðandi stundar. En hver á þá að ráða, ríkisstjórnin eða bankinn? Hugsum okkur að það hefði orðið sem ekki varð, og að meiri hluti stjórnar seðlabankans hefði nú í vetur lagzt á móti viðrcisnartillögum ríkisstjórn- arinnar. Þessar tillögur voru og eru óframkvæm- anlegar án samvinnu við seðlabankann, svo að ekki gat sú lausn komið til mála að hvor aðilji færi sínu fram. En átti ríkisstjórnin þá að hverfa frá stcfnu sinni? Svona atvik geta komið fyrir, og við verðum að gera okkur ljóst, hvernig beri að leysa þau. Mér finnst svarið ekki geta leikið á tveim tungum. Ef um alvarlegan árekstur er að ræða hlýtur ríkis- stjórnin að ráða. Henni hefir þjóðin, eða Alþingi 1) Sjá fylgirit Frjálsrar verzlunar, maí 1959, bls 12. FRJÁI.S VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.