Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 22
fremst stundarfyrirbrigði, og venjulegast að þakka sérstakri hagsýni og dugnaði. Gróðinn hefir geysiþýðingarmikið hlutverk í þjóð- félaginu. í fyrsta lagi er hann umbun þeirra, sem taka upp þarfar og hagkvæmar nýjungar í atvinnu- lífinu. Aðeins ef þær gegna þýðingarmiklu hlut- verki, sem neytandinn er að lokum reiðubúinn að greiða fyrir, er hægt að græða á þeim. Gróðinn er um leið uppspretta að nýju fjármagni fyrir nýjar framkvæmdir. Og það, sem bætir lífskjörin fyrst og fremst, eru hin nýju afkastamiklu framleiðslu- tæki, og bætt skipulagning atvinnufyrirtækjanna. Gróðinn er því ein helzta lyftistöngin fyrir fram- farirnar. Þrátt fyrir þetta lítur borgarinn tíðum gróðann óhýru auga, því að honum finnst eitthvað óhreint við hann. Þetta gengur svo langt, að jafnvel arð- vænlegt fyrirtæki í almenningseign, eins og Sogs- virkjunin, má ekki lögum samkvæmt, leggja það mikið á rafmagnssöluna, að hún fái nokkurt fé upp í stækkanir. Það er ekkert óhreint við gróðann í þjóðfélagi, sem hefir frjálst atvinnulíf. Iíann er hluti af okkar þjóðfélagsbyggingu. Hann er spari- féð, sem atvinnulífið sjálft býr til. Atvinnurekenda- gróðinn gegnir nauðsynlegu hlutverki í okkar at- vinnulífi. Og með honum eru greiddar að verulegu leyti hinar nýju framkvæmdir. Af honum fær spari- fjáreigandinn sína vexti, ríkið og sveitarfélögin sína skatta, og verkamaðurinn launahækkun, sem er þá raunveruleg. Margvíslegar lagasetningar til þess að takmarka, og jafnvel fyrirbyggja gróðamyndun, heilbrigða sem óheilbrigða, gera venjulegast illt verra þegar til lengdar lætur. Lækningin reynist þá verri en sjúkdómurinn. Sama máli gildir í raun og veru líka um eign- irnar. f þessu þjóðfélagi eru atvinnufyrirtækin oft svo stór og fjárhagslega fyrirferðarmikil, að útilok- að er að einn maður geti orðið svo ríkur að hann geti einn átt atvinnufyrirtækin. Þess vegna þurfum við að hafa vandaða löggjöf um samvinnu ein- staklinganna í félögum til að starfrækja hin mikil- virku atvinnufvrirtæki. í hinu forna þjóðfélagi voru eignir fyrst og fremst jarðir. Hér á landi var tala jarðanna að mestu tak- mörkuð af náttúrlegum ástæðum. Sá, sem eignaðist margar jarðir, gat því aðeins eignazt þær, að aðrir ættu þá færri jarðir. Eignir voru þá, í vissum skiln- ingi, frá öðrum teknar. En í þjóðfélaginu, sem við lifum í í dag, er sífellt verið að mynda nýjar og nýjar eignir. Fyrir sparifé eða gróða er hægt að eignast íbúð, vélar, skip, bifreiðir og annað þess háttar, hluti, sem framleiddir eru til sölu. Með öðrum orðum, í okkar þjóðfélagi er sífellt verið að mynda nýjar og nýjar eignir, af nýjum og nýjum hlutum, sem sífellt er verið að framleiða. Þegar ein- hver mikilvirkur skipuleggjandi á sviði efnahags- lífsins eignast milljón, eða tíu milljónir, þarf þetta ekki að vera frá neinum tekið og er það venjulegast ekki í frjálsu atvinnulífi. Þetta eru ný verðmæti, viðbót við þau verðmæti, sem til eru í þjóðfélaginu. Við þurfum ekki annað en horfa yfir Reykjavík til þess að sjá gífurlegt magn nýrra verðmæta, nýrra eigna, sem svo til allt hefir skapazt seinustu áratug- ina. Því hefir a.m.k. ekki verið rænt af hinni snauðu þjóð, sem byggði þetta land fyrir hundrað árum. Ef löggjöfin um atvinnurekstur og lögin um fjár- hagskerfið eru heilbrigð, þá eiga svona eignir ekki að geta myndazt eftir öðrum en heilbrigðum leið- um, þ. e. a. s. í sambandi við nýja verðmætasköpun, skipulagningu nýrra atvinnuvega, skipulagningu nýrra fvrirtækja, hagsýni og dugnað í samkeppni við aðra, ráðdeild og sparsemi. Jafnvel í þjóðfélagi, þar sem ríkið að nafninu til ætti allar eignir, yrði framkvæmdin auðvitað að vera sú, að einstakling- um, og hópum einstaklinga, yrði falið í raun og veru sama vald og einstaklingar og félög fara með nú yfir þessum sömu verðmætum. Einhverjum yrði að fela eftirlit og notkun hluta eins og skipa, véla, verksmiðja og húsa. Þessir hlutir eiga sig ekki sjálfir, gæta sín ekki sjálfir. Einhver verður að hugsa um þessar eignir, og óhjákvæmilegt, að hann hafi þá eitthvert gagn af þeim. í þjóðfélaginu er mikið um skoðanir á þjóðfélags- fyrirbrigðum, sem hafa myndazt í og tilheyra í raun og veru allt öðru þjóðfélagi. Ég hefi þannig minnzt á gróða og eignir. Ég hefi einnig séð í þrem- ur blöðum í Reykjavík greinar um það, að það væri afskaplega æskilegt að bændasynirnir yrðu bændur og þá náttúrlega, að aðrir menn í þjóð- félaginu tækju við störfum af feðrum sínunr. Það furðulega er, að menn skuli halda fram svona skoð- unum, þar sem öllum er kunnugt að aðalsþjóðfélagið leið undir lok hjá nágrönnum okkar fyrir ekki svo ýkjalöngu. Þar hefur þetta verið rejmt. Reynslan var sú að aðalsmannasynirnir vildu heldur vera við konungshirðirnar eða í borgunum og lifa þar nota- legu bæjarlífi, heldur en hugsa um búskap, sem svo væri í niðurníðslu. Sannleikurinn er sá, að heilla- vænleg þróun okkar þjóðfélags byggist á frjálsu starfsvali og opinberum skólum, þar sem leitað er að hæfileikunum og þeir þjálfaðir. Þegar út i lífið kemur, er svo nauðsynlegt að allir hafi tækifæri til þess að finna starfsvið í samræmi við hæfileika, menntun og dugnað. Því að það eru þessir þættir framleiðsluaflanna, sem ráða langmestu um þjóðar- tekjurnar, fyrir utan innflutt hugvit í mynd hinna mikilvirku framleiðslutækja nútímans, sem þrátt fyrir fullkomleika sinn geta aldrei orðið annað né meira en hjálpargögn mannsins. Maðurinn sjálfur 22 PRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.