Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 25
Q Athafnamenn og frjálst framtak Krisfinn Pétursson blikksmiður Kristinn Pétursson er fæddur í Reykjavík 16. febrúar 1899. For- eldrar hans voru Anna Kristjana Bjarnadóttir frá Hamri í Hafn- arfirði og Pétur Jónsson blikk- smiður frá Skógarkoti í Þing- vallasveit. Pétur lærði blikksmíði og niðursuðu matvæla hjá norsk- um manni, sem setzt hafði að á Siglufirði og að loknu námi opnaði hann fyrstu blikksmiðjuna í Reykjavík, árið 1883. Pétur and- aðist 25. apríl 1908, 52 ára að aldri. í fyrstu var heldur lítið að gera í blikksmíði, enda deyfð yfir öllu athafnalífi, en þetta tók að breyt- ast um aldamótin vegna stórauk- ins fiskveiðiflota landsmanna, sem færði nýtt líf í allt, með stórauk- inni atvinnu, bæði til lands og sjávar. MikiII vorhugur var í mönnum, bæði að því er snerti sjálfa frelsisbaráttuna og atvinnu- lífið. Enda hvort tveggja nátengt. Eftir fermingu réðist Kristinn til verzlunarstarfa hjá Ásgeiri Sigurðssyni, þeim mæta manni. Hann ætlaði þó aldrei að gera verzlunarstörf að ævistarfi, held- ur læra af þeim, og segist hann alla ævi hafa búið að þessum lær- dómi. Eftir þrjú ár hætti Kristinn verzlunarstörfum og byrjaði á blikksmíði með föður sínum og bróður, Bjarna Péturssyni, er var tæpum fjórum árum eldri en hann. Eftir lát föður þeirra, 1908, héldu þeir rekstri verkstæðisins áfram í félagi. Var samstarf þeirra svo náið, að segja má, að frá þeim tíma sé athafnasaga annars, saga beggja, allt til þess er Bjarni lézt hinn 27. febrúar 1956. Kristinn lauk ekki prófi í blikk- smíði fyrr en árið 1911, og var um sama leyti haldin iðnsýning, sem var einn liður í hátiðahöldum í tilefni aldarafmælis Jóns Sigurðs- sonar. Prófsmíði Kristins var sett á þessa sýningu, ásamt öðrum smáum og stórum smíðisgripum frá verkstæðinu. Blikksmíðaverk- stæðið fékk fyrstu verðlaun, silf- urpening, fyrir þátttökuna. Gladdi þetta bræðurna, ekki sízt vegna þess, að faðir þeirra hafði hlotið fyrstu verðlaun á iðnsýningu, sem haldin var 1883. Árið 1910 var gamla verkstæð- ið orðið of lítið vegna aukinnar starfsemi og fjölbreytni í fram- leiðslu. Reistu þeir bræðurnir þá nýtt verkstæði, að Ægisgötu 4, sem þótti eigi lítið á þeirra tíma mælikvarða. Árið 1913 tóku þeir að gera út bát í félagi við Þor- vald Þorvaldsson, bónda og út- vegsmann að Kothúsum í Garði. Útgerðin gekk ágætlega, en rúm- um áratug seinna var iðnaðurinn orðinn svo umfangsmikill, að þeir bræðurnir sneru sér algerlega að honum. Um þær mundir var hafin fram- leiðsla á tunnum undir meðala- lýsi til útflutnings. Voru tunnurn- ar úr blikki og síðan voru smíð- aðar trétunnur utan um þær. Brátt komu hentugri umbúðir til sögunnar, en það voru stáltunn- ur. Lagðist nú blikktunnugerð niður, en blikksmiðjan hóf þá framleiðslu á stáltunnum og fékk til þess vélar frá Þýzkalandi. Var húsið við Ægisgötu stækkað vegna vegna þessarar nýju framleiðslu. Fyrirtækið varð brát.t eini aðil- inn, er seldi stáltunnur hér á landi og stóðst þessi framleiðsla fylli- lega samkeppni sams konar er- lendrar framleiðslu, bæði að því er snerti verð og gæði. Árið 1938 reistu þeir bræður nýtt verksmiðjuhús, að Ægisgötu 7, enda hafði framleiðsla enn auk- izt mjög. Fjórum árum síðar var nýja húsið stækkað í núverandi stærð og jafnframt keyptar nýjar vélar til framleiðslu á stáltunnum. Jukust þá afköstin upp í 300 tunn- ur á dag, miðað við 8 stunda vinnudag. Brátt kom að því, að sala meðalalýsis minnkaði og dró þá mjög úr sölu á stáltunnum. Hóf fyrirtækið þá fjöldafram- leiðslu á ýmsum byggingarvörum og hefur það verið aðalframleiðslu- greinin síðan. Af þessum vörum má nefna raflagnaefni, svo sem FEJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.