Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 26
Sigurður Líndal, lögír.: Prófastshús, Prestaskólahús og Landfógetahús Elzta gatan í Reykjavík er Aðalstræti. Senni- lega hefur hún verið til frá fyrstu öldum Islands- byggðar. Þegar þorp tók að myndast í Reykja- vík, varð hún fyrsta þorpsgatan, því að við hana stóðu Innréttingar Skúla Magnússonar, svo sem kunnugt er. Því næst færðist byggðin til aust- urs, og sú gata tók að myndast, sem fyrst var kölluð Strandgata, en heitir nú Hafnarstræti. Fram til ársins 1800 var naumast um aðrar göt- ur að ræða í Reykjavík. En einmitt þetta síðasta ár 18. aldar, eða nánar tiltekið 18. apríl árið 1800, var mælinga- bréf gefið út fyrir fyrsta húsinu, sem stóð við götu þá, er síðar nefndist Austurstræti. Var húsið reist árið eftir, eða 1801, og stóð að byggingu þess Jón Laxdal, kaupmaður. IIús þetta stóð þar, sem nú er Austurstræti 4. Var það rifið árið 1887, og húsið, sem nú stendur þar, byggt í þess stað. Aður en lengra er haldið, er rétt að geta þess, að í upphafi báru götur í Reykjavík ekki nöfn og lítt var hugsað um gatnagerð. Austurstræti var fyrsta gatan, sem gerð var af mannahönd- um og var það einkum í því fólgið að leggja stétt að sunnanverðu við götuna og síðar einnig að norðan. Var rennusteinn gerður fyrir framan. Þetta var 1820. Fékk gatan af þessu nafn og var kölluð fyrst í stað Langastétt (Lange For- toug), en árið 1848 var hún skírð Austurstræti og hefur borið það nafn síðan. Ekki leið nú að löngu áður en húsum fjölg- aði við Austurstræti. Árið 1802 reisti Isleifur Einarsson dómari í Landsyfirréttinum hús það, sem enn stendur og er nú nr. 22 við Austurstræti (Verzlun Haralds Árnasonar). Isleifur hafði orð- ið dómari í Landsyfirréttinum við stofnun hans árið 1800. Bjó hann í húsi þessu til ársins 1805, en þá fluttist hann að Brekku á Alftanesi, og bjó þar síðan. Hús sitt seldi hann Frederik Trampe greifa, stiftamtmanni á Islandi 1806—1810. Bjó Trampe þarna og hafði skrifstofur sínar til árs- ins 1810. Á búsetuárum Trampes varð bylting Jörundar hundadagakonungs. Bar svo við sunnudaginn 25. júní árið 1809, um það bil kl. 2 e. h., að 13 menn vopnaðir byssum og korðum fóru að hús- inu og slógu skilvagt fyrir utan dyr. Trampe sat í skrifstofu sinni í vesturenda hússins og lýstu komumenn hann umsvifalaust fanga sinn. Foringi sveitar þessarar var Jörgen Jörgensen dósir og varkassa, gluggajárn o. fl. í verksmiðjunni eru smíðaðir all- ir þeir stansar og mót, sem notuð eru við fjöldaframleiðsluna, enda er margt þrykkt með einu höggi í stórum pressum. Hin nýja framleiðsla varð til þess, að miklu fleiri aðilum þurfti að selja en áður. Átti það mestan þátt í því, að fyrirtækið opnaði nýja afgreiðslu og verzlun í gamla húsinu að Ægisgötu 4, sem sér- staklega var innréttað í þessu skyni. — Að lokum má geta þess, að Kristinn Pétursson hefur, auk þess sem hann hefur haft verk- stjórn með höndum, jafnan geng- ið til verka með mönnum sín- um og átt langan vinnudag. Kristinn er kvæntur Guðrúnu Ottadóttur, Guðmundssonar skipasmiðs. Börn þeirra eru: Pét- ur, blikksmiður, Jón Bjarni, for- stjóri, Helga, gift Sveinbirni Sig- urðssyni byggingarmeistara, Guð- mundur Kristinn, arkitekt og Anna Kristjana, bankagjaldkeri. 26 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.