Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 27
Nr. 1 Mynd þessi sýnir Reykjavík um 1820. Byggðin er aðallega við Aðalstræti og Halnarstræli. Á henni sjóst greinilega lyrstu húsin við Austurstræti. Við töluna 1 er húsið, sem ísleilur Einarsson lét reisa órið 1802 og er nú Austurstræti 22 (Verzlun Har- alds Árnasonar). Við töluna 2 er sýslumannshúsið eða svenska húsið, sem reist var órið 1806, og við töluna 3 er bökunarhúsið, sem reist var órið 1818. Eins og nánar er vikið að í greininni voru þessi tvö hús síðar sameinuð í eitt, og enn síðar var við það aukið. Þau eru stofninn í húsi því, sem enn stendur og er nú nr. 20 við Austurstræti (þar er nú til húsa m. a. Hressingar- skálinn). Við töluna 4 er fyrsta húsið, sem byggt var við Austurstræti. Var það reist árið 1801, en rifið 1887. Stóð það, þar sem nú er Austurstræti 4. Meðfram sjónum sést húsaröðin við Hafnarstræti. Myndin er eftir teikningu dr. Jóns Halgasonar biskups. eða Jörundur hundadagakonungur. Gekk síðan Trampe sem fangi út úr húsinu í fylgd þessara manna í fullri „munderingu“, og var hann færð- ur út í herskip án þess að viðnám væri veitt. Daginn eftir, 26. júní, kl. 11 fyrir hádegi var fest upp auglýsing á íslenzku og dönsku. Hljóð- aði 1. gr. íslenzka textans svo: „Allur danskur myndugleiki er upphafinn á Islandi.“ Þetta var áréttað daginn eftir með annarri auglýsingu, þar sem sagði: „Island er laust og lidugt frá Danmerkur Ríkisrádum.“ Tók Jörundur húsið til afnota og hafði þar bækistöð sína sem „alls íslands verndari og hæstráðandii til sjós og lands.“ Þar var komið á fót stjórnarskrifstofu íslands og landinu stjórnað sem sjálfstæðu ríki til 22. ágústs 1809. Eftirmaður Trampes greifa var Johan Casten- skjold. Bjó hann í húsinu á árunum 1813—1819, en næsti stiftamtmaður, Moltke greifi, gat ekld sætt sig við húsakynnin, og fluttist þangað því aldrei. Fékk hann til afnota fangahúsið á Arn- arhóli (nú stjórnarráðshús) og settist þar að árið 1820. Hófst þannig ferill þess húss sem aðsetur æðstu stjórnar Islands, sem haldizt hefur fram á þennan dag. Stiftamtmannshúsið gamla stóð þó ekki lengi autt, því að einmitt þetta ár (1820) fluttist hinn Konunglegi íslenzki Landsyfirréttur þar inn úr húsi því við hinn enda Austurstrætis, sem Jón Laxdal liafði áður látið reisa og fyrr var getið. Þeirri húsaskipan var nú á komið, að á neðri hæð voru gerðar tvær stórar stofur. Onnur var í vesturenda og ætluð Landsyfirrétt- inum, en hin var í eystri enda og þar sett bæjarþingsstofa. Var þar síðan háð bæjarþing Reykjavíkur, hvern fimmtudag í viku, svo sem verið hafði frá 1803, þegar Reykjavík varð sér- stakt lögsagnarumdæmi. Þar voru einnig haldnir borgarafundir og uppboð. í húsinu átti jafnan heima annar lögregluþjónn bæjarins, en hann FIIJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.