Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 28
Nr. 2. „Prófastshúsið", sem reist var árið 1852. Myndin er frá því um 1877, eða skömmu eftir að Sigfús Eymundsson hafði eignazt húsið, látið byggja við það og ofan á það að nokkru leyti. Af mynd þessari má og sjá, hvemig húsið hefur litið út í upphaii, ef haft er í huga, að til vinstri frá dyrunum voru þrír gluggar. Þá kom skúr, sem reistur var skömmu eftir að húsið var byggt, og á honum voru tveir gluggar, sá fjórði og fimmti til vinstri frá dyrunum. Það, sem eftir er, lét Sigfús Ey- mundsson byggja við húsið. var jafnframt þjónn Landsyíirréttarins. Þá voru innréttaðir á efri hæðinni tveir fangaklefar — „svartholið“. Var það gert árið 1828, og í klefum þessum ætluð vist ýmsum minni háttar afbrota- mönnum. Þessari þjónustu hússins við réttvísina lauk árið 1872, þegar hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg var fullbyggt, því að þá íluttist öll þessi starfsemi þangað. Beið nú hússins nýtt hlutverk. Prestaskólinn, sem stofnaður var árið 1847, hafði síðan 1851 verið til húsa í Hafnarstræti 22. Þótti hann nú í óviðunandi húsakynnum og var því fluttur í gamla yfirréttarhúsið árið 1873, en áður hafði íarið fram gagngerð viðgerð á því. Skólinn fékk til afnota sal Landsyfirréttarins og fór kennslan þar fram. Umsjónarmaður skólans fluttist einnig í húsið og bjó á efri hæð þess. í húsakynnum Prestaskólans hélt Stúdentafélag Reykjavíkur fundi sína um skeið. Þegar Háskóli íslands var stofnaður 17. júní 1911, var Prestaskólinn sam- einaður háskólanum og íluttist í Alþingishúsið sem guðfræðideild hans. Þegar hér var komið, var húsinu breytt í verzlun og hefur síðan verið verzlunarhús. Varð þá að gera miklar breytingar á því. Meðal annars var framhlið þess breytt mikið árið 1915, og um það bil þremur árum síðar var settur á það kvistur. Síðar hafa verið gerðar á því enn stórfelldari breytingar, svo að fátt getur nú víst talizt upprunalegt í húsinu, nema grindin að nokkru leyti. Árið 1917 eignaðist Haraldur Árna- son húsið og þar hefur verzlun hans verið starf- rækt franr á þennan dag. ★ Fjórum árum eftir að ísleifur Einarsson hafði látið reisa hús sitt, eða árið 1806, var reist þriðja húsið við Austurstræti. Var staður þess vestan við húsið, sem áður var frá sagt. Iíúsið var byggt handa sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu og upphaflega nefnt Sýslumanns- liús. Síðar var það kallað Svenska-húsið, og mun það nafn eiga rót sína að rekja til þess, að húsið hefur komið tilhöggvið frá Svíþjóð. Sýslumaður sá, sem þar bjó fyrstur, hét Hans Wöllner Kofoed, en hann var kvæntur dóttur Bjarna riddara og kaupmanns Sívertsens. Bjó Wöllner þarna til ársins 1808, en húsið mun eigi hafa þótt alls kostar vandað og hann ekki haldizt þar við. Stóð það nú stundum autt, en annars bjuggu þar ýmsir. Árið 1820 fluttist í húsið Ólafur Hannesson Finsen sýslumaður, og keypti hann það af rentu- kamerinu 18. maí 1821. Ólafur sýslumaður var sonur Hannesar biskups Finnssonar. Tók hann við embætti í Gullbringu- og Kjósarsýslu árið 1818 og gegndi því til ársins 1833, en varð þá dómari i Landsyfirréttinum. Meðal sona hans voru Vilhjálmur Finsen, síðar hæstaréttardóm- ari í Danmörku og Hannes Finsen, síðar stift- amtmaður í Rípurn, faðir Nielsar læknis. Fædd- ust þeir báðir í þessu húsi og ólust þar upp. Árið 1818 hafði verið reist hús vestan við Sýslumannshúsið, svonefnt bökunarhús. Var það hið fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík. Bakara- iðn var þar þó ekki lengi stunduð, því að eig- andi þess, O. P. Chr. Möller, kaupmaður not- aði það sem „assistenta“-íbúð lengst af, meðan hann átti það. Árið 1833 keypti Ólafur Finsen bökunarhúsið, og sameinaðist það eign hans, enda var byggt á milli húsanna skömmu síðar, svo að úr varð eitt hús. Ólafur Finsen bjó nú í húsinu, unz hann lézt árið 1836, en ekkja hans, Marie Möller, dóttir O. P. Chr. Möller kaupmanns, sem áður getur, 28 FRJÁLS VEllZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.