Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 31
Nr. 6. Austurstræti 20 („Landfógetahús- ið") eins og það lítur nú út eftir síðustu breytingar, sem á því hafa verið gerðar. Á horni Austurstrætis og Lækjargötu var hús reist fyrst árið 1852 og stendur það enn. Þann 30. júní það ár fékk P. C. Knutzon, kaupmaður, bygg- ingarleyfi og greiddi þar fyrir 60 ríkisdali, en það er í fyrsta sinn, sem bærinn fær greiðslu fyrir lóð, sem úthlutað er. Fram til þess tíma höfðu mönnum verið af- hentar byggingarlóðir ókeypis. P. C. Knutzon var einn helzti kaupmaður í Reykjavík og stóð verzlun hans á gömlum merg, upphaflega stofn- uð árið 1792. Sjálfur sat hann lengst af í Kaup- mannahöfn, en faktorar stýrðu verzlun hans, flestir danskir. Árið 1854 var sr. Ólafi Pálssyni, sem verið hafði prófastur í Mýrasýslu, veitt embætti dóm- kirkjuprests í Reykjavík. Keypti hann húsið og bjó þar til ársins 1871, en þá gerðist hann prest- ur að Melstað í Miðfirði. Var húsið kallað prófastshúsið, meðan hann bjó þar. Seldi nú sr. Ólafur Sigfúsi Eymundssyni húsið, og lét hann árið 1875 setja hæð ofan á það að nokkrum hluta, það er syðri hluta þess, og á árunum 1882—'83 var sú hæð framlengd allt að Austur- stræti. Hafði húsið nú fengið í höfuðdráttum það útlit, sem það hefur enn í dag. Þarna starf- rækti Sigfús bókaverzlun sína, sem hann stofn- aði árið árið 1872, einnig ljósmyndastofu og bókbandsstofu. Þá keypti hann árið 1887 prent- smiðju Sigmundar Guðmundssonar og starf- rækti hana í húsinu, þangað til árið 1890, en seldi hana það ár ýmsum mönnum í Reykjavík og nefndist hún síðan Félagsprentsmiðjan. Sigfús Eymundsson bjó í húsi þessu til ævi- loka, árið 1911, og var það síðan í eigu ekkju hans Sólveigar Daníelsdóttur. Hún arfleiddi því næst börn hálfsystur sinnar, Guðrúnar Sigurðar- dóttur, að húsinu, en Guðrún var fyrri kona Guðmundar Björnssonar landlæknis. Þau seldu síðan Haraldi Árnasyni kaupmanni húsið á ár- unum 1926—27, og er það nú í eigu erfingja hans. Ymsar verzlanir og skrifstofur hafa verið í húsinu síðustu áratugi, og á því hafa stöðugt verið gerðar breytingar á þessu tímabili, svo að upphaflegrar gerðar sér nú lítt stað. ★ Myndir þær, sem hér fylgja, eiga að sýna þróunarsögu húsa þessara, og eru breytingarnar mjög auðsæjar. Senn líður að því, að þau hverfi öll, enda hæfa þau engan veginn miðbæ höfuð- borgarinnar né heldur kröfum tímans. Enda þótt minjagildi húsanna sé nú ekki mikið vegna áðurgreindra breytinga, ætti þó að varðveita eitt þeirra, — það sem nú er verzlun Haralds Árnasonar. Á það sér lengsta og merkasta sögu, auk þess sem líklegt er, að það megi færa í fyrra horf. Mun það vafalaust sóma sér vel með- al annarra gamalla húsa úr Reykjavík uppi við Árbæ. Munu nú hafa verið gerðar ráðstafanir til að þetta geti orðið. ★ FRJÁLS VKRZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.