Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 34
og eru einna afkastamestir allra þjóða á því sviði. Stærstu frystihúsin hafa flökunarvélar af fullkomn- ustu gerð og ýmsar aðrar vinnusparandi vélar. Eru flestar þeirra keyptar í Vestur-Þýzkalandi. Vegna nálægðar við ein beztu fiskimið í heimi hafa íslendingar aðstöðu til framleiðslu á úrvals fæðu. Og fiskur, sem er frystur nýr, kemur sem nýr á borð kaupenda þótt þeir búi í fjarlægð. Full- komnari vinnslu- og dreifingaraðferð þekkist ekki. Nú er svo komið, að um 40% af heildarútflutn- ingi Islendinga eru hinar ýmsu tegundir af freð- fiski. Útflutningur til Vestur-Þýzkalands er enn sem koinið er enginn, svo sem áður var sagt. Bæði hafa háir tollar, en þó einkum erfiðleikar á dreif- ingu valdið þessu. Til þess að sala á freðfiski geti komið neytendum að fullum notum, þurfa, auk stórra kæligeymsla við hafnir og aðrar umferðar- miðstöðvar og vel einangraðra flutningatækja, að vera kæligeymslur í verzlunum og helzt á heimilum (ísskápar). Aðstæður til að dreifa frystum matvæl- um í Vestur-Þýzkalandi munu hafa stórbatnað að undanförnu og sú þróun mun halda áfram. Þrátt fyrir erfiðleika vegna innflutningstollsins á frystum fiski hjá löndum liins sameiginlega mark- aðar, gera íslendingar sér vonir um að geta farið að selja hraðfrystan fisk í Vestur-Þýzkalandi. Og vegna hinnar nýju aðstöðu varðandi dreifingu munu þeir geta boðið úrvalsfisk á stöðum, þar sem slíkrar fæðu hefur lítt verið neytt fram til þessa vegna fjarlægðar frá sjó. Vera má að áheyrendum mínum hafi fundizt ég tala of mikið um útflutningsverzlun tslendinga og þá einkum fiskverzlunina. En eins og öllum má ljóst vera, byggjast möguleikar íslenzku þjóðar- innar Lil innflutnings, frá þessu eða öðrum löndum, nær eingöngu á útflutningnum, og hann er að mestu leyti fiskafurðir. Hvað viðvíkur innflutningi frá Vestur-Þýzka- landi, þá get ég fullyrt, að íslendingar eru mjög áhugasamir í því efni. Sést þetta til dæmis á því, að innflutningurinn frá Vestur-Þýzkalandi hefur yfirleitt verið töluvert meiri en útflutningurinn þangað. Ef íslendingar fá aðstöðu til að auka vörusölu til Vestur-Evrópu, er ég viss um, að sá aukni kaup- máttur, sem af því myndi leiða á íslandi myndi ekki hvað sízt auka kaupin í þessu landi. Enda metum við þýzkan iðnað mikils, og get ég í því sambandi bent á, sem dæmi, ýmiss konar vélar, bifreiðir og margvísleg áhöld. Frá aðalíundi Verzlunar- sparisjóðsins Aðalfundur Verzlunarsparisjóðsins var haldinn í Þjóðleikhússkjallaranum laugardaginn 5. marz sl. Formaður stjórnar sparisjóðsins, Þorvaldur Guð- mundsson forstjóri, setti fundinn og stakk upp á Hirti Jónssyni, kaupmanni, sem fundarstjóra, en fundarritarar voru kjörnir þeir Hrafn Þórisson og Guðjón Eyjólfsson. Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnar sparisjóðsins um starfsemi síðastliðins árs. Bar hún með sér, að starfsemi sparisjóðsins hafði vaxið mjög á árinu. Höfðu innstæður aukizt á árinu um 37,8 milljónir króna, þar af 25,4 milljónir króna í almennum sparisjóðsinnstæðum, en heildar- innstæður í Verzlunarsparisjóðnum í lok síðasta árs námu 153,5 milljónum króna, þar af 113,5 milljónir króna í almennum sparisjóðsinnstæðum. Er Verzlunarsparisjóðurinn nú stærsti sparisjóður landsins. I skýrslunni kom fram, að stjórn sparisjóðsins hafði hafið undirbúning að stofnun verzlunarbanka í samræmi við ályktun aðalfundar 7 marz 1959. Var viðskiptamálaráðherra skrifað um málið og ósk- Að lokum vil ég bera fram beztu þakkir mínar og félaga míns til stjórnarnefndar Hannover-vöru- sýningarinnar fyrir að hafa boðið okkur að vera viðstaddir á þessum sérstaka Norðurlandadegi. Ég er sannfærður um, að hér eru til sýnis flestar þær vélar sem íslendingar þurfa að flytja inn, og þess vegna er áhugi okkar á vörusýningunni vissulega mjög mikill. Sýninguna mun án efa sækja fjöldi íslenzkra kaupsýslumanna, og áhugi þeirra er meiri en nokkru sinni. Ekki sízt vegna hinna frjálsu við- skiptahátta, sem nú er verið að taka upp á íslandi, og munu leiða til þess, að við getum keypt meira hér en verið hefur um áratugi. 34 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.