Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 36
★ Framreiðslustúlkan: „Te eða kaffi?“ Viðskiptavinurinn: „Kaffi — rjómalaust.“ Framreiðslustúlkan: „Þér verðið víst bara að fá það mjólkurlaust, við höfum engan rjóma.“ ★ „Vinur minn hló, þegar ég talaði við þjóninn á frönsku, en hann hló ekki lengi, því ég sagði þjón- inum að afhenda honum reikninginn.“ ★ Gestur: „Þjónn, það er hálftími síðan ég pantaði skjaldbökusúpu.“ Þjónninn: Já, en þér vitið nú hvernig þessar skjaldbökur eru.“ ★ „Hvaða skáldsögu þína álítur þú be/ta?“ „Síðasta skattframtalið mitt.“ ★ „Hvað í ósköpunum get ég sett á forsíðuna, hér hefur ekki orðið neitt hneyksli í heilan sólarhring, andvarpaði umbrotsmeistarinn.“ „Vertu bara rólegur“, sagði ritstjórinn, „það er ekki öll von úti enn, — ég hefi tröllatrú á mannlegu eðli.“ Hún: Ég vona að síðasta gifting yðar hafi orðið yður Lil góðs.“ Hann: „Já, vissulega, ég hefi þegar skrifað þrjú leikrit, sem eru byggð á fortíð konunnar minnar.“ ★ Bóndi nokkur fór til stórrar borgar til að sjá sig um. Iíann leigði liótelherbergi og spurði síðan hótel- þjóninn hvenær máltíðirnar væru. „Morgunverður er framreiddur frá kl. 7 til 11, miðdegisverður frá 12 til 3 og kvöldverður frá ö til 8.“ „Ilvað er þetta“, sagði bóndinn, „hvenær á ég eiginlega að skoða borgina?“ ★ Hávaði frá pókerspilurunum hélt vöku fyrir þreyttum ferðamanni í næsta herbergi. Klukkan þrju um nottina tok hann að berja í vegginn, í von um að þá myndi draga úr hávaðanum. Þá hrópaði einn spilamannanna: „Það er orðið nokkuð áliðið til þess að vera að hengja upp myndir.“ ★ 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.