Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Side 15

Frjáls verslun - 01.04.1963, Side 15
efna. Lifnaðarhættir rauðátunnar hafa verið rann- sakaðir ýtarlega og samhengi rauðátu við göngu síldar. Hefur þetta komið að góðu gagni við síld- arleit. Með merkingu á síld, þorski, ýsu og skar- kola höfum við margs orðið vísari uin göngur þessara fiska og áhrif veiða á þessa fiskstofna. T. d. hafa á þennan liátt verið sannaðar göngur síldar milli íslands og Noregs og göngur þorsks milli ís- lands og Grænlands, einnig fengizt skýr mynd af göngum skarkola hér við land. Víðtækar rann- sóknir hafa leitt í Ijós, að hve missterkir árgangar ráða miklu um árangur veiðanna, t. a. m. hjá þorski, ýsu og síld. Athuguð hafa verið rækilega áhrif veiðanna á ýmsa fiskstofna. Náið samhengi milli heildardánartölunnar í þorskstofninum og sóknar hverju sinni. Af þessu verðum við mikils vísari um framtíð þorskveiða hér við land. Að sjálfsögðu hefur ástand fiskstofnanna fyrir og eftir friðunina verið rannsakað og hugað að frekari frið- un smáfisks, t. d. með aukinni möskvastærð í botn- vörpum. Ný fiskimið hafa fundizt, t. d. karfamiðin við Austur-Grænland og Nýfundnaland. Fiskideild- in hafði forgöngu um notkun Asdic-tækja til síld- arleitar, og hefur það gefið góða raun, sem kunn- ugt er. Tvö rit eru gefin út á vegum Fiskideildar: Fjöl- rit, prentað á íslenzku og lýsir bráðabirgðaniður- stöðum, hitt nefnist Rit Fiskideildar, sem aðallega er prentað á ensku. ísland hefur verið aðili að Alþjóðahafrannsóknaráðinu siðan 1937, sem haft hcfur mikla þýðingu fyrir hafrannsóknir hér við land. ISnaðarrannsóknir fóru áður fram í Efnarannsóknastofu ríkisins, er hætti störfum, er Iðnaðardeild Atvinnudeildar tók til starfa. En vísir að því starfi hófst reyndar 1906 með Efnarannsóknastofunni, sem stofnuð var og stýrt af Ásgeiri Torfasyni fyrsta lærða efnafræð- ingi hérlendis. Iðnaðardeild veitir forstöðu Óskar B. Bjarnason efnaverkfræðingur, en verkefni hennar eru þessi hin helztu: 1. Almennar efnarannsóknir. Ýmsar greiningar á aðsendum sýnishornum af mismun- andi tæi. 2. Byggingarefnarannsóknir. Prófanir steypuefna, styrkleikaprófanir steyputeninga, mæl- ingar á einangrunargildi. 3. Jarðfræði. Bergfræði- og steinefnarannsóknir. 4. Fóðurefnarannsóknir. Efnagreiningar á fiskimjöli, fóðurblöndum, grasi og heyi. 5. Matvælarannsóknir. Þetta starfsvið er í Aldur Atvinnudeildaa hóskólans miðast við það, er hún fluttist í þetta hús á hóskólalóðinni fyrir rúmum 25 ádum endurskipulagningu. Unnið verður að bættri nýt- ingu mjólkurafurða og annarra afurða landbúnað- arins, nýtingu grænmetis og framleiðslu úr gróður- húsum. 6. Feitirannsóknir hafa verið stundaðar öðru hverju, jafnframt rannsókn á aðsendum sýnishorn- um af hveiti. 7. Olíurannsóknir. Eftirlit með elds- neytisolíu, benzíni og smurolíu. 8. Vatnsrannsóknir. Neyzluvatn, heitar uppsprettur, vatnsrannsóknir vegna fiskeldis. Deildarstjórar og þeir sem sjá um sérstök verk- svið, gera áætlanir fram í tímann. Skýrslur þarf einnig að gera um unnin störf, bæði bráðabirgða- og fullnaðarskýrslu. Gefnar hafa verið út ársskýrsl- ur um rannsóknir Iðnaðardeildar árin 1938—1956, einnig nokkur smárit. Auk þess hafa sérfræðingar deildarinnar skrifað um rannsóknir sínar í Tíma- rit Verkfræðingafélags Islands og erlend tímarit. Hin margvíslegustu vandamál eru borin undir sérfræðinga Iðnaðardeildar, , og þótt sú þjónusta sé í mörgum tilvikum nauðsynleg, tekur þetta mjög mikinn tíma frá skipulegri rannssóknastörf- um. Iðnaðardeild framkvæmir efnagreiningar á fóð- urefnum fyrir Búnaðardeild. Síðan 1945 hafa bygg- ingarefna- og jarðfræðirannsóknir verið mikill þátt- FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.