Frjáls verslun - 01.04.1963, Side 21
atvinnuleysi er enn mikið. Þingið hefur og fram til
þessa komið í veg fyrir framkvæmd þeirra félags-
legu umbóta, sem forsetinn hefur bcitt sér fyrir.
Þannig virðist í fljótu bragði að forsetanum hafi
ekki tekizt að koma í framkvæmd miklu af því,
sem hann lagði mesta áherzlu á að gera þyrfti, í
kosningabaráttunni. En vandamálin líta gjarnan
öðru vísi út frá sjónarhóli frambjóðandans en
mannsins, sem í forsetastól situr og ábyrgðina ber
og það væri vissulega rangt að afgreiða tvcggja
ára valdatímabil Kennedys, með því að benda á
framangreind atriði og dæma hann í samræmi við
það.
Mistök og sigrar
Kennedy Iiafa orðið á mikil mistök á sviði utan-
ríkismála eins og t. d. hin misheppnaða innrás í
Kúbu í apríl 1961, en hann hefur líka unnið glæsta
sigra og það einnig í sambandi við Kúbu, þegar
hann setti hafnbann á eyjuna í október 1962 og fékk
framgengt brottflutningi sovézkra árásareldflauga
af eyjunni. Stefna hans í málefnum landanna í
Suðaustur-Asíu hefur enn ekki orðið fyrir veruleg-
um skakkaföllum, enda þótt hún sé í hæsta máta
vafasöm og það er engum efa bundið að samband
Bandaríkjastjórnar við hin nýju ríki Asíu og
Afríku er á mörgum sviðum ágætt og betra cn
það áður var. Það sem að þó hefur vafalaust orð-
ið til þess að bæta mikið aðstöðu Bandaríkjanna
og hins frjálsa hcims almcnnt í kalda stríðinu er
það, að Bandaríkin, forysturíki liins frjálsa heims,
standa fólki um lieim allan nú fyrir hugskotssjón-
um — í persónu hins unga forseta — sem framsækin
og þróttmikil J)jóð, sem í engu lætur undan síga
fyrir ásækni hins k( :,umúníska hcimsvehlis. Það er
persónuleiki forsetans sjálfs, sem mestu hefur áork-
að til þess að breyta þeim hugmyndum sem menn
gerðu sér áður um vilja bandarísku þjóðarinnar til
þess að berjast fyrir frelsi sínu og bandalagsþjóða
sinna.
Þjóðþingið á eftir tímanum
Enda þótt forsetanum hafi ekki tekizt að koma
fram þeim mörgu umbótamálum, sem hann barðist
fyrir í kosningabaráttunni, verður honum og stjórn
hans ekki kennt um það, nema að mjög takmörk-
uðu leyti. Það getur cnginn vafi leikið á því, að
mörg þeirra mála sem forsetinn hefur lagt fyrir
þjóðþingið voru orðin tímabær svo að ekki sé meira
sagt og hljóta að ná fram að ganga fyrr en síðar.
Staðreyndin er hins vegar sú, að bandaríska þjóð-
þingið er á góðri leið með að verða alvarlegur drag-
bítur á allar framfarir og umbætur í landinu. Or-
sök þess er ekki sú, að þangað veljist að meiri
hluta til sérlega afturhaldssamir menn, heldur það
kerfi sem ríkir í þinginu um skipan manna í ncfndir
og formcnnsku í nefndum. Það fer allt eftir því
hvað þingmenn hafa setið lengi í þinginu og hcfur
orðið til þess að formenn margra mikilvægra nefnda,
sem ráða miklu um það hvaða mál fá yfirleitt að
koma til umræðu í þinginu, eru gamlir, afturhalds-
samir jálkar, sem enn lifa á fyrri tímum og ekki
skilja þær breytingar, sem hafa orðið. A þessu eykst
óðum skilningur í Bandarikjunum og er þegar farið
að ræða um nauðsyn endurbóta á öllu starfi þings-
ins.
Sterk forysta
Þegar á heildina er litið og ekki miðað sérstak-
lega við það sem forsetinn lét frá sér fara í kosn-
ingabaráttunni, verður því ekki annað sagt en John
F. Kennedy hafi gert margt vel á þeim tveimur
árum sem hann hefur verið í forystu fyrir Banda-
ríkjunum og hinum frjálsu þjóðum. Hann sýndi það
í október 1962 að hann er maður til þess að rísa
undir hinni þyngstu ábyrgð og að honum er trcyst-
andi til að takast á við alheimskommúnismann. En
tveggja ára stjórn hans hefur einnig gert okkur
ljóst að ádeilur hans á Eisenhower og stjórn lians
voru að miklu leyti ósanngjarnar og ekki verð-
skuldaðar.
„Nei, þakka þér fyrir. Ég hef nefnilega tekið þá ákvörðun að
venja mig af þessu."
FRJALS VERZLUN
21