Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.06.1963, Qupperneq 4
Island og erlendir ferðamenn Hin síðari árin hefur straumur erlendra ferðamanna til Islands aukizt til mikilla muna og fer vaxandi. Þetta hefur þýtt aukna atvinnu og aukn- ar tekjur þeirra, sem að þessum málum starfa og aflað þjóðarhúinu tölu- verðra gjaldeyristelcna, jafnframt því sem hér hefur verið upp tekin ýmis konar þjónustu, sem áður þekktist elcki. Fœstir gera sér grein fyrir, live mikil áhrif til tekjuaukningar á viðtœku sviði koma erlendra ferðamanna hingað til lands hefur. F.n þrátt fyrir hinn aukna ferðamannastraum erum við illa undir það húnir að mörgu leyti að nýta okkur til fulls þá möguleika sem í lionum felast. 1 Reykja.vík eru að vísu orðnar sæmilegustu aðstœður til þess að taJca á móti erlendum ferðamönnum. En hafa her í huga að í Reykjavík er ekki mikið við að vera og ferðamenn lcita hingað fyrst og fremst eftir öðru en því sem höfuðhorgin hefur upp á að hjóða. Margt virðist benda til þess, að í þessum efnum nvuni oklcur happa- sælast að leggja áherzlu á tvennt. Annars vegar að hingað komi þeir, sem leita vilja sér hvíldar frá ysi og þysi stórhorga og milljónaþjóða, hins vegar að húa vel að þeim, sem vilja koma til íslands til þess að leita sér heilsuhótar, njóta loftslagsins og hveraliita, leirhaða og annars slíks. Auk hinnar stórfenglegu náttúrufegurðar landsins, sem mun halda áfram að laða hingað ferðamenn hvaðanœva að, verður Island að hafa upp á eitthvað annað að bjóða, en hin helztu ferðamannalöndin. Þar af þau tvö atriði, sem nefnd voru hér að framan. í þessu hefti FRJÁLSRAR VERZLUNAR er leitazt við að varpa nolckru Ijósi á þessi mál, með greinum og viðtölum við þá menn, sem að þessum málum starfa, og hafa starfað um langt skeið. Er það Von FRJÁLSRAR VERZLUNAR að þetta geti orðið tU þess að auka skiln- ing manna á þýðingu þess fyrir land og þjóð að auka hingað ferðamanna- strauminn og jafnframt að Ijósara verði en áður hverju helzt er ábóta- vant í þessum efnum nú og bæta þurfi úr. 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.