Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.06.1963, Qupperneq 5
Njáll Símonarson, framkvæmdastjóri: Island — ferðamannaland Eitt af því, sem háir okkur íslendingum livað mest og skapar oft á tíðum margvíslega erfiðleika í fjárhagsmálefnum, er það hversu einhæft at- vinnulífið er. Yfir 90% af útflutningi okkar er sjávarafurðir, og eru því fáar þjóðir jafn háðar út- flutningsverzluninni og við, sem þurfum að flytja svo mikið af nauðsynjum okkar til landsins frá öðrum þjóðum. Er af þessu ljóst, hversu erfiðlega gengur, þegar aflabrestur er, eða markaðir falla og þrengjast fyrir sjávarafurðir. Það er að vísu svo, að iðnaður hefur stórum farið í vöxt hér á liðnum árum, en þó að verulegu leyti þannig, að hráefnið er aðflutt og þarf því að kaup- ast fyrir útflutta vöru. Gjaldeyrisskapandi atvinna í einni eða annarri mynd er því meðal þess, sem kemur efnahagslífi okkar að beztu liði. Við þurfum til þrautar að reyna að hagnýta alla slíka mögu- leika. í þessu sambandi hefur verið bent á þá mögu- leika, sem hér eru fyrir hendi til þess að ísland geti orðið mikið ferðamannaland. Þegar á þetta er minnzt, finnst mörgum ennþá eins og hér geti að- eins verið um að ræða hégómlegt lítilræði. Ekki mundu Svisslendingar hugsa svo, né nágrannar okkar á Norðurlöndum, sem leggja sannarlega mjög mikla rækt við það að laða erlenda ferðamenn til landa sinna og hafa af því stórfelldar gjaldeyris- tekjur. Fyrir skömmu hitti ég að máli einn af forystu- mönnum danskra ferðamála. Bárust þá m. a. í tal hinar ört vaxandi heimsóknir erlendra ferðamanna til Danmerkur á síðari árum og sú mikla þýðing, sem þessi nýi atvinnuvegur hefur fyrir þjóðarbúið. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: „Fyrir 15 árum var tæplega hægt að tala um Danmörku sem mikið ferðamannaland, því menn héldu að landið væri kalt og yfirleitt ekki mikið þangað að sækja. Nú má segja, að öldin sé önnur, enda koma í dag fleiri erlendir ferðamenn til Danmerkur en nokkurs hinna Norðurlandanna. Fyrir 15 árum komu 23.000 bandarískir ferðamenn til Danmerkur, en á þessu ári reiknum við með um 160.000 Bandaríkjamönn- um, sem koma til með að skilja eftir um 30 milljónir dollara eða 1300 milljónir íslenzkra króna, saman- borið við 2 milljónir dollara eða 86 milljónir ís- lenzkra króna fyrir 15 árum. Þetta segir þó ekki allt, þar sem heiklartekjur okkar Dana af heim- sóknum erlendra ferðamanna á sl. ári námu nærri 800 milljónum danskra króna, og var það hærri upphæð en við fengum fyrir útflutt smjör, og er þá mikið sagt, þar sem smjörið hefur jafnan talizt ein helzta útflutningsvara okkar.“ Svo mörg voru þau orð. En nú veit ég, að ýmsir þeir sem kunna að lesa þennan greinarstúf, eru farnir að hugsa með sjálfum sér: Hvað er maður- inn eiginlega að fara? Hann ætlar þó ekki að fara að gera hér einhvern samanburð á íslandi og Dan- mörku hvað snertir ferðamál eða halda því fram, að ísland hafi eitthvað til brunns að bera sem ferðamannaland? Jú, það er einmitt það, sem mér er efst í huga nú, og reyndar má segja, að kynni mín af útlendingum, sem heimsótt hafa ísland síðasta hálfan annan áratuginn, hafi styrkt mig í trúnni á það, að gera megi móttöku erlendra ferða- manna að arðvænlegum atvinnuvegi hér á landi. Til þess liggja margvíslegar orsakir, sem ég mun koma að seinna. Landsmenn allir, og þá sér í lagi forystumenn FRJÁLS VERZLUN 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.