Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 23

Frjáls verslun - 01.06.1963, Side 23
W. H. Auden Bréí frá Sumarið 1936 komu hingað og ferðuðust nokkuð um landið tveir ungir brezkir bókmenntamenn, skáldin W. H. Auden og Louis MacNeice, sem þá voru orðnir kunnir fyrir skáldskap sinn langt út fyrir landsteinana, tilheyrðu skáldahópi, sem kenndi sig við „New Signatures“ og var meinilla við alla lognmollu í bókmenntum og listum. Bókmennta- fræðingur einn hefur komizt svo að orði um þá félaga: „Þeir tóku sér fyrir hendur að lækna brezku þjóðarsálina af broddborgaralegu harðlífi og hreinsa enskan skáldskap af rómantísku prjáli. Ekki fengu þeir áorkað að breyta Jjjóðarsálinni, en skáldskap- urinn fékk það, sem hann þurfti með: „Ríflega inngjöf af fjörkrafti og fyndni frá Auden & Co.“ Af því má marka, að Auden hafi verið potturinn og pannan í þessum hópi. Nú er hann orðinn rosk- inn og ráðsettur, fluttist til Bandaríkjanna og sett- ist þar að fyrir mörgum árum, orðið heimsfrægt skáld fyrir löngu. Þeir félagar, Auden og MacNeice, skrifuðu kunn- ingjunum heima bréf á ferð sinni hér, ýmist í bnndnu máli eða óbundnu, og er þeirra kunnast hér kvæðið „Ferð til íslands“, sem Magnús skáld Ásgeirsson þýddi á íslenzku og er í kvæðasafni hans. En öll þessi bréf þeirra frá sumrinu á íslandi 1936 komu árið eftir út í vænni bók í London, „Letters from Iceland“, sem gefin var út af Faber &Faber, en því forlagi veitir Eliot Nóbelskáld for- stöðu. Er ekki að orðlengja það, að þetta eru miklu fremur skemmtileg sendibréf en traust heimildarit. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr bókinni. FYRIR FERÐAMENN Vegabréf, tollar o. s. frv. Engra vegabréfa er krafizt á íslandi. Flestir al- gengir hlutir eru tollaðir, en tollskoðun um borð er mjög kurteisleg og aldrei neinni frekju beitt. Gialdmiðill og gengi Gjaldmiðill á íslandi er talinn í krónum og aur- Louis MacNeice r’ Islandi um, 100 aurar í einni krónu. Opinbera gengið sum- arið 1936 var kr. 22,15 á móti sterlingspundi. En í Hull getið þið fengið 24,50 fyrir pundið. Því er heppilegra að skipta peningum ekki opinbcrlega. Sökurn óhagstæðs verzlunarjöfnuðar er óskaplega erfitt fyrir einstaka íslendinga að verða sér úti um enskan gjaldeyri, og enskt fólk, sem á vini og kunningja á íslandi, myndu gera þeim mikinn greiða með því að skipta peningum við þá. Ferða- mannatékka er auðvitað hægt að nota, en ég veit af eigin reynslu, að viturlegra er að hafa allt í reiðu fé og skipta eftir þörfum svo að maður standi ekki uppi að ferðalokum með heilmikið af íslenzkum peningum, sem mjög erfitt er að losna við. Drykkir Ef frá cr talið kaffi, mjólk og vatn eru drykkir á íslandi fljóttaldir, því að landið er einmitt að rétta úr kútnum eftir bannið. í Reykjávík getið þið fengið drykki á Borginni, ef þið hafið efni á að borga fyrir þá. Viskí með sóda (írskt viskí er ófáanlegt) kostar kr. 2,25, og glas af sómasamlegu sjerrý kr. 1,45. Svo er áfengisverzlun ríkisins á fá- einum stöðum, þangað sem menn fara og pukrast við að kaupa heila flösku yfir borðið. Og þar er lokað í hádeginu. Flaska af brúnu sjerrýi kostar kr. 9,50, og flaska af spænsku brandýi (eina teg- undin, sem til er) kostar 6.50. Bjórinn er bölvað náhland, og límonaðið tekur engu tali. Stundum er liægt að fá ólöglegt áfengi, og einkum eru það bændur, scm gerast svo ómótstæðilega vingjarn- legir að vilja endilega hjálpa manni um flösku af landa, en hann er svona allt að því banvænn. Einstakt í sinni röð Fyrir þá, sem vilja smakka á einhverju sérstöku, verður að nefna tvær íslenzkar matartegundir, sem flestir ættu að leggja sér til munus. Annað er há- karl, hálfþurrkaður, hálfúldinn. Hann er hvítur að innan, með broddótta húð, ólseigur, eins og eld- FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.