Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 29
Að mínu áliti kemur ekki til greina fyrir íslendinga að standa algerlega utan við hið stækkaða Efnahagsbandalag. Þrátt fyrir hin miklu viðskipti okkar við Bandaríkin (svo og Austur-Evrópulöndin), er út- víkkað EBE aðalviðskiptasvæði okkar. Með því að sitja hjá, værum við í reynd að hafna kostum hinnar alþjóðlegu verkaskiptingar að verulegu leyti og taka á okkur aukakostn- að við að klífa tollmúra — of- an á flutningskostnað til við- komandi landa. Þá yrði einnig dregið úr samkeppni á heima- markaði (nema við afnæmum tollana upp á eigin spýtur) og þar með fengju íyrirtækin slak- ara aðhald um verðlag, fram- leiðni og vöruvöndun. Auk þess yrði frekari iðnvæðingu lands- ins stefnt í voða, bæði vegna þess að hagkvæmara gæti orð- ið að vinna úr íslenzku hráefni, eða undir íslenzku vörumerki, innan tollmúranna og vegna þess að erlent fjármagn myndi síður leita til landsins. Að öðru jöfnu yrði hagkvæmara að stunda framleiðslu á sjálfu markaðssvæðinu, eða í landi, sem hefði fríverzlunarsamning við bandalagið. Einnig yrði að horfast í augu við þann mögu- leika, að breyting kynni að verða á hinni tiltölulega frjáls- legu afstöðu EBE til tollfrjáls innflutnings á fiskafurðum við inngöngu annarra fiskveiði- þjóða í bandalagið. Hins vegar ber að hafa i huga, að ýmsar reglur um svæð- isupprunavöru og samansafn- aða verðmætasköpun hafa í för með sér, að lönd sem hafa frí- verzlunarsamning við banda- lagið verða, eins og EBE-löndin sjálf, að greiða innflutningstoll af ýmsum hráefnum, sem koma frá löndum utan markaðssvæð- isins. Mikilvægt atriði að þessu leyti. sem samið var um við Breta, var um toll á súráli. Samið var um, að innflutningur súráls til Bretlands yrði toll- frjáls til 1. janúar 1976. Árið 1976 hækkar hann í 2,75% og um mitt ár 1977 í 5,5%. sem er hinn sameiginlegi ytri tollur EBE á súráli. Þar sem full aðild íslendinga er ekki til umræðu, er ástæðu- laust að gera hér grein fyrir stefnu EBE á einstökum svið- um, nema í sjávarútvegsmál- um, en nýlega hefur verið lát ið að því liggja, að útfærsla landhelginnar gæti haft áhrif á samninga okkar við banda- lagið. Óvitað er. hve mikil al- vara er á bak við þessi ummæli, en við hljótum að vona, að þetta nýja atriði í samningavið- ræðunum hafi ekki truflandi áhrif á gang mála. Samkvæmt Rómarsáttmálan- um skal stefnt að því, að efla fiskveiðarnar, að tryggja sjómönnum viðun- andi lífskjör, að tryggja stöðugt verðlag á fiskmörkuðum, að tryggja nægjanlegt framboð, að tryggja neytendum sann- gjarnt verðlag. Framkvæmdanefndin lagði árið 1966 fram drög að sjávar- útvegsstefnu bandalagsins. Þau breyttust nokkuð í meðförum, og árið 1970 samþykkti ráð bandalagsins mikilvægar tillög- ur um steínuna í sjávarútvegs- málum. einkum um landhelgi, stofnun og rekstur fyrirtækja, rétt til fiskveiða og um verð- myndun á fiskmörkuðum. í aðalatriðum var kveðið svo á um, að öll ríki bandalagsins skyldu hafa sömu réttindi til fiskveiða innan landhelgi og' lögsögu hvers annars, Þó mætti gera undantekningu frá þessari meginreglu til fimm ára, ef í hlut ætti strandríki, þar sem fiskveiðar væru mikilvæg at- vinnugrein. Þá eru ákvæði til verndunar fiskstofnunum, ef eitthvert ríki lætur undir höfuð leggjast að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þeim efnum. í aðalatriðum virðist sjávar- útvegsstefna bandalagsins henta ágætlega, þar sem lítið sem ekkert fiskast, en á hana hlaut að reyna. þegar fiskveiði- þjóðir á borð við Breta og Norð- menn sóttu um aðild. Sem kunnugt er, sóttu Norðmenn um aðild á þeim grundvelli, að þeir einir hefðu rétt til fisk- veiða innan þeirra landhelgi, sem búsetu hefðu í Noregi. Ekki hefur enn verið úr því skorið, hvort að þessu verður gengið af hálfu EBE. Helztu ákvæði um verðmynd- un á markaðnum lúta að því, að komið verði á stofn samtök- um framleiðenda, sem geti tak- markað framleiðslu og sölu meðlima sinna, ráðstafað aflan- um til ákveðinna nota, eða beint skipunum til tiltekinna hafna. Sérstök ákvæði eru um verðlagsíhlutun, sem eru allmis- munandi eftir fisktegundum og vöruflokkum. í aðalatriðum grundvallast verðlagsíhlutunin á svonefndum viðmiðunarverði, sem ráð bandalagsins ákveður. Þá skal óleyfilegt að selja und- ir svokölluðu afturköllunar- verði, sem framkvæmdanefnd- in ákveður hverju sinni. Það magn, sem þannig er dregið til baka (verður óselt) skal sett í fiskimjölsverksmiðjur til vinnslu, eða ráðstafað með ein- hverjum öðrum hætti, sem ekki hefur truflandi áhrif á venju- legt framboð á markaðnum. Þess má geta, að ákvæðin eru að mörgu leyti óljós og þurfa nákvæma yfirferð, eins og Norðmenn hafa bent á. Þess má geta, að Islendingar eru ásamt fleiri EFTA-ríkjum aðilar að samkomulagi um lág- marksverð við sölu freðíisks í Bretlandi. Einnig hafa íslend- ingar tekið þátt í svonefndu S.A.G.-kerfi við landanir í Vest- ur-Þýzkalandi. Á það mun hins vegar vart reyna í samninga- viðræðunum við EBE, hvort bandalagið teldi það verðmynd- arkerfi sjávarvara. sem er við lýði hér innanlands, samrýmast stefnu bandalagsins, þar sem við sækjum ekki um aðild, held- ur fríverzlunarsamning. Því er ástæðulaust að ræða hér ýmis mikilvæg atriði, sem á mundi reyna við fulla aðild að Efna- hagsbandalaginu. FRJÁLS VERZLUN YFIRGRIPSMIKILL FRÓÐLEIKUR UM ÞAÐ SEM SNERTIR YÐUR DAG HVERN. ÁSKRIFTARSlMI 82300 FV 10 1971 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.