Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 35
einkum of handahófskennd, Þú vékst áðan að því, að verð- lagskerfið hindraði í vissum at- riðum eðlilega þróun. En er samt ekki hægt að hafa ein- hverja stjórn á þessum mál- um, til dæmis ákveðna verka- skiptingu milli verzlunargreina og verzlana í einstökum hverf- um? HJ: Með skipulagningu nýrra borgarhverfa hefur verið reynt að finna og mæta þörfum verzl- unar á hverjum stað. Vissu- lega hefur þó skort hér sér- þekkingu, sem samtök kaup- manna hefðu þurft að geta lát- ið í té, en svo hefur ekki verið. Kaupmannasamtökin hafa nú aðstöðu til þess að fylgjast með skipulagsmálum borgarinnar, lengra er því miður ekki kom- ið. Hinar mörgu smáu verzlan- ir eru að mestu leyti afleiðing haftakerfisins og eldra skipu- lags. HÁIR SKATTAR KREFJAST MÖGULEIKA Á ÁGÓÐA FV: Hvað viltu segja um skattlagningu á verzlunina? HJ: Það voru gerðar breyt- ingar á skattalögunum í fyrra, en þær komu ekki smásölu- verzluninni til góða nema að litlu leyti, þar sem þeim var einkum ætlað að koma til móts við hlutafélög, en kaupmanna- verzlanir eru að miklum hluta í einstaklingseign. Skattabyrði er þó ekki aðalvandamál at- vinnufyrirtækja. Látum það vera þótt fyrirtæki borgi helm- ing eða jafnvel nokkru meira af hreinum tekjum í skatta, ef hægt er að reka fyrirtækin með ágóða. Það er mergurinn máls- ins. Fyrirtækin verða að hafa ágóða. Verðlagslögin kveða svo á um, að álagningarreglur skuli miða við þörf þeirra fyr- irtækja, sem hafi vel skipu- lagðan og hagkvæman rekstur. Hvar eru þau fyrirtæki? Við hvað á að miða, þegar engar hagtölur eru til? Og hver á að dæma um þetta? Þannig spyr verzlunarstéttin. Mér finnst það einkennilegur hugsunar- háttur, þegar fólk er á móti því, að fyrirtækin skili ágóða, sem er þó meginforsenda fyrir blómlegu atvinnulífi, vilja helzt að fyrirtækin rétt skrimti. Slík- um hugsunarhætti þarf endi- lega að breyta. Auðvitað á það að vera keppikefli allra lands- manna, að fyrirtækin hafi sem mestan ágóða, borgi háa skatta og há laun. Það á ekki að svelta atvinnufyrirtækin, svo að fólk- ið þurfi að fá hluta af nauð- þurftalaunum sínum um greip- ar hins opinbera. Slíkt er illa falin krókaleið að ríkisrekstri. ALMENN ÞEKKING OG VITNESKJA UM VERZLUN ÓNÓG, REYNT AÐ BÆTA ÚR ÞVÍ AÐ NOKKRU Á NÆSTUNNI FV: Það er oft vegið að verzluninni úr ýmsum áttum, að ósekju, og af miklu þekk- ingarleysi. Við höfum áður rætt um skort á opinberum upplýs- ingum um verzlunina, en nú hlýtur það í annan stað að vera hlutverk samtaka verzlunar- innar sjálfrar að kynna at- vinnuveginn. Oft verður þess vart, að verzlunin stendur ekki saman að neinni upplýsinga- miðlun, og er jafnvel sundruð í baráttu fyrir einstökum mál- um. Gerir verzlunin nóg af því að kynna sig á jafnt hærri og lægri stöðum? HJ: Það er áberandi nauð- syn að kynna verzlunina, hlut- verk hennar, stöðu hennar og framtíðarverkefni betur en gert er. Ég held að almenningur viti minnst um verzlun, þegar um atvinnuvegina er rætt. Að minnsta kosti minnst satt um verzlunina. Samtök verzlunar- innar eiga auðvitað nokkra sök á þessu. Þótt fjárhagsvandi sé hjá samtökum einkaverzlunar- innar, þá er það eitt ekki nóg afsökun fyrir því, að ekki er betur að kynningu hennar stað- ið. Einkaverzlunin er í þrem aðskildum fylkingum, sem nauðsyn ber til að sameina bet- ur til meginátaka. Samvinnu- verzlun er aftur á móti mun heilsteyptari. í vor var haldin ráðstefna samtaka einkaverzl- unarinnar, einmitt um samein- ingu kraftanna, og að þeim málum hefur verið skipulega unnið síðan. Vonir standa til að af þessu verði sá árangur, að meira samstarf náist og sam- tökin í heild verði þróttmeiri. Ég vona að öflugri kynning á verzluninni sé í nánd, og ég hef þá trú, að þegar almenningur fær að vita hið sanna um eðli frjálsrar verzlunar, þá muni engum valdhöfum duga að halda verzluninni í viðjum lengur- Það eru núna 20.000 ár síðan Homo Heidelbergensis prentuðu fyrstu fótsóla sína á leir- inn á Rínarbökkum. Þetta var seinlegt. Fyrir 119 árum byrjuðu þeir svo að framleiða prentvélar (þær beztu í heimi) og núna í desember siðastliðnum voru þeir búnir að framleiða 220.000 vélar — og tilkynna yður það hér með. HEIDELBERGER DRUCKMASCHINEN AG. STURLAUGUR JÖNSSON & CO. FV 10 1971 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.