Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 36
Verzlun, þlónusta * I meginatriðum verður stefnan í viðskiptamálum óbreytt Viðtal við Lúðvík Jósefsson viðskiptaráðherra um stefnu núverandi ríkisstjórnar ■ viðskiptamálum, afstöðuna til EFTA og EBE, verðlagsmálin og aðbúð verzlunarinnar Ólafía, vinstri stjórnin, og nýtt þing með vinstri meiri- hluta, eru staðreyndir hausts- ins í íslenzkri pólitík. Það er nýtt númer uppi á teningnum, og ef marka má vilyrði, eða yfirlýsingar, eftir því, hvernig á málin er litið, verður stjórn- að með öðrum hætti en „vant er“ um ófyrirsjáanlegan tíma. FV þótti tímabært, og þótt fyrr hefði verið, að grennslast fyrir um afstöðu nýju ríkis- stjórnarinnar til viðskiptamál- anna, verzlunar og þjónustu. Lúðvík Jósefsson viðskiptaráð- herra varð eðlilega fyrir svör- um. Hann tók þó fram í upp- hafi viðtalsins, að þar sem rík- isstjórnin væri svo nýtekin við völdum, væru mörg atriði enn ómótuð, og því væru ekki að- stæður til að ræða nema fá mál að þessu sinni. ÓBREYTT MEGINSTEFNA FV: Hver er stefna núver- andi ríkisstjórnar í viðskipta- málum? LJ: Það hefur engin ný stefna verið mótuð í viðskipta- málum sérstaklega, og það hef- ur verið gengið út frá því, að í meginatriðum verði haldið óbreyttri stefnu. Það er til dæmis ekki ætlunin, að taka upp neins konar viðskipta- hömlur, eða draga úr því frjáls- ræði, sem verið hefur í aðal- atriðum undanfarið. VIÐRÆÐUM VIÐ EBE HALDIÐ ÁFRAM FV: Hvað er að segja um afstöðuna til EFTA og EBE? LJ: Gagnvart EFTA er þeg- ar um ákveðna stefnu að ræða af hálfu íslendinga, og gagn- vart þeim skuldbindingum, sem við höfum með því tekið á okkur, er engra breytinga að vænta. Það er hins vegar aug- ljóst, að í málefnum EFTA eru að skapast ný viðhorf, þar er að verða mikil röskun á öllum áætlunum, sem miklar líkur eru til að hafi töluvert afdrifa- rík áhrif fyrir okkur, eins og hinar EFTA-þjóðirnar. Nú er varla hægt að ræða lengur um EFTA eitt sér, þar sem nokkr- ar EFTA-þjóðirnar hafa sótt um LúÖvík: Obreytt steína í meg- inatriðum. inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði óskað eftir sérstökum samningi við EBE, eftir vænt- anlega stækkun þess. Grund- vallaratriðið var það, að þjóð- irnar í hinu stækkaða Efna- hagsbandalagi fengju hér sömu viðskiptaréttindi og EFTA- þjóðirnar hafa nú, en að ís- lendingar fengju í staðinn sams konar réttindi og þeir hafa nú í EFTA, og þó þannig, að þau næðu að verulegu leyti til sjávarafurða. Núverandi ríkis- stjórn mun vinna að því, að samningur af þessu tagi nái fram að ganga. Það er þó mjög vafasamt, hvort það tekst, ekki sízt nú eftir að sumar EBE- þjcðirnar hafa tekið jafn nei- kvæða afstöðu til fyrirætlana íslendinga um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar og rau.n ber vitni. Þessar þjóðir hafa bland- að landhelgismálinu og samn- ingi við EBE saman, þótt við teljum það fráleitt, og í raun- inni óskyld mál. Það er ljóst, að afstaða nú- verandi ríkisstjórnar til EBE, er sú, að við verðum ekki að- ilar að EBE, en teljum eðlilegt að leita eftir viðskiptasamn- ingi. STAÐAN ÁKAFLEGA ÓLJÓS FV: En hvað verður, ef EFTA leysist upp og ekki nást samningar við EBE? LJ: Það er erfitt að segja um það, hvaða staða myndi koma upp, þegar þau EFTA- lönd, sem nú hafa sótt um að- ild að EBE, fá inngöngu í bandalagið, ef það verður, sem líklegt er, og náist ekki sam- komulag við EBE. íslendingar vilja vernda eðlileg viðskipti við þessar þjóðir allar, bæði vegna bess, að við höfum lengi átt góð viðskipti við þær, og hins, að frá þessum þjóðum kaupum við flestar þær vörur, sem falla bezt að okkar að- stæðum. Ég vil ekki vera svo svartsýnn, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, að álíta okkur nauðsynlegt að snúast 36 FV 10 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.