Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 43
Rannsóknir Sundrung og fúlt loft í röðum íslenzkra vísindamanna Stefnumörkun í lausu lofti, fjárveitingar og aðstaða ónóg, menntaðir starfskraftar illa nyttir RANNSÓKNARÁÐ RlKISINS ‘ „Fínt ráð með fínt nafn," . . . . en það er ekki nóg. Vonirnar hafa brugðizt, og rannsóknar- málin þarf að endurskipu- leggja frá grunni. Á sama tíma og það er lífs- nauðsynlegt, að íslenzk vís- indastarfsemi verði stóraukin á grundvelli aukins fjármagns, endurbætts skipulags, bættrar stefnumörkunar og kynningar á gildi innlendrar vísindastarf- semi fyrir þjóðarbúið, eru rað- ir innlendra vísindamanna sundraðar og andrúmsloftið í vísindaheimi okkar harla fúlt. Það hefur komið á daginn, að starfsemi Rannsóknarráðs rikisins nær ekki tilgangi sín- um, að vísindamál hafa ekki verið tekin nægilega föstum tökum af hinu opinbera, að fjárveitingar til vísindarann- sókna eru meðal þess lægsta, sem þekkist, og að samvinna vísindastofnana er í molum. Persónuleg og fagleg afbrýði- semi tröllríður íslenzkum rann- sóknarstofnunum, og smákónga- sjónarmið blasa alls staðar við meðal ráðandi afla. Það er vandséð, hvort er óviðkunnan- legra upp á að horfa: silkihúf- urnar á Rannsóknarráði ríkis- ins, eða þjarkandi smákarla í röðum rannsóknarmanna. Enda þótt opinber forysta í vísindamálum okkar hafi verið fyrir neðan allar hellur í mörg ár, þá er samt fátt, sem hefur haft verri áhrif en sú félags- lega, pólitíska og vísindalega einangrun, sem innlendir vís- indamenn hafa búið við, eink- um starfsmenn rannsóknar- stofnana, og verður hér aðal- lega fjallað um þann hluta ís- lenzkrar vísindastarfsemi, sem að rannsóknarmönnum og rann- sóknarmálum lýtur. 0,4% TIL V«SINDARANN- SÓKNA íslendingar nota nú minna en 0,5% þjóðartekna sinna til vísindalegrar rannsóknarstarf- semi í þágu atvinnuveganna, eða nánar tiltekið tæplega 0,4%, sem er með því allra lægsta, sem þekkist í löndum umhverfis okkur og á megin- landi Evrópu. Framlög til rann- sóknarstarfsemi hafa vaxið hægt síðustu áratugi, enda þótt þeim mönnum hafi stöðugt far- ið fjölgandi, sem eru færir um að takast á hendur nauðsynleg störf á vettvangi innlendra rannsókna. Á sama tíma og tala vísindamenntaðs starfs- fólks rannsóknarstofnana tvö- faldaðist, eða frá 1957-70, náði hlutdeild vísindafjármagns miðað við þjóðartekjur ekki að tvöfaldast. Hins vegar hefur fjölgað hlutfallslega meira en þetta þeim mönnum, sem eru færir um að takast á herðar þær skyldur og ábyrgð, sem rannsóknarstörfum fylgja — þekkingarforðinn hefur með öðrum orðum stóraukizt, en óleyst verkefni blasa alls stað- ar við. TILRAUN MEÐ RANNSÓKN- ARRÁÐ Lögin um Rannsóknarráð rík- isins frá 1965 voru tilraun til að koma íslenzkum rannsóknar- málum í nútímalegt horf. En þær vonir, sem bundnar voru við starfsemi ráðsins hafa að verulegu leyti brugðist. Ráðið hefur ekki nema að takmörk- uðu leyti nevtt þeirra heim- ilda, sem það hefur feneið i lögum, að öðru leyti farið út fyrir verksvið sitt á vissan hátt, og loks hefur það algiörlega vanrækt ýmsar siðferðislegar skyldur sínar. Rannsóknarráð ríkisins hefur ekki tekið sér það forystuhlutverk, sem því var ætlað að hafa. Það hefur sjálft staðið fyrir rannsóknum, sem gætu vel verið á höndum annarra aðila, og ættu að vera það, og loks hefur það svikizt FV 10 1971 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.