Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.10.1971, Blaðsíða 45
Þessar hugmyndir rannsóknar- manna eru engin „patentlausn“, fremur en aðrar tillögur um þessi mál, og það er vandséð, hvaða umboð rannsóknarmenn- irnir hafa til þessa þvergirð- ingsháttar. Þeim var lengi vel vorkunn, vegna þess, að um skeið virtist sem silkihúfur Rannsóknarráðs væru aðalóvin- ur rannsóknarmanna. En því verður ekki lengur haldið fram, enda orðið öllum augljóst, að persónuleg viðhorf, óvild og sérgæzka ráða tals- vert ferðinni í endurskoðunar- starfi einkum annars þeirra fulltrúa, sem rannsóknarmenn hafa valið sem fulltrúa sinn. Það er raunar ekki einleikið, að hver einasta nefnd, sem bessi fulltrúi rannsóknarmanna, Þorvaldur Búason eðlisfræð- ingur, hefur setið í á undan- förnum árum, hefur annað hvort orðið óstarfhæf um lengri eða skemmri tíma, klofnað eða hreinlega leystst upp, vegna einstrengingslegrar afstöðu hans. Þá er jafnaugljóst, að Magnús Magnússon prófessor er gjörsamlega ófær um að gegna hlutverki formanns framkvæmdanefndar Rann- sóknarráðs ríkisins. Honum er ósvnt um að bera fram hags- munamál stéttarbræðra sinna af þeirri einurð, sem nauðsyn- leg er, og um stjórn hans og viðhorf til starfsmanna á þeirri stofnun, er hann hefur yfir- stiórn á, Raunvísindastofnun Háskólans, er það eitt að segja, að hún er á köflum niðurlægj- andi fyrir starfsfólkið. Launa- mál hafa verið með viðkvæm- ustu hagsmunamálum rann- sóknarmanna. Þeir hafa orðið að afla sér aukavinnu til að draga fram lífið og greiða námsskuldir. Hins vegar hefur mikið skort á, að forstöðumað- ur Raunvísindastofnunarinnar gætti hagsmuna starfsmanna, að því er launamálin varðar, og sennilegt, að það hafi bein- línis bitnað á starfsemi stofn- unar hans. Að minnsta kosti verður það naumast þakkað forstöðumanninum, að hæfni innan stofnunar hans hefur ekki minnkað til muna. STEFNULEYSI Það hefði átt að verða ein- hver trygging fyrir stefnumót- andi starfi Rannsóknarráðs rík- isins, að þáverandi mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- scn, sat í formannssæti í ráð- inu. Hjá ráðherranum fóru saman áhrif í ríkisstjórninni, pólitísk völd á þingi, möguleik- ar til að skapa heildaryfirsýn yfir rannsóknarmálin og sæmi- lega heildarstefnu. Hins vegar skorti verulega á þetta atriði. Það var eflaust nærandi fyrir Gylfa Þ. Gíslason að sitja yfir fínu ráði með fínt nafn, en óhollt fyrir rannsóknarmálin. Þá væri ástæða til að ræða afstöðu einstakra forstjóra rannsóknarstofnana, og hug- myndir þær, sem þeir gera sér um hlutverk sitt. En þeim er vorkunn meðan heildarstefnan í rannsóknarmálum hefur ekki verið mótuð sem skyldi. Sama má raunar segja um alla rann- sóknarmenn. RAUNVERULEG ENDUR- SKOÐUN NAUÐSYNLEG En nú er tækifærið til að endurskoða þessi mál í heild sinni, og ná viðunandi sam- komulagi, miðað við allar að- stæður. Til þess að það sé unnt, verða margir aðilar að slaka mikið á, og sumir meira en aðrir, og mest þeir, sem hafa verið þvermóðskufyllstir. Lang- flestir eru sammála um þá meginhugmynd, að fækkað verði í Rannsóknarráði, að fjár- veitingar til rannsóknarmála verði auknar, komið verði upp vísindadeild í forsætisráðuneyt- inu og þannig mætti lengi telja. Jafnframt er vaxandi skilningur á því, að skipulags- breytingar leysa ekki öll vandamál rannsóknarstarfsem- innar, eða sum beirra vanda- mála, sem nú er helzt talað um að leysa með skipulagsbreyt- ingum. Það virtist hafa skapazt samkomulagsandi á fundi þeim, sem haldinn var fyrir fáum vikum í tilefni af birtingu skýrslu þeirrar, sem sérfræð- ingar Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu sömdu um íslenzk vísindamál. Möguleik- um til samkomulags var um skeið spillt með yfirlýsingu, sem nokkrir rannsóknarmenn sendu frá sér í lok ráðstefn- unnar. Sumt, sem þar var sagt, átti rétt á sér, en samt neituðu hófsamari menn að undirrita betta plagg. Það var síðan blás- ið út í fréttamiðlum, og bætti það ekki ástandið. Það er eng- inn vafi á því, að skýrslan hefði verið nákvæmari og fvllri, ef ýmsir þeirra, sem undirrituðu plaggið, hefðu ekki neitað allri samvinnu við fulltrúa OECD. Flestum hófsamari umbóta- mönnum í röðum íslenzkra rannsóknarmanna er lióst, að mál sé að linni, svo að unnt sé að gera sameinað átak til að ná þeim meginmarkmiðum, sem lengi hefur verið stefnt að: Stórfelldri eflingu íslenzkr- ar vísindastarfsemi. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA Nýtízku vörumerkingar á er hagsmunafélag stórkaupmanna hvers konar framleiðsluvörur innflytjenda og umboðssala. w Uörumcrhinn hf M ELGERÐI 29 KÓPAVOGI aP 41V72 FÉLAC iSLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARGÖTU 14 REVKJAVÍK — SlMI 1UG50. Karl Jónsson - Kar| M. Karlsson FV. 10 1971 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.