Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 15
únistaflokkanna enn á for- dæmi Sovétríkjanna um sam- yrkjubú, en einnig þeir hafa dregið úr tökunum á frjálsu framtaki einstaklinga í bæj- unum. Nú eru 90 þúsund einkafyr- irtæki starfandi í neyzluvöru- dreifingu í Ungverjalandi. Tveir þriðju húsbygginga eru framkvæmdir af einkaaðilum, og hið opinbera veitir þeim lán við lágum vöxtum. Þarna hafa orðið miklar framfarir seinustu ár. Miklu hægari þróun hefur orðið í Tékkóslóvakíu í þess- um efnum, og einkum eftir innrásina 1968. Þó standa einkaaðilar að nærri tuttugu af hundraði húsbygginga í landinu. Þessi tala væri miklu hærri, ef einstaklingarnir nytu opinberra lána, en það hefur ekki fengizt fram til þessa. Jafnvel í Rúmeníu og Búlg- aríu, þar sem menn fylgja enn á öðrum sviðum kreddustefnu eins og í Sovétríkjunum, ann- ast einkaaðilar meira en 30% allra húsbygginga. ALLT ANNAÐ EN í SOVÉTRÍKJUNUM.. Þróunin í þessum Austur-Ev- rópuríkjum stingur mjög í stúf við það, sem gerist í Sovétríkj- unum sjálfum. Þar drottnar samyrkjustefnan, og einstakir bændur fá einungis að yrkja litla reiti fyrir sjálfa sig og selja afurðir, sem þeir gefa, á frjálsum markaði. En jafnvel þessi réttindi bændanna eru háð því, að þeir skili tilskyldu vinnumagni til samyrkjubús- ins. í Sovétríkjunum eru engar einkaverzlanir. Einstaka hand- verksmenn hafa eigin verk- stæði, en þá skortir varahluti og efni, sem þeir verða að kaupa dýrum dómum, þar sem stjórnvöldum er í nöp við allt einkaframtak. Stjórnin ákvað fyrir skömmu að leyfa bændum á samyrkju- búunum að fást, þegar lítið er að gera í búskapnum, við ýms- an iðnað fyrir neyzluvörumark- að og selja á frjálsum markaði. Þó að mikið af tekjunum af þessu renni til samyrkjubú- skaparins. hefur bændum þó orðið þetta til hagsbóta. Borg- urum í Sovétríkjunum er leyft að byggja íbúðir í samvinnu- félagi vegna húsnæðisskortsins, en miklar hindranir eru í framkvæmd. Væntanlegur í- búðareigandi verður að gefa sem tryggingu 40% af kostnað arverði, sem einungis hinir auðugustu geta. Finniand: Samningar við EBE um pappírinn Nýja minnihlutastjórnin í Finnlandi tekur við efnahag, sem alls konar vandamál steðja að. Efnahagur landsins er mjög háður utanríkisvið- skiptum og hann hefur batnað meira en hagur nokkurs ann- ars lands við aðild að EFTA. Finnar eru nú í Brússel-við- ræðunum að róa öllum árum að því að fá hagstæðari boð í fyrirhuguðu fríverzlunar- svæði, sem taki til Efnahags- bandalagsins og meginhluta EFTA. Allir eru sammála um, að aðalreglan um stærra fríverzl- unarsvæði fyrir iðnaðarvörur sé ágæt. En EBE hefur haft áhyggjur af iðngreinum, svo sem pappírsframleiðslu sinni, sem þá yrði að þola sam- keppni. EBE vill því fá 12 ára aðlögunartíma fyrir pappír. Þetta mundi tákna, að tollar á finnskum pappír yrðu um skeið teknir upp að nýju í Bretlandi, Noregi og Dan- mörku. í Brussel er því helzt spáð, að samningar takist í apríl og litlar breytingar verði á tillög- Finnskum pappír skipað út. um EBE með því að aðlögunar- tímabilið verði stytt. Pappírsframleiðslan stendur hins vegar undir 55% af út- flutningi Finna. Pappírs- framleiðendur eiga nú þegar í vanda. Eftirspurn óx lítið sein- asta ár, meðan framleiðslu- getan óx um 10% vegna til- komu nýrra verksmiðja. Hag- ráði Finnlands hefur reiknazt svo til, að útflutningur á af- urðum skógarhöggs muni vaxa um 0,5% á ári á þessum ára- tug, ef ekki verður frjáls að- gangur að markaði EBE, en um 4,5% á ári annars. Ráðið telur, að samningur um frí- verzlun mundi auka árlegan vöxt í finnskum iðnaði yfirleitt um milli 4 og 6 prósent. Finnar verða nú að glíma við stöðnun innanlands. Geng- islækkunin árið 1967 og samn- ingar vinnuveitenda og verka- lýðsfélaga um laun og verð- lag, sem á eftir komu, orsök- uðu þrjú ár með methagvexti og stöðugu verðlagi. Árið 1970 óx framleiðslan um 7%, og verðlag um ein 2,7%. Þá hættu kommúnistar stuðningi við tekjustefnu stjórnarinnar. Um vorið minnkaði verkfall verkfræð- inga áætlaðan hagvöxt ársins 1971 um helming, og verkfall- ið leystist með 16% launa- hækkunum. Verðbólgan hafði í desember aukizt um 9% frá áramótum og atvinnuleysi eykst mjög. FV 3 1972 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.