Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 23
fjöldinn tvöfaldazt á sjö árum. Af hálfu ríkisins eru veittar 20 milljónir til íþróttamála, en af þeim fara 12 millj. í bygg- ingar. Samkvæmt áætlunum Í.S.Í. þarf íþróttahreyfingin í landinu 75 milljónir króna í rekstur eingöngu á þessu ári. Helztu tekjur hennar eru fé- lagsgjöld, einhverjar tekjur verða af mótum, en mest mun- ar um hagnaðinn af getraun- unum, sem er áætlaður 15 milljónir á árinu. Þar af renna 10 milljónir beint til félag- anna, en 5 milljónir til ýmissa sambanda. — Hefur ykkur tekizt að gera íþróttimar að almenn- ingseign? Er ekki um of mænt á afreksmennskuna í því sam- bandi? — Upphaflega lögðu félögin langmest kapp á að skapa af- reksmenn. Nú beinist áherzlan fremur að fjöldanum, til þess kannski að leita uppi nýtt af- reksfólk, en þó fyrst og fremst með almenna líkamsrækt fyrir augum. Þess vegna eru íþrótta- mannvirkin nú æ meir opnuð almenningi á vissum tímum til líkamsræktar. — Hefur „trimmherferðm“ lognazt út af? — Nei, þvert á móti hefur trimmið gengið að mörgu leyti vel. Þó má kannski segja, að framkvæmdanefndirnar ýms- ar hafi ekki haft sig nóg í frammi. Hjá Í.S.Í. hafa verið gefnir út 7 bæklingar um ein- stakar greinar, sem þykja henta fyrir trimm og hefur mjög áberandi aukning orðið á iðkun sunds. í fyrra komu 893.054 baðgestir á sundstað- ina í Reykjavík, og er það 20% aukning frá árinu á undan. Af þessum sökum er nauðsynlegt að stækka mannvirki til sund- iðkana í borginni og verður nú ráðizt í að bæta aðstöðuna í sundlaug Vesturbæjar. Á næsta ári hefjast svo undir- búningsframkvæmdir við sundlaug í Breiðholti, sem á að verða 12x25 metrar. Þá verður I6V2 metra löng sund- laug við Árbæjarskólann til- búin í sumar. Auk sundsins má nefna gönguferðir. Áberandi aukn- ing hefur orðið í þátttöku í gönguferðum Ferðafélags ís- lands. í Laugardal hefur verið gerð skokkbraut fyrir almenn- ing og í sumar verða þar lyft- ingartæki fyrir fólk að spreyta sig á. Á öllum íþróttasvæðum í borginni verður fólki heim- ilt að skokka, þegar félögin þurfa ekki að nota þau, og á vissum tímum verður baðað- staða í bækistöðvum félaganna opin fyrir almenning. — í liverjar framkvæmdir á sviði íþróttamálanna verður næst ráðizt á vegum borgar- innar? — Það eru þrír æfingavell- ir fyrir unglinga í Laugardaln- um, sem næstir eru á dagskrá. Þetta verða grasvellir og á að byrja á þeim í sumar. leggja þangað veg, en skíða- miðstöð þar mun kosta tugi milljóna og á því enn nokkuð langt í land. Þó verður við fyrsta tækifæri komið þar upp ódýrum mannvirkjum og fær- anlegum lyftum. í Bláfjöllum má að jafnaði stunda skíða- íþróttina einum mánuði leng- ur fram á vorið en gerist í Hveradölum. — Hvaða framkvæmdir eru á döfinni utan Reykjavíkur? — í Kópavogi er verið að hefja gerð íþróttavallar, sem Hús sitt að Tómasarhaga 31 teiknaði Gísli sjálíur árið 1951 og hlaut fyrir það verðlaun Fegrunarfélags Reykjavíkur. Undirbúningur undir vél- fryst skautasvell í dalnum er hafinn og framkvæmdir byrja í lok þessa árs. Það verður mannvirki upp á 20 milljónir í fyrsta áfanga, en gert er ráð fyrir að byggja yfir svellið í framtíðinni og reisa skauta- höll. Vélfrystum skautasvell- um mun svo verða komið upp úti í einstökum hverfum á næstu árum. í skíðamálum er helzt að nefna það, að borgin keypti skíðaskálann í Hveradölum fyrir nokkru. Þar eru tvær lyftur í notkun og aðsókn hef- ur verið gífurleg að þeim í vetur, þegar vel hefur viðrað fyrir skíðaferðir. Við vitum, að ein skíðamiðstöð er ekki nægileg og þar af leiðandi er gert ráð fyrir, að KR haldi áfram starfsemi sinni í Skála- felli, önnur íþróttafélög verða í nágrenni Kolviðarhóls og svo er framtíðin í Bláfjöllum. Það er mikið fagnaðarefni, að vegamálastjóri er að láta verður tilbúinn fyrir knatt- spyrnumenn í sumar. Hafn- firðingar vígðu nýlega mynd- arlegt íþróttahús og í Hvera- gerði og á Selfossi er í undir- búningi að reisa stór hús fyrir íþróttirnar, sömuleiðs á Akur- eyri. Þá standahéraðssambönd- in 27 talsins að ýmsum fram- kvæmdum ásamt sveitarstjórn- um víða um land. — Hvenær hófust afskipti þín af stjómmálum í höfuð- borginni? — Ég var fyrst í framboði á lista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum árið 1954 og var varamaður í borg- arstjórn í fjögur ár, en kjör- inn borgarfulltrúi 1958. — Þú hefur átt drjúgan þátt í meðferð skipulagsmála Reykjavíkur á þessum tíma. Hver hefur reynslan orðið af aðalskipulaginu á þeim árum, sem liðin eru frá samþykkt þess? — Aðalskipulagið, sem unn- ið var á árunum 1961-65 hefur FV 3 1972 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.