Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 21

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 21
Guðmundur H. Garðarsson og Markús Örn Antonsson, ritstjóri FV, í miðjum klíðum með við- talið, sem hér birtist. lands. Árið 1966 stofnaði starfs- fólk félagsins hlutafélagið Starfsmenn hf. en megintil- gangur þess er að vinna að því, að starfsfólk F.í. verði hluthafar í félaginu. Nú á starfsfólkið líka 12—13% af hlutafénu og hefur þessi þróun mála haft mjög góð áhrif. Þetta er fyrirtækjalýðræði í raun. Einnig má nefna Kristján Skagfjörð hf. Þar geta starfs- menn, sem unnið hafa ákveð'- inn árafjölda, eignast hlut í fyrirtækinu. Þetta er mjög til fyrirmyndar. Annað dæmi um samvinnu innan verzlunarinnar var stofn- un Verzlunarsparisjóðsins og síðar Verzlunarbankans. Sem heild stendur verzlunin að bankanum. FV: — Undirbúningur er hafinn að byggingu sameigin- legs húsnæðis bankans, lífeyr- issjóðs verzlunarmanna og V.R. ásamt skrifstofum fyrir sam- tök kaupmanna. Menn hafa líka nefnt sameiginlegt átak allra þessara aðila til að reisa hér stórmarkað. Hvað líður því máli? GG: — Það hefur verið far- ið fram á að fá lóð fyrir hús af þessu tagi í nýja miðbæn- um. Við höfum dæmi um þess háttar samstarf annars staðar. Samband byggingariðnaðar- manna hefur ásamt meistur- um og Félagi ísl. iðnrekenda byggt hús í Ingólfsstrætinu. Stjórn V.R. hefur fyrir sitt leyti samþykkt að taka þátt í könnun á því, hvort hagkvæmt sé að sameinast um þessa byggingu. Málið er enn í at- hugun og ákvörðun um það verður tekin á almennum fé- lagsfundi. FV: — Hvað ræður lífeyris- sjóður verzlunarmanna yfir miklu fjármagni núna? GG: — Sjóðurinn, sem er 16 ára, er orðinn rúmar 500 millj- ónir. Á árinu gerum við ráð fyrir að veita meir en 200 milljónir í lán. Að auki hefur lifeyrissjóðurinn keypt skulda- bréf Byggingarsjóðs ríkisins fyrir 17 milljónir. Lánin, sem sjóðurinn veitir, eru vegna íbúðakaupa sjóðsfélaga annars vegar og svo til atvinnuveg- anna, annað hvort beint til fyrirtækja eða til fjárfestingar- sjóða eða stofnlánasjóða, og að mjög takmörkuðu leyti með hlutabréfakaupum. FV: — Hvaða áhrif hefur þróunin í efnahagsmálum síð- ustu ára og nú að undanförnu haft á stöðu lífeyrissjóðanna? GG: — Ef litið er til reynslu hinna eldri sjóða eins og líf- eyrissjóðs opinberra starfs- manna, fer ekki á milli mála, að þeir hafa ekki getað stað- ið undir skuldbindingum sín- um, og er verðbólgunni þar um að kenna. Höfuðstóll sjóðanna og greiðslugeta hefur rýrnað með kauphækkunum og það hefur orðið að borga með líf- eyrissjóðunum. Þannig er á fjárlögum gert ráð fyrir tug- um milljóna til lífeyrissjóðs op- inberra starfsmanna. Inn í það dæmi kemur líka verðtrygg- ingin. FV: — Nú er það svo, að lífeyrissjóður verzlunarmanna veitir ekki verðtryggingu líf- eyris, þannig að hann helzt ó- breyttur í krónutölu þrátt fyr- ir verðbólgu og almennar kauphækkanir. Er þetta boð- legt? GG: — Persóulega finnst mér það koma fyllilega til at- hugunar, að hefja samræmdar aðgerðir lífeyrissjóðanna og hins almenna tryggingakerfis, þannig að þegar fólk kemst á ellilífeyrisaldur fái það greidd ákveðin eftirlaun með greiðslu annars vegar úr lífeyrissjóði og hins vegar úr trygginga- kerfinu, en greiðslur miðist við kaupgjald hjá viðkomandi stéttum, eins og það er á hverjum tíma. Með þessu ætti að vera hægt að komast hjá því misræmi sem verður, þeg- ar ein starfsstétt fær verð- tryggingu á lifeyri en önnur ekki. Tilfærsla milli sjóða er líka vandamál. Þeir eru misjafn- lega sterkir og flutningur úr einum sjóði í annan getur leitt til þess að réttur einstaklings- ins rýrni eða aukist. Þess vegna verður stundum vart tregðu hjá sterkari sjóðunum til að taka við félögum, sem hafa átt aðild að hinum veik- ari. FV: — Það er geysimikið fé, sem lífeyrissjóðurinn ræður yf- ir. Er líklegt, að ráðizt verði í FV 6-7 1972 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.