Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 42

Frjáls verslun - 01.07.1972, Síða 42
VIII BLAÐAUKI FV 6-7 1972 ísafjörður: ■ Hér er það vinnugleðin knýr mann áfram * — segir kaupmaðurinn á Isafirði — Það er áreiðanlegt, að enginn leggur út í langvarandi verzlunarrekstur á stað eins og á ísafirði, ef gróðasjónarmið er honum efst í huga. Hér er það vinnugleðin sem knýr mann áfram og ekkert annað, sagði tJIfar Ágústsson, eigandi verzlunarinnar Hamra.borgar á ísafirði í viðtali við FV. Úlfar tók við rekstri Hamra- borgar fyrir rúmum tveimur árum en hafði áður verið þátt- takandi í rekstri þriggja verzl- ana á vegum þessa sama fyrir- tækis. Kom í ljós, að grund- völlur var ekki fyrir svo um- fangsmikilli starfsemi og tóku þá Úlfar og félagi hans, sem unnið höfðu báðir að verzlun- inni, við fyrirtækinu. Hamra- borg er til húsa í Hafnarstræti 7 á ísafirði, og er hún ein af níu matvöruverzlunum á staðn- um. Kaupfélagið rekur þrjár verzlanir á ísafirði og í Hnífs- dal, en miðað við veltu mun Hamraborg koma næst á eft- ir kaupfélaginu. Og hvernig er svo að reka verzlun á ísafirði? — Þetta er eilíft púl, svar- ar Úlfar. Þó að verzlunarrekst- urinn hjá okkur gangi betur þessa stundina en áður getur verzlunin tæpast borið allan þann kostnað, sem hún verður að standa undir. Konan mín og sonur vinna mikið í búð- inni með mér og það er oft ærið langur vinnudagur hjá fjölskyldunni. Ég geri ráð fyr- ir, að minn vinnutími sé um 80 stundir á viku, konan mín vinnur um 30 tíma og sonur- inn 20, en það er ekki um það að ræða, að við höfum venju- legt tímakaup upp úr þessu. Við erum í allt annarri að- stöðu en kaupmaðurinn syðra. Hér leggjast um 20% á vör- una í flutningskostnáð og því er svo háttað, að ef við kaup- menn flytjum vöruna beint frá heildsala i Reykjavík er okk- ur óheimil álagning á inn- kaupsverð ásamt flutnings- kostnaði heldur bætist hann aðeins einfaldur við. Ef heild- verzlun á ísafirði kaupir hins vegar inn vörur að sunnan er álagningin reiknuð á samanlagt innkauDSverð og flutnings- kostnað. Úlfar Ágústsson. Hér á ísafirði verðum við líka að hafa tvöfaldan vöru- lager á við það, sem tíðkast í Reykjavík. Astæðan er sú, að aldrei er hægt að treysta því, að vörurnar berist okkur reglulega að sunnan. Ríkisskip á að halda uppi reglulegri á- ætlun hingað þannig að skipin komi á tíu daga fresti en áætl- unin stenzt sjaldnast og líða oft tvær vikur ef ekki meira milli ferða. Viðkvæma vöru, eips og kjöt og unnar kjötvör- ur t.d. er ekki hægt að flytja með skipunum, því að oftast verður að panta flutninginn sem með viku fyrirvara og koma honum til geymslu hjá Ríkis- skipi í Reykjavík. Þess vegna flytjum við viðkvæmustu teg- undir matvöru í flugvél, en sá böggull fylgir skammrifi að í flugfragtinni er verðið á hvert kíló kr. 8.50 en verðlagsyfir- völd viðurkenna ekki nema 4 krónur í flutning á hvert kíló. Mismuninn, kr. 4.50, verðum við þess vegna að taka af á- lagningunni sem okkur er ætl- uð. Hvað um opnunartímann á Ísaíirði? Verzlanir eru lokaðar á mánudagsmorgnum, opnar 9— 6 aðra daga nema laugardaga en þá er opið fyrir hádegi. Líkur eru til að þetta breytist um áramót og verzlanir á ísa- firði verði þá lokaðar á laug- ardögum. — Ég tel upp á, að það sé ó- hjákvæmilegt að rjúfa tengslin milli samningsbundins vinnu- tíma verzlunarfólks og opnun- artíma sölubúða. Það er frá- leitt að hafa lokað tvo heila daga í viku í útgerðarbæ eins og ísafirði. Verzlunin, hvar sem hún er rekin, er þjónusta við fólk og það er ekki hægt að skella í lás á það á hinum ólíklegustu tímum. Ég hef op- ið hjá mér í Hamraborg alla sunnudagsmorgna og afgreiði þá sjálfur. Það hefur sýnt sig, að sú þjónusta er bráðnauðsyn- leg konunum, sem vinna í fisk- vinnslunni. Þær eru í ákvæð- isvinnu en bregða sér heim í matartíma og nota hann til að elda ofan í heimilisfólkið. Kaffitímann hafa þær svo not- að til að verzla. Það kemur sér þess vegna greinilega vel, þegar Hamraborg er opin á sunnudögum og aldrei sé ég jafn þakkláta viðskiptavini. Það er ánægjulegt að geta veitt slíka þjónustu, sagði Úlf- ar að lokum.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.