Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 15

Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 15
tJtsýn efnir til Afríkuferðar Fyrsta hópferð Islendinga á þessar slóðir Ferðaskrifstofan Útsýn efnir til hópferðar til Fílabeins- strandarinnar þann 11. janúar nk. Er þetta fyrsta hópferð ís- lendinga á þessar slóðir. Verð- ur flogið til Kaupmannahafn- ar með Flugfélagi íslands og gist þar. Næsta dag er flogið með SAS, til Abidjan, höfuð- borgar Fílabeinsstrandarinnar. Mun hópurinn dveljast næstu 15 daga í Abidjan og á heim- leiðinni geta farþegar stanzað í Kaupmannahöfn, London eða annars staðar í Evrópu. Abidjan, stendur við sjóinn, en í nágrenni hennar eru feg- urstu baðstrendur með hvítum sandi og pálmagróðri. íbúar borgarinnar eru um 500 þús- und, þar af allmargt Evrópu- búa. Franskra áhrifa gætir mjög í borginni, sem prýdd er fögrum görðum og mörgum nýtízkubyggingum og er oft kölluð „París Afríku“. Þátt- takendur í ferðinni munu búa á Hotel Ivoire, sem er glæsi- legt nýtízkuhótel í eigu hótel- hringsins Intercontinental. Það rúmar 1500 dvalargesti og er líkast borg út af fyrir sig með 7 veitingasali, spilabanka, næt- urklúbb, fullkomna aðstöðu til íþrótta og heilsuræktar, svo sem stóra sundlaug í garði með hitabeltisgróðri, íþrótta- sal með æfingatækjum, keilu- spil, tennis, útbúnað til sigi- inga, sjóskíðaiðkana, köfunar og meira að segja skautaiðk- ana í stórri skautahöll, að ógleymdu gufubaði og nuddi. í hótelinu eru auk þess snyrti- stofur, banki, fjöldi verzlana og stórt kvikmyndahús. I borg- inni er fjöldi skemmtistaða, og efnt verður til ferða frá Abidjan til að kynnast nátt- úrufari landsins og lifnaðar- háttum innfæddra. Fílabeinsströndin er rösk- lega þrisvar sinnum stærri en ísland, eða 3322 þúsund fer- kílómetrar og íbúarnir um 4 milljónir. Það er í hitabeltinu lega þess milli 5. og 10. gráðu norðan miðbaugs og liggur að Guineuflóanum. sem skerst inn í vesturströnd Afríku, vaxið hitabeltisfrumskógum, kókos- pálmum og litríku blómskrúði Árið skiptist í regntíð og þurrktíð, og varir þurrktima- bilið frá desember fram í apríl. Landið var fyrst undir yfirráð- um Portúgala og síðar Frakka, en öðlaðist sjálfstæði með lýð- veldisstjórn árið 1960. Frönsk áhrif eru áberandi og franska aðaltungumálið, þótt enska sé einnig allútbreidd í höfuðborg- inni Abidjan. Fílabeinsströnd- in er talið eitt auðugasta ríki Afríku, enda hefur landið búið við stöðugt stjórnarfar og frið- ur ríkt þar um langt skeið. Hitastig á Fílabeinsströnd- inni er nokkuð jafnt árið um kring, meðalhiti 25—27,5° C og loftslag ákaflega gott um þurrkatímann með sólskin dag hvern. Fjöldi staða veitir mönnum dcegrastyttingu — og jafnvel ágóða- von. Hótel Ivoire, nýtízkulegt hótel, sem rúmar 1500 dvalargesti. FV 11 1972 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.