Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 43
efnum. Þannig fer stofnunin fram úr fjárhagsáætluninni og fær jafnvel aukið fé á fjárlög- um næsta árs. Þessi aðferð, að safna að sér starfsfólki og verkefnum á feitu árunum tryggir niðurskurður- inn að tiltölulega minni en ella hefði orðið. NIÐURLAG Kenningar þær um skrif- stofuveldið, sem hér hafa ver- ið raktar lítillega, eiga það sam- eiginlegt að benda á vanda- mál, sem eru samfara stór- rekstri, iþar sem stór hluti starfsmanna getur fjarlægzt svo hin raunverulegu verkefni, að þeir líta á það sem starf sitt að framfylgja einhverjum ósveigj- anlegum reglugerðum og prótó- kólum. Stórreksturinn hefur þó sýnt, að hann býður upp á svo mikla hagkvæmni, að þróunin mun á flestum sviðum óhjákvæmilega færast í þá átt að stofnanir og fyrirtæki renni saman og sam- vinna á milli þeirra aukist. í stað þess að berjast gegn þeirri þróun, verður það hlut- verk stjórnenda að leysa þau skipulagsvandamál, sem alltaf verða samfara stórrekstri, og finna aðferðir til að mæla raun- verulegan árangur og gæta þess að starfsmannafjöldi sé í samræmi við hann. Lög og réttur UM FYRNINGAR Fyrning er það, er réttindi falla niður eða missa réttar- vernd sína að meira eða minna leyti fyrir það, að þeirra er eigi neytt í tiltekinn tíma og ekki gerðar aðrar ráðstaf- anir um þau, sem að lögum geta varnað því, að þau fyrn- ist. Fyrningar réttinda gætir á ýmsum sviðum réttarins, en þó hvergi meira en þegar um kröfuréttindi er að ræða. Það verður því aðallega rætt um fyrningu kröfuréttinda í því, sem hér fer á eftir. Áberandi er í viðskiptalífinu, að margir gera sér ekki grein fyrir af- leiðingum fyrningar og það er því ekki úr vegi á vettvangi sem þessum að fjalla lítillega um þær. Ýmsar ástæður liggja til þess, að kröfur eru látnar fyrngst og koma þar bæði til greina hagsmunir aðilanna sjálfra og hagsmunir annarra, þar á meðal almannavaldsins. Þegar málssókn ris út af at- burðum, sem langt er liðið frá því að áttu sér stað, verður eðlilega oft örðugt um sannan- ir og venjulega því örðugra, sem málsatvikin eru eldri. Orð- ugleikar þessir geta komið nið- ur á hvorum aðilanum sem er. vera má, að kröfuhafi fái kröfu sína ekki tekna til greina, enda þótt hún sé lög- mæt, vegna þess að hann get- ur ekki fært sannanir að henni sakir þess hve langt er liðið, síðan hún varð til. Það er því kröfuhafanum að því leyti til hagsbóta, er hann á fyrning- una yfir höfði sér, að fyrning- in sem yfir vofir, hvetur hann til þess að leita réttar síns fyrr en hann myndi ef til vill gera ella og forðar honum þannig frá sannanaskortinum, auk þess sem það er almennt skyn- samleg ráðstöfun af kröfuhaf- ans hálfu að fá kröfu sína heldur greidda fyrr en seinna. Hitt myndi þó oftar eiga sér stað, að sannanaskorturinn komi skuldaranum að baga. Það myndi oftar vera, að hann hafi tapað sönnunargögnum sínum fyrir því, að krafan væri fallin niður, en kröfuhafinn sönnunargögnum fyrir því að hún hefði orðið til. Sönnunar- skorturinn gæti þá leitt til þess, að skuldarinn yrði dæmd- ur til þess að greiða kröfu, sem þegar væri greidd eða fallin niður með öðrum hætti. Gegn þessu veita fyrningar- reglurnar skuldaranum vernd og þær spara honum þá fyrir- höfn að geyma von úr viti kvittanir eða önnur sönnunar- gögn fyrir því, að skuldbind- ingar, sem á honum hafa hvílt, séu niður fallnar og nýtur við- skiptalífið í heild góðs af því. KOMI HART NIÐUR Á SKULDARANUM. Gamlar kröfur geta oft kom- ið hart niður á skuldaranum. Hafi liröfuhafi ekki í langan tíma haldið rétti sínum fram, hefur það ef til vill haft í för með sér, að skuldarinn hefur gleymt kröfunni eða er hættur að búast við því að þurfa að svara til hennar og hefur sjálf- ur hagað fjárráðstöfunum sín- um eftir því og aðrir menn ef til vill tekið tillit til þessa i viðskiptum sínum við hann. Þegar þannig stendur á, get- ur verið sérstaklega bagalegt fyrir skuldarann að þurfa nú að greiða kröfuna og það að kröfunni er nú haldið fram, getur einnig orðið til tjóns fyr- ir þriðja mann. Þetta myndi oftast verða miklu tilfinnan- legra fyrir skuldarann en það er fyrir kröfuhafann að missa endanlega kröfu, sem hann hefur um langan tíma ekki hirt að krefja inn og telur kannski ekki lengur til eigna sinna. Þá má einnig oft telja það vanrækslu af hálfu kröfu- hafans, að hann lét það drag- ast óhæfilegá lengi að inn- heimta kröfuna og þá eðlilegt að sú vanræksla geti haft á- hrif á rétt hans, enda myndi þessi dráttur stundum stafa af því, að réttur hans hefði verið frá upphafi enginn eða vafa- samur. Auk þess sem nú hefur verið talið, má ennfremur benda á, að það er ekki ein- ungis hagfellt aðila sjálfum, að skuldbindingum þeirra sé lok- ið sem fyrst, heldur er það hollt fyrir viðskiptalífið í heild, að þessa sé gætt. Fyrning kröfuréttinda er mönnum hvöt til þessa og með því stuðlar fyrningin að almannahagsmun- FV 11 1972 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.