Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 55

Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 55
Verzlun milli Norðurlandanna árið 1969. Fob-verðmœti útflutn- ings í milljónum dollara. setningu tollalækkunaráfanga, landbúnaðarmálum og fjár- mögnunarfynirkomulagi, eink- um, hvað ætti að ske að 5—10 árum liðnum. En Hilmar Bauns- gaard, þáverandi forsætisráð- herra Dana, lagði sína pólitísku framtíð að veði, þegar hann staðhæfði, að alrangt væri, að NORDEK væri Þrándur í Götu á leið til EBE, heldur gæti þvert á móti orðið mjög gagn- legt. En allt kom fyrir ekki. í þriðju atrennu lágu Finnar eft- ir í svartholunum, og eru Rúss- ar grunaðir um að hafa tjóðrað þá. Reyndar er furðulegt að vera með Finnum á fundum, þegar ganga á frá ályktunum, því að þeir verða að þýða text- ann í huganum yfir á bæði finnsku og rússnesku, áður en unnt er að samþykkja hann. NOKRÆNT SAMSTARF Á vegum Norðurlandaráðs er starfandi sérstök ráðherra- nefnd og fjöldi fastanefnda í einstökum málaflokkum. Aulc ýmissa stofnana á sviði menn- ingarmála, má nefna NORDEL, eða samstarf á sviði orkumála, NORDFORSK, sem er sameig- inlegur vettvangur vísinda og tækni, og nýstofnaðan Tækni- og iðnþróunarsjóð Norðurlanda. Komið hefur til tals að korna á fót NORDTEST, sem tæki til sameiginlegra prófana og rann- sóknaraðferða, og ýmislegt fleira er á döfinni. Eðlilegt og sjálfsagt virðist, að samstaríi af þessu tagi sé haldið áfram og það fært út til fleiri sviða. Norðurlönd eiga margt sam- eiginlegt frá fornu fari (þótt Finnar séu hér að ýmsu leyti undantekning) og eru í mörgu komin lengra í samhæfingu en EBE. Má þar nefna ýmis menningarmál og löggjöf. FRAMTÍÐIN. Varla er unnt að skilja svo við efnið, að eitthvað sé ekki sagt um hugsanlegt efnahags- samstarf Norðurlanda í fram- tíðinni. Það verður vitaskuld erfiðar fyrir Dani að móta norræna efnahagssamvinnu en áður. Sví- ar og Norðmenn munu senni- lega leggja meira upp úr henni en áður og Finnar og íslend- ingar taka þátt í henni eftir efnum og ástæðum. VALDINU DREIFT í EBE? Per Kleppe, fyrrv. viðskipta- ráðherra Noregs, taldi í bók, sem hann skrifaði um viðhorf Norðurlandaþjóðanna til efna- hagsbandalaga, áður en þjóð- aratkvæðagreiðslurnar voru í Noregi og Danmörku, að al- gjör miðstýring innan EBE gæti orðið of þung í vöfum og farið yrði að dreifa valdinu til einstakra landssvæða. Þannig gæti það orðið hagsmunamál bandalagsins í framtíðinni, að víðtækt samstarf tækist milli Norðurlandanna, sem hluta af EBE. Hvað, sem um þennan fram- tíðardraum má segja, er það staðreynd, að velmegun hinna tiltölulega fámennu þjóða á Norðurlöndum á að miklu leyti rót sína að rekja til mikilla utanríkisviðskipta, möguleika þeirra og dugnaðar við að not- færa sér kosti hinnar alþjóð- .legu verkaskiptingar. Þess vegna væri það kaldhæðni ör- laganna, ef þau spyrntu fast fæti við frjálsari viðskiptum milli landa, þótt hins vegar ótti þeirra við risana í Evrópu sé skiljanlegur. Eins og áður er sagt, geta Norðurlönd aldrei orðið sjálfnóg efnahagsheild. Þetta sést bezt, ef litið er á fisk- og iðnaðarvöruútflutning ís- lendinga, trjávöruútflutning Norðmanna og Finna, málm- iðnað Svía og landbúnað Dana. FV 11 1972 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.