Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Síða 37

Frjáls verslun - 01.12.1972, Síða 37
fyrir rekstri þeirra væri, að þær væru nógu stórar og byðu upp á nægilega fjölbreytni. Það væri greinilega þróunin erlend- is, og farið væri að örla á henni hér. Bókasala, sérstaklega á ís- lenzkum bókum, dróst nokkuð saman með tilkomu sjónvarps- ins, og sagði Baldvin að hún væri hvergi nærri búin að ná sér aftur og því væri íslenzk bókaútgáfa í nokkrum vanda stödd. Væri því ekki úr vegi að fella niður söluskatt á bók- um, eins og gert er t.d. í Nor- egi, og Bretar eru nú að gera. Hins vegar mun sala í ýms- um erlendum bókmenntum heldur hafa aukizt, jafnvel 1 tengslum við sjónvarpið. Um áform á næstunni má nefna, að endurskipulagning á hús- næði verzlunarinnar, einkum anddyris, er fyrirhuguð á næsta ári. Að lokum vildi Baldvin þakka öllum viðskiptavinum verzlunarinnar fyrir viðskipt- in í 100 ár! Vænti hann þess, að verzlunin mætti áfram halda uppi því merki er Sigfús Eymundsson setti hátt fyrir 100 árum, þegar Reykjavík var smáþorp. Jón Loftsson opnar vöruhús „Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt,“ eru eink- unnarorð vöruhúss Jóns Lofts- sonar h.f. við Hringbraut 121, sem nýlega var opnað í tilefni 30 ára afmælis hlutafélagsins. Hús þetta mun tvímælalaust vera eitthvert fullkomnasta vöruhús í byggingariðnaði hér- endis. Húsið skiptist í fjölda mundssonar, ein stærsta og deilda eftir vörutegundum. Byggingavörukjördeild, þar sem smærri byggingavörur og verkfæri eru á boðstólum. Byggingavörudeild, þar sem grófari byggingavörur eru. Má þar nefna milliveggjaplötur, mátstein úr Seyðishólarauða- möl, vikurplötur, garðhellur o. fl. Þar eru einnig veittar upp- lýsingar um máthellu- og mát- steinshús. Timburdeild er á annarri hæð yfir byggingavörudeild, þar sem hægt er að fá hvers konar harðvið og þilplötur, og á hæðinni fyrir ofan er spónn og panill, og sér fyrirtækið um uppsetningu ef óskað er. Þá er komið að húsgagnaum- setningunni, sem er einhver sú mesta hér á landi í einni verzl- un. Á þriðju hæð eru eldhús- og borðstofuhúsgögn í fjölbreyttu úrvali, ásamt tilheyrandi skrauti og ljósum. Þar eru einn- ig ski'ifstofuhúsgögn. Stofuhúsgögn, svo sem sófa- sett, sófaborð, veggskápar o.fl. eru á fjórðu hæð. Þar er úrval inn- og erlendra húsgagna. Til- heyrandi ljósaútbúnaður er þar einnig. Svefnherbergishúsgögn eru svo á fimmtu hæð. Þar eru á 700 fermetra gólffleti hvers konar svefnherbergishúsgögn og tilheyrandi ljósabúnaður. Einnig er þar nokkuð úrval af sængurfatnaði. Auk þessara deilda eru hreinlætistækjadeild, þar sem lituð og ólituð baðsett eru m.a. fáanleg ásamt vegg- og gólf- Frá húsgagnadeild Jóns Loftssonar hf. flísum í stíl, og tilheyrandi blöndunartækjum. Gólfteppadeild, sem býður upp á gólfteppi frá öllum helztu gólfteppaframleiðendum, innlendum og erlendum. Og rafdeild með viðurkennd heim- ilistæki af þekktum gerðum. í deldinni eru einnig hljómflutn- ingstæki frá mörgum framleið- endum, dýr og ódýr. Bíladeild verður á fyrstu hæð, þar sem Chrysler bílar verða til sýnis og sölu, og loks má geta þess að eftir áramótin verðuropnuð kaffitería og veit- ingasalur í húsinu, og verður þaðan gott útsýni. Veitingastað þessum hefur verið valið nafn- ið Hringborg. Fyrirtækið býður upp á greiðsluskilmála á öllum vörum sínum, mismunandi eftir magni og greiðslutíma. Fyrirtækið Jón Loftsson h.f. er 30 ára um þessar mundir, sem fyrr segir. Jón Loftsson, stofnandi þess, hafði rekið verzlun og útgerð og síldarsölt- un í yfir 20 ár í eigin nafni, svo fyrirtæki undir þessu nafni hefur verið rekið i 50 ár. Jón Loftsson h.f. verzlaði strax í upphafi með byggingavörur, enda var draumur Jóns heit- ins að koma upp alhliða vöru- húsi í þeirri mynd, sem nú er orðin að veruleika. Eftir að hlutafélagið hafði verið stofnað, réðst Jón í mikl- ar byggingaframkvæmdir við Hringbraut 121, og hafa bygg- ingar þar stöðugt verið að auk- ast síðan og er gólfflötur fyr- irtækisins nú um 10 þúsund fermetrar. í tilefni af þessum miklu tímamótum í sögu fyrirtækis- ins, ræddi blaðið við Loft Jónsson núverandi forstjóra, og sagði hann m.a. að það væri trú sín að fyrirtæki sem þetta, gæti gengið vel, þar sem þróun- in erlendis væri í þessa átt, og reyndar væri farið að bera á henni hér í öðrum verzlunar- greinum. Um verkefni framtíðarinnar, sagði Loftur að á næstunni yrði fyrst og fremst unnið að því að fullkomna þetta vöruhús, auka vöruúrval og fleira, en fram í tímann vildi hann ekki spá, fyrr en að fenginni reynslu. FV 12 1972 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.