Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 35

Frjáls verslun - 01.04.1973, Side 35
starfsemi vestan hafs eins og t. d. írar, Hollendingar og Austur- ríkismenn, svo dæmi séu nefnd. Ingunn sagði greinilegt, að Norðurlöndin hefðu almennt gott orð á sér í Bandaríkjunum, og ætti það sérstaklega við um ísland. Af þeim athugunum, sem Ingunn gerir á umsögnum fjölmiðla um land og þjóð, sem mikið hefur verið um upp á síð- kastið, má ráða að um 97 % er mjög jákvætt og eitt það versta, sem hún hefur enn rekizt á í frásögnum Bandaríkjamanna af íslandi, eru miður fögur um- mæli rithöfundar um íslenzka skyrið, sem hann ræður öllum útendingum frá að bragða á. Einnig hefði frægur sjónvarps- maður sagt í fyrrasumar, þegar skákeinvígið var að hefjast, að „vikudvöl á íslandi væri nægi- leg refsing fyrir Bobby Fisch- er.“ Enginn frekari rökstuðning- ur fylgdi. Ingunn sagði, að um- mælunum hefði verið mótmælt við viðkomandi sjónvarpsstöð, en þaðan hefði ekkert svar bor- izt. MARGÞÆTT STARF. Starf Ingunnar er fóigið í að svara bréfum, senda út upplýs- ingarit og koma fram á fundum og samkomum og flytja þar fyr- irlestra um íslenzk málefni. Að meðaltali sagðist Ingunn svara 15 fyrirspurnum bréflega dag hvern á mesta annatíma, sem er tímabilið janúar til maí. Auk þess sér sameiginlega skrifstof- an um bréfaskriftir vegna upp- lýsinga um Norðurlöndin al- mennt. Fyrirspurnirnar, sem nú berast, snúast aðallega um ferðalög árið 1974, og er greini- legt, að margir fara til íslands ár eftir ár. Það á einkanlega við um þátttakendur í hálendisferð- um. Fimm eða sex sinnum á ári sendir íslenzka skrifstofan út upplýsingar til blaða og ferða- skrifstofa víðs vegar um Banda- ríkin, samtals um 4000 aðila. Þá senda Norðurlandskrifstofurnar sameiginlega frá sér fréttabréf mánaðarlega. Greinilegt er, að Bandaríkja- menn, sem hafa heimsótt ísland, hafa tekið ástfóstri við landið. Þetta kemur meðal annars fram í fjölda tilboða, sem borizt hafa að undanförnu til íslenzku skrif- stofunnar um framlög í Vest- mannaeyjasöfnunina. Ingunn sagði, að þessi persónubundnu kynni væru áhrifaríkust í ís- landskynningu þó að almenn upplýsingaþjónusta væri líka nauðsynleg. í því sambandi má geta þess, að mjög þekkt kynn- ingarfyrirtæki vestan hafs, Thomas J. Deegan Inc. hefur gert íslenzkum yfirvöldum til- boð um að taka að sér íslands- kynningu á breiðum grundvelli í Bandaríkjunum fyrir 18.000 Bandaríkjadali á ári. Slík kynn- ing myndi ná til málefna eins og landhelgismálsins. NÝTT HÚSNÆÐI. Um þessar mundir eru uppi áform um að flytja Norðurlanda- skrifstofurnar í nýtt húsnæði, sem er í byggingu við Park Avenue í New York. Er að því unnið að ná samstöðu sem flestra Norðurlandafyrirtækja og opinberra skrifstofa um að flytjast þangað. Hefur það mál verið kannað við íslenzku ræðis- mannsskrifstofuna og fyrirtæk- ið Icelandic Imports. Þá vinna Norðurlöndin um þessar mundir að gerð nýrrar kynningarkvikmyndar, sem á að verða 28 mínútna löng og fjalla um vetrarferðir til Norðurland- anna. Öll eiga þau við sama vandamálið að stríða, sem sé, að gistirými er ekki fyrir hendi til að taka á móti fleiri erlendum gestum að sumarlagi. Ingunn sagði, að starfið í New York væri mjög áhugavert þó að fyrirspurnirnar sem bærust væru mismikilvægar. Nefndi Ingunn sem dæmi, að kona nokkur, er til íslands ætlaði, hefði hringt sérstaklega til skrifstofunnar til að spyrjast fyrir um það, hvar hún gæti þvegið hár sitt á íslandi. Og öll- um slíkum spurningum og öðr- um alvarlegri er svarað eftir beztu getu og skynsemi á ís- lenzku ferðaskrifstofunni í New York. PEUCEOT bíllinn sem þér getió treyst HAFRAFELL GRETTISGÖTU 21 SÍMI 2 3511 FV 4 1973 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.