Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 27
1 Wasoljne to Sears a ten-gallon limit per customer h necessarv to be i fair to all our customers \\?e apologis«.'of iocoBveBi«« f.rtfíp ■ " '*« ui| * WmMmmm Þegar hefur verið brugðið á það ráð að skammta bílabenzín í Bandaríkjunum, þegar skortur er mestur. ir bandarísk olíufélög, að flytja inn 50% af heildarolíuþörí þjóðarinnar. Ef mikill skortur verður á kolum þar í landi, þá þarf að auka olíuinnflutning- inn enn meira. Sérstök stjórnskipuð nefnd í Washington kannaði ástandið í þessum efnum fyrir tveimur árum og komst þá m. a. að raun um það, að olíuþörfin ár- ið 1980 yrði um 19 miljónir olíufata á dag, en þróunin hef- ur verið svo ör, að þessi út- reikningur stenzt ekki lengur og verður þessu marki náð ár- ið 1975. í skýrslu nefndarinnar segir einnig, að 10% af olíunni komi frá Miðausturlöndum ár- ið 1980, en í dag hefur inn- flutningurinn frá þessum heimshluta þegar komizt fram yfir umrædd 10%. Ástandið í Vestur-Evrópu og- Japan. Olía er undirstöðuatriði í iðn- framleiðslu Vestur-Evrópu og Japan. Efnahagsþróun þessara aðila verður sennilega ekki eins ör á árunum 1970-80, eins og hún var 1960-70, en engu að síður á eldsneytiseftirspurnin eftir að margfaldast. Búizt er við, að olíuþörf Vestur-Evrópu- ríkja eigi eftir að tvöfaldast á þessum áratug, eða úr 12 milj- ónum olíufata á dag árið 1970, í 24 miljónir árið 1980. Aukn- ingin í Japan verður enn meiri, eða fer líklega úr 3,8 miljónum á dag árið 1970, í 10 miljónir á dag árið 1980. Ástandið álíka slæmt í USA og í Evrópu og Japan. Ofangreindar tölur um elds- neytisþörf í þessum heimshlut- um, benda til þess, að ástandið sé álíka alvarlegt í þeim öllum. Eini munurinn kann að vera sá, að í Vestur-Evrópu og Jap- an er lítið hægt að gera til þess að draga úr eldsneytis- skortinum. Það er nauðsynlegt fyrir t. d. Vestur-Evrópu, að tryggja vaxandi olíukaup frá framleiðsluþjóðunum um ó- komin ár. Vestur-Evrópuríkin hafa þegar gert sér grein fyrir þessu og gera nú ráðstafanir í þessa átt. Það er einnig mikið vandamál, hve lítið olíumagn finnst í jörðu innan Vestur- Evrópu. Segja má, að útlitið hafi batnað lítið eitt, eftir að gas- og olíulindir fundust í Norðursjó, undan strönd Nor- egs og Bretlands. Undirbún- ingur undir vinnslu á þessum slóðum er í fullum gangi og leitað er að nýjum auðlindum undan ströndum annarra ríkja álfunnar. Ein milljón olíufata á dag í Norðursjó 1975. Sérfræðingar telja sennilegt, að árið 1975 verði olíufram- leiðslan á Norðursjávarsvæðinu komin í 1 miljón olíufata á dag, og ef til vill í 3 miljónir árið 1980. Þetta eru góð tíð- indi, en magnið er aðeins brot af þörf nærliggjandi ríkja. Á sama tíma eru Japanir nokkuð verr settir, og þurfa að flytja inn næstum alla þá olíu, sem þeir nota. Engin breyting verð- ur í þessum efnum í Japan á næsta áratug. Stjórnmálalegar afleiðingar fylgja í kjölfarið. Þetta leiðir til þess, að allur hinn vestræni heimur þarf meira og meira að leita á náð- ir olíuframleiðsluríkjanna á komandi árum, til þess að leysa eigin efnahags- og framleiðslu- vandamál. Af þessum sökum reyna viðkomandi aðilar að finna nýjar auðlindir á Norður- heimskautinu, undan strönd Asíu og Afríku, og í ríkjum Suður-Ameríku. Engu að síður kemur megnið af allri olíu á komandi árum frá hinum olíu- auðugu ríkjum Miðausturlanda. Þriðjungur olíuforða heimsins er sagður vera í Miðausturlönd- um, eða magn, sem áætlað er vera um 400 milljarðar olíu- fata. í Saudi Arabíu er þrisvar til fjórum sinnum meira olíu- magn, en í öllum ríkjum Vest- urveldanna samanlagt. Banda- ríkjamenn hafa hingað til keypt lítið af eldsneyti í Mið- austurlöndum, en nú er svo komið, að þeir verða að fara að dæmi Evrópumanna og Jap- ana og kaupa olíu þaðan í vax- andi mæli. Þetta skapar mjög miklar stjórnmálalegar afleið- ingar fyrir alla aðila. Miðaust- urlönd fá í auknum mæli hærra verð fyrir olíuna, sem styrkir þau fjárhagslega. Þetta leiðir til þess, að þau geta verzlað meira við umrædd ríki en nú og auk þess safnað miklum gjaldeyrisvarasjóðum, sem kann að hafa veruleg áhrif á alþjóðleg gjaldeyrisviðskipti, eins og þegar hefur sýnt sig. Ríkisstjórnir Miðausturlanda geta hæglega haft áhrif á utan- ríkisstefnu viðkomandi við- skiptaríkja, eins og t. d. í deilu- málum Araba og Israelsmanna. Þegar hefur Kaddafi, leiðtogi Líbíumanna, reynt að notfæra sér olíuauð þjóðarinnar í þess- um tilgangi, með nokkrum ár- angri. Samtök olíuframleiðsluþjóða OPEC. Olíuframleiðsluþjóðir hafa myndað með sér alþjóðleg sam- FV 5 1973 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.