Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 35
Guðmundur Jónasson hefur ruðzt í gegnum margan snjóskaflinn á farartækjum sínum. Hér er hann á ferð á fyrsta bílnum sínuni H-3. okkur sæti inn á skrifstofu létum við spurningarnar rigna yfir Guðmund. Var víða komið við og einkar áberandi er, hvað Guðmundur hefur góða hæfi- leika til frásagnar og hve mörgum hann hefur kynnzt á lífsleiðinni. Er greinilegt að Guðmundur er ættfróður maður. Verður þeirri hlið á honum ekki gerð sérstök skil hér nema hvað við vildum að sjálfsögðu fræðast um uppruna hans sjálfs og lífsferil. — Ættir mínar á ég að rekja norður í Húnavatnssýslu, sagði Guðmundur. Ég er fæddur árið 1909 á Sauðadalsá á Vatnsnesi en foreldar mínir voru Jónas Jónsson frá Hlíð á Vatnsnesi og Guðrún Jóns- dóttir frá Dalkoti. Hún var af Hindisvíkurættinni. Nú, það má segja að maður hafi verið vinnuþræll allt frá blautu barnsbeini og þegar ég fermdist var ég svo smávax- inn. að ég hefði getað staðið inni í stelpunum, sem fermd- ust með mér! Ég var elztur af fjórum systkinum og þurfti að leggja hart að mér og fór ekki að stækka fyrr en ég var um tvítugt og náði nú aldrei veru- legri hæð! Faðir minn var mikið að heiman og sá mamma um búið á meðan. Hann vann við smíðar og byggði meðal annars Reykja- skóla í Hrútafirði. — Hvenær sástu fyrst bíl og hvenær fórstu sjálfur að keyra? — Bíl sá ég fyrst fyrir norð- an, órið 1925, að mig minnir. Ég fékk strax logandi áhuga á þessu fyrirbæri en hafði áður orðið mér úti um reiðhjól, sem ég keypti sundurbrotið og gerði upp. Þegar ég var tvítugur fór ég síðan að læra á bíl hjá Ágústi Guðmundssyni, járn- smið á Hvammstanga. Þá var útgáfa ökuskírteinis miðuð við tvítugt en kennslan var að vísu ekki upp á marga fiska. Það var hlaup í stýrinu á bílnum og mátti maður þakka fyrir að komast lifandi frá náminu, en til þess að ég öðl- aðist réttindin ókum við til Blönduóss, þar var ég látinn snúa við og bakka í hálfrökkri, svo að við vorum næstum komnir ofan í skurð, enda bíll- inn ijóslaus. Af því búnu var farið heim með ökuskírteini nr. 18 í umdæminu. Ári seinna fór ég að hafa atvinnu af akstri. Þá hafði ég keypt Ford-vörubíl, sem kom óyfirbyggður og án vörupalls með skipi til Hvammstanga. Hann var gerður ökufær þar, fékk skrásetningarmerkið HU-3 og var ég viðloðandi nyrðra til ársins 1934 og keyrði mikið fyrir bændurna á bæjunum, nokkuð við vegagerð, en fór svo til Reykjavíkur á veturna. Var ég t. d. í því að keyra salt suður til Sandgerðis og fisk lil baka veturinn 1930-1931 fyrir Loft Loftsson, útgerðarmann. Það má til gamans geta þess, að fyrsti bíllinn minn kostaði 3000 krónur, en sá næsti, sem ég ksvpti árið 1934, kostaði 4200 krónur. Á hann var sett 12 manna boddi. Svona til sam- anburðar á verðgildi pening- anna má geta þess, að ég var í dag að kaupa nýja „head- pakkningu" í einn af stóru bíl- unum mínum og hún kostaði 4500 krónur. — Voru bílferðir milli Reykjavíkur og Norðurlands orðnar tíðar um það leyti, sem þú byrjaðir akstur? — Það munu þá hafa verið fimm eða sex bílar á Hvamms- tanga, og ferðir til Reykjavík- ur voru nokkuð algengar. Mig minnir að það hafi ver- ið Jón Þorsteinsson í Borgar- nesi, sem fyrstur kom akandi norður yfir Holtavörðuheiði, sennilega árið 1917, og fór þá til Blönduóss. Annars var ferð- um frá Reykjavík svo háttað, að menn sigldu fyrst upp í Borgarnes og þaðan var ekið norður. Var það 14 tíma ferð. Um haustið 1930, þegar ég fór fyrstu ferðir mínar suður, var ekið suður í Hvalíjörð um Hálsana. Ferja flutti fólk yfir fjörðinn, því að vegur var þá ekki kominn fyrir hann. Þetta sama ár ók Jón Þorbjörnsson, járnsmiður, fyrstur fyrir Hval- fjarðarbotn og árið eftir var vegur ruddur þá leið. Fyrir Hafnarfjall var síðan fært 1933. Hefur það verið venjan í framförum í vegamálum á ís- landi, að menn hafa orðið að brjótast á ökutækjunum í gegn- um ófærurnar til þess að fram- kvæmdir yrðu hafnar við vega- lagningu af hálfu hins opin- bera. — Eflaust hefurðu lent í mörgum eftirminnilegum hrakningaferðum þarna í byrj- un. Geturðu sagt okkur sögu af einhvcrri slíkri? — Einhver eftirminnilegasta ferðin, sem ég hef farið, hófst fyrir norðan 5. nóvember 1932. Þessi ferðasaga gefur líka dá- litla mynd af því, við hverja erfiðleika var að stríða í lang- ferðaakstri fyrir 40 árum. Mig minnir, að ASÍ-þing hafi ver- ið haldið um þetta leyti og fór ég þarna um Húnavatns- sýsluna til að taka þar full- trúa, er ætluðu á þingið. Far- ið var á boddíbíl með plássi fyrir 14 farþega. Á Blönduósi hafði ég lofað einum góðborg- ara fari suður, en hann lá í timburmönnum, þegar ég FV 5 1973 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.