Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 45
íslenzkir Spánarfarar hafa brugðið sér í heimsókn til Afríku. Hér er Ottó Jónsson ásamt ferðafélögum sínum í heimkynnum Araba. ennfremur hagnýtar upplýsing- ar þeim, er hyggja á ferðir þangað. — Hvað er það, sem íslend- ingar vilja fyrst og fremst sækja til Spánar? — Spánn hefur einkanlega orðið vinsæll ákvörðunarstaður íslenzkra ferðamanna fyrir það, að fólk vill komast í sól og þar er næstum öruggt, að menn munu njóta hennar. Þá hefur verðlagið mikil áhrif, því að það er lægra á Spáni en víðast annars staðar. — Eru það einhverjir vissir hópar úr þjóðfélaginu, sem geta veitt sér að fara til Spán- ar? — Nei. Þeir farþegar, sem ég hef kynnzt eru af öllum starfs- stéttum. Mjög algengt er orðið, að heilar fjölskyldur fari utan saman, en af einstökum starfs- stéttum mun skrifstofufólk hafa verið einna fjölmennast í ferðum mínum. Aberandi er, hvað fólk sækir aftur á sömu slóðir og hvað landinn er miklu hressari og kátari í hóp þarna syðra en hann virðist vera í daglega lífinu hér heima. ís- lendingar eru yfirleitt glaðvær- ari og léttari í lund en aðrir útlendingar, sem við sjáum á sólarströndum Spánar. Þeir sýnast ákveðnir í að lyfta sér upp og eyða kannski meiru til þess en fólk af öðru þjóðemi. — En fara íslendingar suður á bóginn til að taka þátt í skipulögðum skoðunarferðum nema þá lielzt í næturklúbba? — í þá eru að vísu ekki skipulagðar ferðir, en vissulega skapast oft samtök um að fara á skemmtistaði sér til upplyft- ingar. Hins vegar er þátttaka talsverð í þeim dagsferðum, sem í boði hafa verið frá Costa del Sol og eins í lengri ferðum til Afríku og Sevilla og Cor- doba. Það er líka mikill kostur, að fyrir þessar ferðir má greiða í íslenzkum peningum, þegar komið er heim aftur, ef fólk hefur ekki ákveðið sig, er það heldur utan. Mér finnst það nokkuð áber- andi, hvað fólk vill dveljast lengur suður frá, þegar dvalar- tími er á enda kominn. Yfir- leitt er hann tvær vikur og vissulega tekur það flesta nokk- urn tíma að samlagast breytt- um aðstæðum, venjast hitan- um. Má segja. að menn njóti sín fyrst fyllilega nokkrum dög- um áður en farið er heim aftur, og vildu þeir þess vegna gjarn- an dveljast eina viku í viðbót. Hitinn 35-37 gráður — Þýðir þetta, að sólin og hitinn. geri mörgum íslending- um dvölina suður á Spáni ill- þolanlega? — Við ströndina er yfirleitt góður svali og þess vegna er engum óbærilegt að dveljast þar. Heitustu mánuðir ársins eru júlí og ágúst, en það er líka dýrasti tíminn, þ. e. a. s. verðlag á hótelum er þá í há- marki. Annars má segja, að ferðamannatímabilið á Costa del Sol, á suðurströnd Spánar, sé allt árið og miklu lengra en norðar eins og á Costa Brava. Á Costa del Sol dregur ekki teljandi úr hitanum fyrr en í september og um hásumar- ið verður hitinn 35-37 gráður um miðjan daginn. Og svo virð- ist sem íslendingar þoli hann vel miðað við aðra Norður- landabúa, en þeir eru þarna tíðastir gestir ásamt Þjóðverj- um, Bretum og Hollendingum. íslendingar eru margir bunir að fá nokkurn undirbúning fyr- ir komu sína til sólarstranda með fyrri ferðum sínum þang- að og það er greinilegt, að menn búa lengi að fyrsta umtalsverða sólbaðinu, sem þeir fá þar syðra. — Hvað viltu ráðleggja fólki varðandi lengd þess tíma, sem því er óhætt að vera úti í sterkri sólinni fyrstu dagana? — Það er full ástæða til að brýna mjög alvarlega fyrir fólki að fara mjög gætilega fyrstu dagana. Hálftími til klukkutími er hæfilegt fyrsta daginn, og á ég þá við, að fólk sé aðeins í baðfötum. Síðan ætti það að klæða sig og hlífa húðinni og sérstaklega að hafa gát á herðunum, þegar það sit- ur. Að sjálfsögðu er það mjög einstaklingsbundið, hvað fólk brennur í sólinni. Sumir hafa farið að þeysast um í bátsferð- um strax á fyrstu dögum og brunnið illilega, meira að segja á fótleggjunum, ef aðrir hlutar líkamans hafa verið varðir. Mér hefur sjálfum reynzt bezt að bleyta húðina sem oftast í sundlaugunum eða sjó og mýkja hana svo með olívuolíu. í sambandi við sjóböðin er þó nauðsynlegt að skola seltuna af, svo að hún brenni ekki húð- ina. Það eru á markaðnum alls kyns efni til að kæla húðina með og mörg hafa greinileg áhrif til góðs. En það er sama hversu vel við brýnum þessi atriði fyrir fólki, —r— alltaf verða margir til að fara of geyst af stað með þeim afleiðingum, að nokkrir næstu dagar fara til spillis vegna óþæginda af sólbruna. Það er rétt að geta þess til upplýsingar, að um hásumarið, þegar hitinn er mestur, er hætt- an á sólbruna yfirleitt minni en í marz eða apríl. Ástæðan er sú, að loftið er miklu tærara FV 5 1973 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.