Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 47
snemma vors en þegar líða tek- ur á sumarið. Börnin fara óvarlega — Hefur þú orðið að glíma við alvarleg vandamál vegna sólbruna, sem íslendingar hafa hlotið eða jafnvel sólstings? — Nei, eins og ég sagði áðan finnst mér að íslendingarnir hafi sloppið furðuvel miðað við marga aðra. Og sólstings- tilfelli hef ég aldrei haft í mín- um hópum. Hins vegar er ekki óalgengt, að fólk bólgni í framan af of mikilli sól og flagni eitthvað. Þá ber að fara mjög varlega svo að nýja skinnið brenni ekki líka, því að þá myndast á því blöðrur með tilheyrandi sársauka. Sérstakar gætur þarf að hafa á börnum. Þau vilja svamla í sundlaugum og sjó, en það er sjálfsagt að láta þau vera i langermaskyrtum til þess að hh'fa öxlum og hand- leggjum, sem hvort tveggja er mjög viðkvæmt. — Hvað um mataræði. Ber að varast að neyta ein- hverra vissra fæðutegunda á Spáni? — Það er óvarlegt að borða grænmeti eða ávexti nema menn hafi þvegið það vel á undan, og ráðlegast er að af- hýða slík matvæli. Líka er rétt að borða ekki hamborgara, pylsur og þess háttar, sem framreitt er á litlum útiveit- ingastöðum. Það geta víða leynzt bakteríur, sem við erum ekki vön í mat, en gera Spán- verjum ekkert til. Skyndileg kæling með köld- um drykkjum og ís getur haft mjög truflandi áhrif á melting- una. Ferðamönnum, sem til Spánar fara, er líka ráðlagt að kaupa vatn á flöskum og drekka ekki kranavatnið. Ferða- trygging nauðsynleg — Hvernig er ástatt fyrir ferðamanninum, ef hann þarf skyndilega að leita til læknis? Hvað gerist, ef hann getur ekki greitt læknisaðstoð með eigin farareyri? — f slíkum tilvikum kemur fararstjórinn til aðstoðar og útvegar læknishjálp. Ferða- skrifstofan reynir eftir megni að koma til aðstoðar við fólk, sem leita þarf til læknis. Ég tel fulla ástæðu til að benda fólki eindregið á að kaupa sér ferðatryggingu, sem innifelur slysa- og sjúkratrygg- ingu, áður en farið er að heim- an. Slík trygging hefur oft komið fólki afarvel. — Er það oft, að landinn lendir í einhverju klandri þarna suður frá og er mjög ónæðissamt að vera fararstjóri? — Auk þess sem fararstjóri fer í fastar ferðir með íslenzka ferðafólkinu hefur hann við- talstíma daglega fyrir það og allir hafa símanúmerið hans og heimilisfang, svo að auðvelt er að ná til hans á öllum tímum sólarhrings, ef eitthvað kemur fyrir. Ekki er óalgengt, að hann sé vakinn að næturlagi. Stundum hafa risið vanda- mál vegna misskilnings ferða- mannanna og lögreglu. Ástand- ið er þannig, að fáir lögreglu- þjónar tala annað tungumál en spænsku. Hið sama gildir um leigubílstjóra, þjóna og þernur. Fólk, sem virmur við móttöku gesta á hótelum og eins verzl- unarfólk, talar þó oftast erlent tungumál, — hrafl í frönsku, ensku eða þýzku. Menn hafa glatað vegabréfum sínum og ekki haft nein per- sónuskilríki, þannig að lögregl- an hefur gert sínar athuga- semdir. Þetta eru nú alvarleg- ustu vandamálin, sem upp hafa kcmið. Matur að heiman — Það færist sífellt meir í vöxt, að íslendingar búi í íbúð- um í sólarlöndum og sjái sjálf- ir um matseld. Er dýrt að kaupa mat á Spáni? —Margir íslendinganna, sem kjósa að gista í íbúðum, koma með mat að heiman. Fólk kemur með harðfisk og hangikjöt og saltfiskboð eru mjög algeng orðin hjá íslend- ingum á Spáni. Annars er hægt að fá keypta matarmiða á ferða- skrifstofunum hér heima, sem síðan eru notaðir á vissum matsöiustöðum. Það er mikill misskilningur, að verulegum tíma þurfi að verja til uppþvottar og heimil- isverka, ef gist er í íbúð. Fyrir BARNALEIKTÆKI fyrir alls konar leiksvæði barna, bæði við sambýlis- hús, einbýlishús, sumarbústaði, leikvelli o. fl. ÍÞRÓTTATÆKI fyrir íþróttasali og íþróttavelli. Leitið upplýsinga. Vélaverksteði Bernharðs Hannessónar sf., SUÐURLANDSBRAUT 12, REYKJAVÍK. SÍMI 35810. FV 5 1973 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.