Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 61
og skemmtunar var ekki án að- draganda. Rhodos varð fyrir val- inu af ýmsum orsökum: Vinir mínir og ráðleggjendur töldu staðinn taka öðrum vinsælum sumarleyfisstöðum Norður- landabúa langt fram vegna mátulegs hita, frábærra bað- stranda, heillandi mannlífs og menningarminja. Við hjónin urðum í engu af þessu fyrir von- brigðum. Við ferðuðumst með ferðaskrifstofu Görsiin, sem er sænskt fyrirtæki. Á þeim tíma kostaði ferðin 607 krónur sænsk- ar fyrir hvort okkar, miðað við brottför frá Malmö. Rhodos er því nokkru dýrari áfangastaður en ýmsir aðrir, sem Norður- landabúar sækjja mikið til. Flug til Rhodos tók 6 tíma með skrúfuþotu, og er þá meðtalin millilending í Aþenu. í Rhodos bjuggum við á nýju og þrifalegu miðiungshóteli, Es- peria, og innifalið í verði var morgunverður og matarmiðar fyrir einni annarri máltíð, sem hægt var að fá gegn framvísun miðanna hvar sem var, en oftast nær með því að bæta örfáum drökmum við. Ferðaskrifstofan hafði fast starfslið á Rhodos. Til þess var hægt að leita með hvers kyns fyrirgreiðslu, og jafnframt var völ á fjölbreyttu úrvali ferða um borgina, eyjuna, nærliggj- andi eyjar og til Tyrklands. Ferðir þessar voru greiddar sér- staklega, en yfirleitt á mjög sanngjörnu verði. En víkjum nú nánar að því, hvað staðurinn hefur að bjóða. Rhodos liggur í Tólfeyjaklas- anum í þjóðleið milli Asíu, Af- ríku og Evrópu. Frá örófi alda hafa búið þar duglegir kaup- sýslumenn og sæfarar, byggt borgir og hafnir, sem hafa horf- ið í náttúruhamförum eða stríð- um og nýtt verið byggt í þeirra stað. Bændur yrkja jörðina, fiskimenn veiða við ströndina og gera sig ánægða með ótrú- lega lítinn afla. Saga eyjarinn- ar verður ekki rakin hér, en fyrir þann, sem áhuga hefur á fornminjum og sögu, er Rhodos paradís. GÖMUL RIDDARABORG. í miðri Rhodosborg stend- ur enn hin forna riddara- borg Jóhannesar-riddaranna, sem hingað komu eftir að sið- asta virki þeirra í Palestínu, Akka, hafði fallið í hendur Tyrkjum. Frá 1309 og þar tii herir Solimans soldáns unnu Rhodos 1522 voru Jóhannesar- riddararnir herrar eyjarinnar. Borg þeirra stendur enn, mikil- fengleg port, brýr og voldugir múrar, umkringdir af virkis- gröfum með haugum af slöngvi- kúlum úr kastvopnum varnar- liðsins. Hér stendur höll stór- meistarans, sjúkrahús reglunn- ar, og á göngu um Riddaragöt- una má af skjaldarmerkjum sjá bústaði og hesthús hinna tignu reglubræðra. En þar sem áður bjuggu stríðsmenn og þjónar þessarar líknarreglu búa nú friðsamir borgarar; þetta eru ekki dauðar rústir, heldur teng- ist saman gamalt og nýtt; í húsa- görðum, sem steinlagðir voru með sérkennilegri munstur- lagningu eggsléttra, hvítra og svartra fjörusteina fyrir hundr- uðum ára, standa nú mótorhjól og smábílar, innan um kirnur, potta og dósir, sem úr spretta óteljandi blómstrandi jurtir. VINGJARNLEGIR ÍBÚAR. Hvarvetna mætir forvitnum ferðamanni vingjarnlegt við- mót, og hver sá, sem ekki er sérlega hneigður fyrir langar legur í sandi og sól, en vill í rólegheitum anda að sér blæ lið- ins tíma og kynnast fjarbúandi fólki, hann fer ekki erindisleysu til Rhodos. Fyrr en varir er hik- andi kík inn í húsagarð orðið að líflegu samtali við íbúa 6—700 ára gamals riddarabústaðar, og heimsókn til kaupmannsins verður að miklu leyti fólgin í drykkju á tyrknesku kaffi. Hann reynir að vísu líka að selja vöru sína, en móðgast ekki vitund, þótt gesturinn hafi meiri áhuga á kaffiboðinu og honum sjálfum. í raun réttri er Rhodos- borg sjálf feikinóg til að eyða þar tveim vikum í réttri blöndu af sóldýrkun, skoðun og annarri skemmtun. En með því að taka þátt í hópferðum ferðaskrif- stofu, leigja sér vespu eða bíl, eða einfaldlega rölta á tveim jafnfljótum, tekur skamman tíma að komast til annarra merkisstaða. Ég nefni hér aðeins Lindos, með hofum sínum og útsýni, staður, sem á fáa sína líka. Kamiros er ein hinna þriggja fornu borga á Rhodos, grafin upp eftir að hafa legið öldum saman undir jarðvegi vegna jarðskjálfta. í Kalithea er feiknarlegt „baðanstalt“ frá yf- irráðatímum ítala, og iitlu sunn- ár er Faliraki, óviðjafnanleg baðströnd með einstaklega nota- legum litlum veitingastöðum. Bátsferðir er hægt að fara ti] nærliggjandi eyja og í fjarlægar baðvíkur. Á slíkri ferð er ferða- manninum gjarnan bent á vík Anthonys Quinn, en hana fékk hann að gjöf eftir að hafa leikið 1 Byssurnar í Navarone, sem var að mestu tekin á Rhodos. Dagsferð til Tyrklands er far- in til Marmaris, lítils bæjar við fjarðarbotn, fögur sigling, en hitinn óbærilegur, þegar inn í fjörðinn kemur og svalur vestan- vindurinn nær ekki lengur að dreifa mollunni. Mannlifið í Marmaris er heldur dapurlegt, og tilfinningin fyrir því, að vera virkilega kominn til Austur- landa, verður þar sterk. Vilji fólk verzla, selja Tyrkir hér mikið af leðurfatnaði og forn- munum, en það er betra að hafa gott vit á leðurvöru og vinnu, og fornminjarnar eru flestar falsaðar. Auk þessa má nefna ýmsar kvöldferðir, á skemmtistaði, í þorpsveizlur og aðrar hátíðir. STAUP AF OZO. Maturinn olli okkur engum erfiðleikum á Rhodos, þvert á móti var sérstök ánægja í því fólgin, að kynnast réttum úi grískum og tyrkneskum eldhús- um, enda þótt auglýsingar á norðurlandamálum tilkynntu víða, að hér mætti fá „smörre- brþd“ og „mammas köttbollar“. Lambakjöt, teinsteikt, kjúkling- ar í ýmsum útgáfum, fiskur, smokkfiskur, — frábær salöt, enda þótt nokkurn tíma tæki að venjast kindaostinum — okkur reyndis létt að njóta matar- gerðarlistar Rhodosbúa. Vatnið er tært, og hér er þjóðarvín Grikkja, OZO, sem er sterkt an- isvín, talið hvað bezt, og gest- unum heilsað með staupi af því hvarvetna. Létt vín Rhodosbúa eru góð og vinsæl, bæði hvítvín og rauðvín. Fyrir verzlunar- glaða íslendinga er gott að vita, að Rhodos er nokkurs konar frí- höfn, íbúarnir miklir kaup- menn, og sér í lagi er allt, sem snýr að klæðskeraiðn og gull- smíði með hagkvæmu verði. Eftir á eru ef til vill þessi samskipti við fólk eftirminni- legust. Það kunna að finnast ó- dýrari áfangastaðir fyrir íslend- ing í leit að sól og baðströnd en Rhodos, en mér er til efs að aðrir hæfi honum öllu betur, ég tala nú ekki um, ef hugur hans stend- ur ekki allra helzt til taumlausr- ar vertshúsagleði. Og hafi fólk börn sín með, gerast ekki aðrir staðir betri. FV 5 1973 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.