Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 65
Grænland býðnr upp á sérkennilegt landslag og forvitnilegt líf. ægifögur sjón.Við veitum því athygli, að höfnin er svo til ís- laus. Enn sést lítt til bæjarins sjálfs. Fólkið notar tækifærið til að taka myndir af þessu sérkenni- lega landslagi. Síðan er haldið áfram. Leiðin liggur yfir snjóskafl. Það vekur kátínu. Áfram er svo haldið unz við sjáum til bæjar- ins. Hann liggur í dalverpi. Bryggja í sjó fram, bátar á höfn- inni. Hér mætum við fyrstu börnunum . Þau hafa hlaupið að heiman úr leikjum sínum og amstri þegar sást til ferðafólks- ins. Slíkt er nú orðinn algengur atburður í þorpinu Kap Dan, þar sem einangrun ríkti allt fram tii 1960. Þessi börn, austræn á svip, stara á ferðafólkið brúnum for- vitnum augum. Andlitin dálítið búlduleit, hárið dökkt og strítt. Og ferðalangarnir horfa af ekki minni forvitni á móti. Komandi frá hinum fjarlægustu heims- hornum líta þeir nú kannski fyrsta sinn afkomendur þeirra, sem sagan segir að fyrir öldum hafi tekið sig upp frá Suður Kyrrahafi og flutzt til norðurs, yfir þvert meginland Ameríku og loks numið staðar í Græn- landi. Sumir gestanna víkja ein- hverju að börnunum. Súkkulaði eða smáaurum. Það er þakklæti í svipnum, brosi bregður fyrir og litlar feitar barnshendurnar, þar sem liðaböndin eru ekki enn þá horfin, taka utan af góðgæt- inu, eða stinga aurunum í vas- ann. Búnaður þeirra er hins veg- ar tötralegur. Það er langt frá því að hendurnar séu hreinar. ÖÐRUM FÆTl í FORNÖLDINNI. Hér eru uppvaxandi veiði- menn og veiðimannakonur á ferð. Þótt hin svokallaða menn- ing hafi nú haldið innreið sína í veröld þeirra, standa þau þó öðrum fæti í fornöldinni, í stein- öldinni, í heiðninni. Það var reyndar ekki fyrr en undir alda- mótin síðustu að umheimurinn vissi um tilveru þessa fólks á austurströnd Grænlands. Árið 1885 komst leiðangur til Loðnu- vers, eða Angmagsalik eins og staðurinn heitir á grænlenzku, og fann þar rúmiega 400 eski- móa, frumstætt steinaldarfólk. Hungursneyð og drepsóttir höfðu herjað á þessa þjóð, sem lifði á veiðum. Fiskur hafði lagzt frá landi og sel fækkað. Þá varð fátt til bjargar. Tíu ár- um síðar hafði fólkinu fækkað niður í 350 manns. Það urðu forfeður þeirra sem nú byggja Austur-Grænland. Við höldum áfram göngunni yfir heldur ógreiðfæran veg. Það verður að aðstoða suma gestina, en allir komast klakklaust leið- ar sinnar, og við göngum inn í þorpið. Hér er fjölmenni fyrir, mestmegnis börn, en einnig gamalt fólk. Við förum fram hjá verziuninni, þeirri einu á síaðn- um. Hún er rekin af Konunglegu Grænlandsverzluninni. Hér fá bæjarbúar það sem þeir þarfn- ast. Hér eru matvörur, fatnaður, skófatnaður að ógleymdum hníf- um og haglabyssum. KOMIÐ í ÞORPIÐ KAP DAN. Það var reyndar ekki fyrr en í lok síðustu aldar að ibúar aust- urstrandar Grænlands komust í snertingu við áhöld úr járni. Áð- ur var skutullinn, og hnífar úr beini og steini, einu vopnin. Hópurinn dreifist og við höld- um upp í þorpið Kap Dan. Hér er engin gata, sem því nafni get- ur kallazt. Fólkið gengur hér troðninga. Jarðvegurinn er grunnur og efni til vegagerðar vanfengið. í Kap Dan er djákna- kirkja. Hún stendur á hæð fram við sjóinn. Þetta hús er í senn skóli og kirkja. Eftir að gestirnir hafa skoðað sig um í bænum, safnast fólkið saman í kirkjunni. Börnin í Kap Dan koma hér saman og syngja grænlenzka söngva. Leiðsögu- maðurinn segir okkur það helzta úr sögu staðarins. Að því loknu förum við fram á sjávarbakk- ann. Hér standa húðkeipar bæj- arbúa á grindum. Ungur maður hefur sjósett kajak sinn. Kajak- inn er listasmíði eins og reyndar þeir allir. Kajakinn er eins og hluti af klæðnaði þess manns, sem ætlar að nota hann. Snið- inn og smíðaður handa honum og honum einum.. Maðurinn rær fram og aftur um fjörðinn milli ísjakanna, sýnir okkur furðulegustu kúnstir í þessari fleytu, sem er svo lítil og létt og mikil liátasmíð. Mér verður hugsað til þess, sem Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur sagði mér um Kap Dan og gamla eskimóann Enok Elío. Hann var hvað mestur veiðimaður í þessu þorpi. Mið- sumars 1932 var Englendingur, Watkins að nafni, í leiðangri um Austur—Grænland. Hann drukknaði i kajak sínum á sel- veiðum. Slysið gerðist skammt frá Angmagsalik. Enok Elío var aðstoðarmaður hans og kom fyrstur á slysstaðinn. Enok, sem nú er látinn fyrir nokkrum ár- um, var ein helzta söguhetjan í bók Chapmans um síðustu rannsóknarferð Watkins þessa. En hann Enok var meira en góð- ur kajakræðari og veiðimaður. Enginn var færari i trumbu- dansi en hann. LITRÍKIR MINJAGRIPIR. Degi tekur að halla og við höldum af stað. Margir ferða- mannanna hafa keypt litríka minjagripi, búna til úr perlum. Myndavélar hafa verið á lofti og það er sannarlega af nógu að taka í myndrænum efnum á þessum stað. Þar sem áður stóðu lágreyst hreysi, þar sem hjón með allt að 8—12 börn höfðu FV 5 1973 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.