Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 80
eða eitthvað annað það, sem stjórnandinn hefur yfir að ráða og hann telur þess virði að öðlast. Stjórnunarstefna sú, sem kennd er við félags- og atferlis- vísindin, leggur einmitt áherzlu á, að stjórnandinn notfæri sér þetta vald og láti undirmanninn finna að hann taki eftir og meti það, sem vel er gert. 2. VALD TIL AÐ REFSA Stjórnendur hafa þetta vald yfirleitt að nokkru leyti. Þeir geta t.d. skammað undirmenn sína eða á annan hátt gert þeim lífið leitt, þegar þeim líka ekki störf þeirra. Undirmaðurinn aftur á móti hlítir valdi yfirmanns síns til að losna við hugsanlega refsingu. Þessu valdi eru mikil takmörk sett og þýðing þess hefur greini- lega farið minnkandi með árun- um en ástæðurnar fyrir slæm- um starfsanda á vinnustað mun oft unnt að rekja til þess, að þessu valdi er beitt í óhófi. 3. VIRÐINGARVALD Hér er um að ræða vald, sem helzt er hægt að segja að menn öðlist í krafti persónuleika síns. Undirmaður getur þannig lot- ið valdi yfirmanns vegna þess að hann ber virðingu fyrir hon- um, tekur hann sér til fyrir- myndar og álítur að hans að- ferðir, hegðun og framkoma séu vænlegastar til árangurs. Ef stjórnandinn hefur komizt í sína stöðu vegna dugnaðar og vinnu- hörku er þannig líklegt, að und- irmaðurinn telji svipaða hegðun líklega til árangurs. Ef yfir- mennirnir hins vegar svikjast um í vinnunni er líklegt, að und- irmennirnir taki þá sér til fyrir- myndar að því leyti einnig. Stjórnandinn notar sér yfir- leitt allar þær tegundir valds, sem hér hefur verið getið, en styðst misjafnlega mikið við þær. Hætt er t.d. við að stjórn- andi, sem hefur mjög takmarkað sérfræðivald og virðingarvald, nái ekki langt. Eins og að framan var getið er refsivald alltaf ákaflega tak- markað og jafnframt vandmeð- farið. Tilgangur þess er að halda uppi aga, en tilgangur agans er aftur að beina hegðun fólks inn á þær brautir, sem stjórnendur telja árangursríkar til að ná markmiðum jyrirtœkisins. Ag- inn á að kenna mönnum að end- urtaka ekki sömu mistökin, og til þess að það takist, þarf að fylgjast vel með mistökum rann- saka þau og veita réttláta refs- ingu. Undirmennirnir eru samt sem áður ekki bara háðir yfir- mönnum sínum, heldur eru stjórnendur alltaf háðir undir- mönnunum. Þeir eru háðir þeim um upplýsingar, reynslu og sam- vinnu, og valdajafnvægið í fyr- irtækjunum er líklega alltaf að aukast. Verkalýðsfélögin, er stofnuð voru sem mótvægi gegn valdi atvinnurekenda, gerðu stjórn- endur háða samstarfsvilja undir- mannanna og síðan hefur aukin menntun starfsmanna, samfara aukinni tækniþróun, stuðlað enn meira að þeirri þróun. Aukin tækniþróun og hið flókna atvinnulíf nútímans virð- ist þannig hafa stuðlað að vald- dreifingu, en miðsækið (central- iserað) vald virðist aftur á móti hafa hentað betur fyrirtækjum fortíðarinnar. Stjórnandinn getur enn notað sér allar þær tegundir valds, sem að framan getur. Það er þó ljóst, að honum er á engan hátt í sjálfsvald sett í hvaða mæli hann styðst við hinar ýmsu valdategundir, heldur fer það eftir undirmönnunum, aðstæð- um og sjálfu þjóðfélagskerfinu. 4. SÉRFRÆÐIVALD Þetta er það vald, sem menn geta öðlazt vegna þekkingar sinnar á ákveðnu sviði eða skiln- ings á ákveðnum aðstæðum. Ef undirmaðurinn telur sig vita betur en stjórnandinn hvernig leysa skuli ákveðin mál, getur verið erfitt fyrir stjórn- andann að fá sitt fram. Þó að stjórnandinn sé sérfræðingur á umræddu sviði verða áhrif hans engin ef undirmaðurinn telur sig, vegna reynslu sinnar ekki hafa not fyrir þekkingu hans. Oft eru þess einnig dæmi, að menn reyni að halda í sérfræði- vald sitt með því að útiloka und- irmenn sína frá því að öðlast til- tekna þekkingu eða reynslu og stangast hagsmunir einstakl- ingsins og íyrirtækisins þar greinilega á. 5. STÖÐUVALD Venjur þjóðfélagsins og gild- ismat okkar segja, að það sé rétt og viðeigandi að hlíta á- kveðnu valdi, og við viðurkenn- um að einstaklingar í ákveðn- um stöðum hafi rétt til að hafa áhrif á hegðun okkar. Við höfum ákveðna hugmynd um völd hinna ýmsu þjóðfélags- stétta og þess er venjulega ekki þörf að segja nýjum starfsmönn- um, að yfirmenn þeirra, t.d. verkstjórar, skipstjórar eða skrifstofustjórar, hafi hin eða þessi völd. Það er einfaldlega gert ráð fyrir að menn viður- kenni valdauppbyggingu fyrir- tækisins og geri sér grein fyrir stöðu sinni og hlutverki. Stundum eru þó gerðar starfs- lýsingar, þar sem m.a. er kveðið á um hvernig samskipti yfir- og undirmanna skuli vera. En starfslýsingum er ekki síður ætl- að það hlutverk að skera úr um verksvið jafnsettara starfs- manna, þar sem stöðuvald er oft óljóst. Almennt leiguflug með farþega og vörur bæði innan- lands og til nágrannaland- anna. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. FLUGSTOÐIN REYKJAVIKURFLUG VELLI SÍMI 11422 72 FV 5 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.