Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.05.1973, Blaðsíða 81
Lög og réttur Víxillinn sem viðskiptaskjal Maður nokkur keypti húsgögn í verzlun einni gegn víxli. Á gjalddaga hugðist hann greiða víxilinn, en var þá tjáð af víx- ileigandanum, að víxilhnn væri í banka í öðrum landshluta, þar sem hann hefði verið lagður inn sem trygging. Lauk svo þessum skiptum — að sinni — með því, að maðurinn greiddi víxilfjár- hæðina gegn einfaldri kvittun frá víxileigandanum. En ekki löngu síðar fékk mað- urinn stefnu frá allt öðrum að- ila, þar sem honum var tjáð, að hér með væri hafin lögsókn á hendur honum til greiðslu víxil- skuldarinnar. Þegar málið var tekið til meðferðar fyrir dómi, mætti maðurinn með kvittunina meðferðis, en það var til einsk- is. Hann var dæmdur til þess að greiða víxilinn. Maðurinn þóttist nú illa svik- inn sem vonlegt var. Hann hafði orðið að greiða sömu víxilkröf- una tvisvar og það með dómi í seinna sinnið, sem haft hafði í för með sér málskostnað að auki. Það, sem honum sveið samt hvað sárast, var að í stefnu þeirri, sem honum hafði verið send, var svo að orði komist, að „mál þetta væri höfðað vegna vanskila stefnds og lögsókn ó- hjákvæmileg af þeim sökum“. Hér var sómatilfinningu manns- ins algjörlega ofboðið. Hann vissi ekki betur en hann hefði staðið fullkomlega í skilum varðandi skuld sína. Það hlaut að vera eitthvað bogið við það réttarfar, sem lék hann svona grátt. Eða — sú spurning vakn- aði líka — hafði hann framið mistök í lagalegum skilningi? VARNIR í VÍXILMÁLUM. Hið síðara hafði einmitt gerzt. Víxlar eru viðskiptabréf og af þeim sökum gilda um þá mjög strangar reglur, að því er varnir snertir. í víxilmálum má aðeins hafa uppi þessar efnis- varnir: 1. Að mál sé höfðað af röngum aðila eða gegn röngum aðila. 2. Að aðila hafi að lögum skort hæfileika til þess að taka á sig víxilskuldbindinguna (lögr æðisskortur). 3. Að nafnritun aðila á víxihnn sé fölsuð eða innihald víxils- ins. Samkvæmt þessu er ekki unnt að bera það fyrir sig, að víxill sé greiddur, ef hann ber það ekki með sér, að svo sé. í frá- sögninni hér á undan bar upp- haflega víxileigandanum skylda til þess að láta víxilinn af hendi með áritun um greiðslu, þegar maðurinn bauð fram greiðslu sína og maðurinn gat einfald- lega neitað víxileigandanum um greiðslu, ef hann neitaði að gera slíkt. Það, sem síðar gerðist, var að verzlunareigandinn varð gjaldþrota og aðili sá, sem feng- ið hafði víxilinn sem tryggingu, varð fyrir þá sök réttmætur handhafi og eigandi víxilsins. Víxillinn sjálfur bar það hvergi með sér, að hann hefði verið greiddur og því fór sem fór. MISSIR VÍXILRÉTTAR. Af því, sem þegar hefur verið nefnt, er ljóst, að víxilhafi á mun sterkari og tryggari kröfu- rétt á hendur víxilskuldara en kröfuhafar eiga almennt á hend- ur skuldunaut sínum. Þessi aukni réttur, sem víxlinum fylg- ir, er nefndur víxilréttur og lýs- ir hann sér aðallega í því, að víxilhafi getur hagnýtt sér víx- ilmálaréttarfarið til þess að fá kröfu sinni fullnægt. En jafnframt því sem löggjöf- in tengir þennan óvenjulega rétt við víxilinn, hefur hún á hinn bóginn að geyma ákvæði, sem leiða til þess, að víxilréttur- inn fellur niður vegna tiltek- inna atvika, sem sum skipta engu máli um kröfur almennt og sum koma að vísu til greina einnig um aðrar kröfur, en eru strangari um víxilkröfur en um aðrar kröfur. Það hefur þótt rétt annars vegar að binda hinn mikla rétt víxilhafans því skil- yrði, að hann beitti honum með FV 5 1973 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.