Alþýðublaðið - 31.12.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.12.1921, Blaðsíða 3
A LTÞ YÐU B t. AÐIÐ 3 á málið. Trúboðið og skólinn eiga afmæli. Lítnm ögn á það. Prestarnir velja nnga menn, venjnlega 14 ára gamlá, viðs- vegar nm landið, og veita þeim fræðslu svo þeir verði síðar kennarar. Anðvitað er hægt að taka sérstök tillit við valið, enda ekki sparað. Venjulega eru val- in börn »fína« fólksins, synir prestlinga og bátt standandi manna, þ. e. a. s. Grænlendinga í föstnm embættnm. Enda mæl- ir það i rann og veru með því, að feður þeirra hafa ekki getað kent þeim að veiða; ef trúboð- ið teknr þá ekki að sér, eru þeir atvinnulausir. Pegar þeir koma í menta- skólann í Godthaab er byrjað að breyta þeim í þjóna Guðs rikis. í Godthaab er stærsta og skrautlegasta húsið í Grænlandi. Það heitir kennaraskólinn og er notað fyrir íbúðarhús forstjór- ans. Það er að segja, i öðrum éndanum niðri ern reyndar tvö lítil kensluherbergi; en þangað koma nemendurnir að eins i kenslustundunum; annars búa þeir í hópum, 8—10 saman, í litlum, skuggalegum búsum, þar sem þeir sofa og borða saman, hið fátækiega fæði, sem þeim er af mikilli rausn veitt fyrir 120 krónur á ári á nef. Komið til lýðháskóla vorra til sveita og sjáið fyrirkomu- lagið þar: Skólastjórinn situr við annan enda borðsins og kona hans við hinn, og báðum megin sitja nemendurnir, sem njóta góðs af anda skólastjór- ans og menningu hans. Hvers vegna getur þetta ekki verið eins í Grænlandi? Svarið er, að þetta eru að eins Grænlendingar; með þeim getur engin dönsk fjöiskylda búið, hvað þá etið daglega með þeim. Og nú er eg kominn að aðalefninu. 1 gamla skrælingjaþjóðfélag- inu, því sem enn er við liði við Kap York og í Ameríku, voru allir jafnir, allir höfðu sama rétt til gæða lífsins, eins og eg sagði i upphafí þessa máls. En svo kom Hans Egede og kenn- ing kristindómsins, sem haldið er nú upp á með pomp og prakt. s Nú eru líka allir jafnir, Danir og Grænlendingar —■ þ. e. s. á dómsdegi, þegar þeir standa fyrir hásæti Drottins vors. En það er svo dæmalaust langt þangað til. Vseri ekki timi til kominn að framkvæma eitt- hvað af því hér i lifinu lika? Grænlendingur á húðkeyp sín- um, sem aflar spiksins og skinn- anna, og presturinn, sem borgað er með fé hans eða forstjórinn, sem brennir lýsi af spiki hans. Hver þeir er i raun og veru mest verður? Verðuri Jú, það eru auðvitað þeir, siðar töldu, því þeir sitja i embættum visan árafjölda og lifa vel af launum sínum, því næst halda þeir heim og fá lífeyri meðan þeir lifa, eftirlaun fyrir unnið starf. Grænlendingurinn fær líka fyrir fæði, meðan hann er ung- ur — það er að segja, ef veið- ina brestur ekki, því þá sveltur hann, og á hverjn ári sveltur marga, marga i Grænlandi — já, en ekki af Dönum, þvi veiði- land þeirra: Launabókin, er hvorki bundin veðurbreytingum eða stórhriðum. Vei;ði Grænlenduringinn gam- all, förlast honum sýn og skotið fer hjá markinu; gigtin marrar i þreyttum skrokknum og sjúkum, erfiði unglingsáranna i kulda og sulti, og stöðug fátækt alla tið beygir hann, og hann er frá. Hann ásakar sjálfan sig fyrir, að hann sé byrgði á öðrum, og að hann lifi svo iengi, þetta er hans hlutskifti og lif. Því prestskapurinn hefir fyrir löngu afmáð og úfrýmt i Græn- landi þeim hætti heiðninnar, að skifta öllu samkvæmt þvi, að allir eigi sama rétt til gæðanna, matar og klæða, yfir höfuð upp- rætt gersamlega þá skoðun heið- ingjanna, að ailir séu jafnrikir og jafn góðir. Pað er þó gott að til eru framfarir. Daviössundi, Sl. mai 1921. (Pýtt nr dönsku). Landsverzlnnln tekur að sér einkasölu á tóbaki nn um ný- árið. Svðvn-börn. Komið og sækið aðgöngumiða að jólaskemtuninni á morgun, nýársdag, kl. 1. Þegar eg varð bolsiYikí. (Niðurl.) Fyrirgefið, góðir lesendur, þenna útúrdúr, þvi eins og fyr- irssögnin ber með sér, þá var þaö ætlun min að skýra ykkur frá hvenær og á hvern hátt eg varð hraðfara. Þegar eg var 14 ára gamall hafði eg verið 9 ár i Reykjavík,. Eg var elstur af 8 systkinum. Faðir minn barðist fyrir þvi að afla okkur brauðs, hann var oftast á sjónum, en móðir mín var heima að hngsa um okkur; stundum vörum við svöng, en altaf klæðlitil. Foreldrar okkar unnu baki brotnu, en þaö kom fyrir ekki, vinna þeirra náði skamt, okkur skorti i flestu sem nauðsynlegt var. Þegar eftir ferminguna bærð- ist sú ósk i brjósti minu, að eg mætti nema meira af fróðleik, en þá þrá varð eg að' kæfa. »Birgið hana, hún er of bjórt, helvitið það tarna«, segir skáld- ið. Ekki verður bókvitið látið i askana, sagði gamla fólkið, og eg vissi lika skyldu mina. Mér var fyrirfram hugaður staður að standa á. Eg vissi að eg varð að vinna mér branð og minum litlu systkinum, en hvernig átti eg að fara að því, anginn 14 ára. Eg reif mig á fætur kl. að ganga sex á hvérjum morgni, en alt kom fyrir ekki. Eg sá marga menn vinna, jafnvel drengi á minnm aldri, en þeir fengu að vinna fyrir þá sök að þeir áttu einhvern að er mátti sin einhvers, en eg var einn,' og eg hygg að eg hafi verið eitt- hvað öðruvisi en hinir dreng- irnir, eg átti ekki samstöðu með þeim. Samt langaði mig til að eiga félaga eins og hinir, en hvaða von var til þess að aðrir drengir sem voru þolanlega til fara gætu verið með mér i görm- nm sem voru rifnir og stagaðir, þess var engin von, en mér leið illa, og ef eg fann tóma flösku þá seldi eg hana og keypti tó- bak fyrir aurana, eg varð að hressa mig með einhverju, mér leið svo illa, mér var kalt á fótum, gekk stundum á berum mér allan daginn á milli at- vinnnrekenda og verkstjóra á-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.