Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 49

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 49
Fríhöfnin Heildarsala fyrstu 9 242 milljónir Rætt við Ólaf Thordersen fríhafnarstjóra mánuði ársins Ólafur Thordersen, fríhafnarstjóri, við vínrekkana í verzlun- ínni, sem verzlað er í þegar farið er úr landi. Fríhöfnin á Keflavíkur- flugvelli er talin þriðja stærsta fríhöfn í heimi fyrir utan fríhafnirnar í Amster- dam og Shannon á lrlandi, og auk þess er hún ásamt fríhöfninni í Amsterdam ein ódýrasta fríhöfn í heimi. Þeir skipta hundruðum þús- unda, sem gert hafa þar góð viðskipti frá því, að hún var opnuð og með hverju árinu er gífurleg aukning í sölu. Frjáls verzlun átti ný- lega leið um Suðurnesin og kom að máli við fríhafnar- stjórann á Keflavíkurflug- velli, Ólaf Thordersen. Byrjaði Ólafur á því að segja sögu Fríhafnarinnar. Fríhöfn- in var opnuð 1958 og var þá eingöngu selt þar áfengi og tó- bak. Ári seinna var opnuð ný deild, sem verzlaði m. a. með ilmvötn, úr og myndavélar. Síðan jókst vöruúrvalið með hverju árinu, en ekki urðu aðrar teljandi breytingar á Fríhöfninni, þar til í maímán- uði 1970. er komuverzlunin var opnuð. f komuverzluninni, en þar verzla þeir farþegar, sem koma til landsins, fæst ein- göngu vín, tóbak, sælgæti, ilm- vötn og filmur. f verzluninni, sem verzlað er í, þegar farið er úr landi, er meira úrval og fæst þar m. a. postulín, skartgripir, úr, ilm- vötn, myndavélar, áfengi, tó- bak og sælgæti. Sagði Ólafur, að Fríhöfnin væri nú þegar orðin of lítil, og aðeins væri hægt að stækka komuverzlun- ina og breyta vöruskemmunni. Beðið væri eftir, að ný flug- stöð risi upp á Keflavíkurflug- velli. Starfsfólk Fríhafnarinnar yf- ir sumartímann var 68 manns, og var unnið á vöktum allan sólarhringinn, en í vetur verða þar starfandi 35 manns allt í allt. GÍFURLEO AUKNING í SÖLU Salan í Fríhöfninni hefur aukizt gífurlega frá því árið 1967, er heildarsalan var 29 milljónir króna. E>rstu 9 mán- uði þessa árs voru seldar vör- ur í Fríhöfninni fyrir 242 millj- ónir króna. Árið 1968 var heildarsalan 40 milljónir, ’69 71 milljón, ’70 105 milljónir og ’72 205 milljónir. í fyrra var hagnaður af sölu 50 millj- ónir og fóru 40 milljónir af þeirri upphæð í ríkiskassann. Fóru hinar 10 milljónirnar í verðmætisaukningu á lager og uppbyggingu. Gert er ráð fyr- ir að skila 55 milljónum í rík- iskassann á þessu ári, og hef- ur um helmingi þeirrar upp- hæðar þegar verið skilað, að því er Ólafur sagði. Sagði Ólafur, að salan fyrstu 9 mánuði þessa árs hefði auk- izt um 49,6% frá því í fyrra, og er dollaraaukningin nú í fyrsta skipti meiri en krónu- aukningin. Gengishækkunin kom illa við Fríhöfnina og gert er ráð fyrir 7 milljón króna tapi í ár vegna hennar. SELT FYRIR 50 MILLJÓNIR í ÁGÚST Um 600 þúsund ferðamenn fóru um Fríhöfnina á síðasta ári, og voru flestir frá Banda- ríkjunum, en Bretar voru í öðru sæti. Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu eða fóru með flugvélum frá Keflavík um 430 þúsund manns, og eru Banda- ríkjamenn einnig flestir í ár. Bretar hafa stórminnkað kom- ur sínar hingað til lands, að sögn Ólafs,og er talið, að land- helgisdeilan milli Breta og ís- lendinga valdi þvi. Norður- landabúar verða sennilega í öðru sæti í ár, og eru Danir langflestir. Þjóðverjar skipa síðan 3ja sætið. Ólafur gizkaði á, að um 30 þúsund íslendingar hefðu far- FV 10 1973 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.