Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 49
Fríhöfnin Heildarsala fyrstu 9 242 milljónir Rætt við Ólaf Thordersen fríhafnarstjóra mánuði ársins Ólafur Thordersen, fríhafnarstjóri, við vínrekkana í verzlun- ínni, sem verzlað er í þegar farið er úr landi. Fríhöfnin á Keflavíkur- flugvelli er talin þriðja stærsta fríhöfn í heimi fyrir utan fríhafnirnar í Amster- dam og Shannon á lrlandi, og auk þess er hún ásamt fríhöfninni í Amsterdam ein ódýrasta fríhöfn í heimi. Þeir skipta hundruðum þús- unda, sem gert hafa þar góð viðskipti frá því, að hún var opnuð og með hverju árinu er gífurleg aukning í sölu. Frjáls verzlun átti ný- lega leið um Suðurnesin og kom að máli við fríhafnar- stjórann á Keflavíkurflug- velli, Ólaf Thordersen. Byrjaði Ólafur á því að segja sögu Fríhafnarinnar. Fríhöfn- in var opnuð 1958 og var þá eingöngu selt þar áfengi og tó- bak. Ári seinna var opnuð ný deild, sem verzlaði m. a. með ilmvötn, úr og myndavélar. Síðan jókst vöruúrvalið með hverju árinu, en ekki urðu aðrar teljandi breytingar á Fríhöfninni, þar til í maímán- uði 1970. er komuverzlunin var opnuð. f komuverzluninni, en þar verzla þeir farþegar, sem koma til landsins, fæst ein- göngu vín, tóbak, sælgæti, ilm- vötn og filmur. f verzluninni, sem verzlað er í, þegar farið er úr landi, er meira úrval og fæst þar m. a. postulín, skartgripir, úr, ilm- vötn, myndavélar, áfengi, tó- bak og sælgæti. Sagði Ólafur, að Fríhöfnin væri nú þegar orðin of lítil, og aðeins væri hægt að stækka komuverzlun- ina og breyta vöruskemmunni. Beðið væri eftir, að ný flug- stöð risi upp á Keflavíkurflug- velli. Starfsfólk Fríhafnarinnar yf- ir sumartímann var 68 manns, og var unnið á vöktum allan sólarhringinn, en í vetur verða þar starfandi 35 manns allt í allt. GÍFURLEO AUKNING í SÖLU Salan í Fríhöfninni hefur aukizt gífurlega frá því árið 1967, er heildarsalan var 29 milljónir króna. E>rstu 9 mán- uði þessa árs voru seldar vör- ur í Fríhöfninni fyrir 242 millj- ónir króna. Árið 1968 var heildarsalan 40 milljónir, ’69 71 milljón, ’70 105 milljónir og ’72 205 milljónir. í fyrra var hagnaður af sölu 50 millj- ónir og fóru 40 milljónir af þeirri upphæð í ríkiskassann. Fóru hinar 10 milljónirnar í verðmætisaukningu á lager og uppbyggingu. Gert er ráð fyr- ir að skila 55 milljónum í rík- iskassann á þessu ári, og hef- ur um helmingi þeirrar upp- hæðar þegar verið skilað, að því er Ólafur sagði. Sagði Ólafur, að salan fyrstu 9 mánuði þessa árs hefði auk- izt um 49,6% frá því í fyrra, og er dollaraaukningin nú í fyrsta skipti meiri en krónu- aukningin. Gengishækkunin kom illa við Fríhöfnina og gert er ráð fyrir 7 milljón króna tapi í ár vegna hennar. SELT FYRIR 50 MILLJÓNIR í ÁGÚST Um 600 þúsund ferðamenn fóru um Fríhöfnina á síðasta ári, og voru flestir frá Banda- ríkjunum, en Bretar voru í öðru sæti. Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu eða fóru með flugvélum frá Keflavík um 430 þúsund manns, og eru Banda- ríkjamenn einnig flestir í ár. Bretar hafa stórminnkað kom- ur sínar hingað til lands, að sögn Ólafs,og er talið, að land- helgisdeilan milli Breta og ís- lendinga valdi þvi. Norður- landabúar verða sennilega í öðru sæti í ár, og eru Danir langflestir. Þjóðverjar skipa síðan 3ja sætið. Ólafur gizkaði á, að um 30 þúsund íslendingar hefðu far- FV 10 1973 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.