Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 60
ekki bara endurspeglun af því, sem er að gerast
erlendis, heldur á sínar forsendur í því kerfi,
sem við íslendingar búum við. Ég nefndi þess-
ar tölur frá 1972, því að þar álít ég að farið
hafi verið á móti tímans straumi, ef mið er
tekið af þróun í nágrannalöndunum að minnsta
kosti. Þar hefur sú stefna verið ríkjandi að
auka óbeina skatta að tiltölu. Hér snýst þetta
aftur á móti við og ég held að það mótist að
sumu leyti af stjórnarskiptunum, en í grund-
vallaratriðum af viðhorfum verkalýðsfélaganna.
Það hefur verið trúaratriði hjá þeim, að óbeinir
skattar kæmu tiltölulega þyngra niður á laun-
þegunum en beinir. Ég held að þetta sé vafa-
samt af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er skatt-
heimtukerfið ekki fullkomið og talsverður hóp-
ur getur svo að segja ráðið, hvað hann telur
fram. Því lendir tiltölulega meira á þeim, sem
sýna einhverjar tekjur, ef innheimta á ákveðna
upphæð til ríkissjóðs. Væri þetta fært yfir í
óbeina skatta þyrftu allir að borga skatt, á nán-
ast öllu, sem þeir keyptu.
Sömuleiðis held ég, að þetta sé arfleifð frá
bví. að kringum aldamótin var ekki hægt að
innheimta annað en beina skatta, af því að svo
lítið af vörum fór á markaðinn. Það var verzlað
í fríðu. En viðhorfin eru svo breytt núna, að
verkalýðsfélögin ættu að fara að átta sig á
þessu.
.Tón: Eitt viðbótaratriði er kannski rétt að
nefna í þessu sambandi, sem sé. hvernig þessi
heildarskattlagning lendir á fólki með mismun-
andi tekjur. Tekiuskattsstiginn hjá okkur rís
miög brattur. Menn eru á tiltölulega mjög
þröngu tekjubili komnir með aðaltekjur sínar
upr> í hæsta skatt, sem er rúmlega 55%. Þeg-
ar bessari skattlaeningu sleppir, sem er stig-
hækkandi. bá er kannski öll önnur tekiuöflun
ríkisins stiglækkandi miðað við tekjur. Það er
full ást.æða til að ætla. að skattlaening eins og
söluskattur og tollar af svokölluðum munaðar-
vörum, séu raunverulega hærra hluífall af tekj-
um lágtekiumanna en hátekiumanna. Þegar Jón
.Tónsson. verkamaður, kaupir sér ísskáp, borgar
hann svo stóran hlut af tekium sínum í toll og
söluskatt. að bað vegur mikiu meira en hjá
manni, sem hefur hærri tekjur.
Brvnjólfur: Nevzluvenjur manna hljóta þó að
mótast af fyrirkomulaeinu, sem ríkir. Sé eng-
inn beinn skattur og aðeins óbeinn skattur eins
og söluskattur er verið að skattleggja þann, sem
efnameiri er, því að hann kaupir þá dýrari ís-
skáp.
Jón: Almennt séð held ég að bessi skattlagn-
ing sé stiglækkandi. Útvarpsgjaldið er eitt og
hið sama burtséð frá tekjum manna og sama
er að segja um svo mörg önnur gjöld, sem
menn borga.
Ouðmundur: Lágtekjumaður evðir yfirleitt
tiltölulega stærri hluta af sínum tekjum í vör-
ur og þiónustu. En það eru vfirleitt þeir, sem
hærri tekjur hafa, sem tök hafa á að spara. Með
varanlegum skatti af þessu tagi lendir sparnað-
urinn þó fvrr eða síðar í skatti líka. Til frekari
skvringar þá skulum við taka dæmi um lág-
tekiumann, sem evðir öllum sínum tekjum í
ísskáp og nauðsynlegar vörur og bjónustu, og
hinn efnameiri eyðir tiltölulega minna af sín-
um tekjum, hvort sem það er skattur eða ekki,
en sparar. Spamaðurinn sleppur í bili við
skatta, en ef við segjum að tilgangurinn sé að
auka neyzluna síðar, þá lendir sparnaðurinn
fyrr eða síðar í skatta. Það er að vísu hugsan-
leg útkoma, að skattheimtan lendi þyngra á lág-
tekjumanninum. Ekki er unnt að tala um meiri
eða minni skattbyrði, nema í samanburði við
aðra tegund skatts. Þannig er óhagstæðara fyrir
þann, sem engan tekjuskatt borgar, hvort eð er,
að söluskattur sé tekinn upp í stað tekjuskatts.
En ég hef þá trú, að það verði miðtekjuhópur-
inn, sem er svo fjölmennur hérlendis, sem
mundi fá léttari skattbyrði með aukningu
óbeinna skatta að tiltölu við hina.
Hjörtur: í neyzluþjóðfélagi eins og hjá okkur
er viss hluti neyzlunnar hliðstæður hjá öllum,
þ. e. a. s. að fullnægja ákveðnum þörfum. Þeg-
ar komið er upp fyrir það tekur eyðsla tekju-
hærri mannsins við. Það er að vísu rétt, að
hann eyðir ekki í sama hlutfalli og á þarfa-
stiginu, því að hann er að veita sér eitthvað
fram yfir það. Engu að síður er öll umfram-
neyzla viðbótarskattlagning. Og eins og Guð-
mundur benti réttilega á, gufa þessir peningar
ekki upp. Þeir koma einhvers staðar fram, ann-
að hvort í eyðslu bess. sem aflar þeirra eða
sparnaði. Há bein skattlagning hvetur ekki að
sama skapi til ráðdeildar.
Brynjólfur: Hér hlýtur líka að koma inn þjóð-
hagslegt mikilvæei verðmætasköpunar og nýt-
ing framleiðsluþátta. Of háir beinir skattar
draga úr vilja manna til að vinna.
FV: Hverjtr eru helztu annmarkar á
obeinum sköttum ?
A5 hve miklu leyti telja menn
eðlilegt, að hið opinbera afli
tekna sinna með þeim ?
Jón: Ég held að erfitt sé að tala um alla
óbeinu skattana sem heild í þessu sambandi. Ef
við tökum söluskattinn eins og hann er, verð-
ur að viðurkennast, að hann hefur mikla inn-
byggða vankanta, einkum eftir að hann er orð-
inn svo hár sem hann er núna. Uppsöfnunar-
áhrifin geta verið mjög neikvæð fyrir ýmsan
atvinnurekstur og leitt í raun og veru til tví-
sköttunar á sömu vörunni eða þjónustunni og
valdið því, að hlutur söluskattsins í hinni end-
anlegu seldu vöru eða þjónustu verði mismun-
andi mikill. Þetta eru vandkvæði, er virðisauka-
skattkerfið siglir hjá. Til nánari skilgreiningar
á uppsöfnunaráhrifum nefni ég, að fyrirtæki
þarf að borga söluskatt af rafmagni, sem það
notar á vélarnar og síðan leggst söluskattur að
nýju á vöruna, sem það selur. Þannig er meiri
söluskattur í vörunni, þegar hún er seld en
svarar beim 11% plús 2%, sem lagt er á loka-
framleiðsluna.
Brynjólfur: Það verður áreiðanlega að gera
ráð fyrir einhverjum takmörkum á hæð sölu-
skatts sem óbeinum skatti. Að öðrum kosti hvet-
ur of há söluskattsprósenta til undanþága og
fiO
FV 10 1973