Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 79

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 79
Smíftastofa Sverris H allgrímssonar: Anno og stuðlaskilrúm Húsgögnin frá smíðastofu Sverris Hallgrímssonar eru löngu þekkt meðal lands- manna. Þar eru smíðaðar tvær tegundir af húsgögnum: Anno hillusamstæðan kunna og stuðlaskilrúm svokallað. Anno hillusamstæðan er mjög vinsæl í barna- og ungl- ingaherbergi, og er hún teikn- uð af Sverri Hallgrímssyni og jafnframt smíðuð á smíðaverk- stæði hans. Anno táningasettið er úr léttum einingum, þannig að bæta má við hana og breyta eftir þörfum og formið fellur að flestu. Anno táningasettið er smíð- að úr plötum, sem síðan eru litaðar og lakkaðar. Anno er til í fjórum litum, bláu, rauðu, grænu og appelsínugulu. Með Anno settinu er skrifborð og hillur. Anno settið er ódýrt og nauðsynlegt í hvert barnaher- bergi. Húsgagnavinnustofa Ólafs Þorbergssonar: IMýjar hiElusamstæðor í húsgagnavinnustofu Olafs Þorbergssonar eru smíðuð mjög falleg skatthol, hjóna- rúm, hillur, náttborð o. f 1., og er smíði á húsgögnum þessum mjög vönduð. í sumar var hafin fram- leiðsla á hillusamstæðum, og hefur verið lögð áherzla á þá smíði í sumar. Hillusamstæð- urnar eru úr palesander og plasthúðuðum plötum með hvítu lakki. Bakið á hillusam- stæðunni svo og skáphurðirnar eru úr palesander, en hillurn- ar sjálfar úr plötum, sem eru plasthúðaðar með sýruhertu lakki. Þessar nýju hillusam- stæður eru mjög fallegar og hafa verið mjög vinsælar. Þær sóma sér á hverju heimili, og eiga vel við í svefnherbergjum, stofu, borðstofu og forstofu. Verðið á hverri einingu er um Anno hillusamstæða. Vinsældir stuðlaskilrúmsins fara sívaxandi, og hefur orðið sex földun í sölu á þeim fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við fyrstu sex mánuði ársins áður. Stuðlaskilrúm er góð lausn á því vandamáli að skipta stórum herbergjum eða skilja á milli herbergja án þess að nota fasta heila veggi. Stuðlaskilrúmið getur einn- ig staðið uppi við vegg og er það til mikillar prýði á þeim heimilum, sem það gera. Stuðlaskilrúmið er aðeins fá- anlegt í einni viðartegund, saphly maghony. Það er að öllu leyti úr viði og þess má einnig geta að hægt er að fá viðinn litaðan, ef þess er óskað. 32 þúsund krónur út úr verzl- un. Skattholin, sem smíðuð eru hjá húsgagnavinnustofunni eru sérstaklega glæsileg húsgögn og hafa verið mjög vinsæl allt frá því, að framleiðsla á þeim var hafin. Nú eru framleidd 5-600 skatthol á ári. í hverju skattholi eru 3 stórar skúffur og 2 litlar svo og spegill og snyrtihólf. Verðið á skatthol- unum út úr verzlun er rúmar 20 þúsund krónur. Einnig eru smíðuð þar mjög skemmtileg og falleg hjóna- rúm. Viðurinn í þeim er einnig plasthúðaður með sýruhertu plastlakki. Þá eru einnig til náttborð, snyrtikommóður og kollar. Þessi húsgögn miða öll að því að gera svefnherbergið vistlegan og skemmtilegan íverustað. L FV 10 1973 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.