Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 98

Frjáls verslun - 01.10.1973, Qupperneq 98
Frá ritstjárn Byggðakjarnar í allri umræöu um jafnvægi í byggö landsins og svokallaða byggðastefnu hefur áherzla verið lögö á myndun byggðakjarna úti í landshlutunum, sem væru sjálfum sér nógir um nauðsynlegustu þjónustu- greinar og dreifbýlinu umhverfis einnig. Augljóst er að byggðakjarnar þurfa að vaxa og eflast. Til þess að svo megi veröa þarf vitaskuld í mörgum tilfellum aukið landrými umfram það, sem sveitarfélögin hafa nú til ráöstöfunar. Votmúlamálið svonefnda á Selfossi hef- ur vakið menn til tímabærra umhugsun- ar um þróunar- og skipulagsmál sveitar- félaga og hvers sé að vænta í þeim efn- um á komandi tímum. Sem stendur skortir mikið á, aö skipu- lagsmál einstakra sveitarfélaga séu í við- unandi horfi, og að áætlanir séu gerðar um framtíðaruppbyggingu þeirra. Þetta er verkefni, sem tvímælalaust á að færa út í landshlutana sjálfa en ekki fela einni skipulagsskrifstofu í höfuðborginni. Þá hljóta menn líka að hugleiða með hvaða kjörum þessir vaxandi byggða- kjarnar eigi að geta öðlast aukið land- rými. Langheppilegasta leiðin er vitaskuld sú, að eigendaskipti á landi fari fram með frjálsum samningum. En því eru tak- mörk sett, hve miklu fjármagni sveitar- félögin geta varið í jarðakaup. Þær tölur, sem nefndar hafa verið sem hugsanlegt söluverð nokkurra jaröa á næstu ákjósan- legum skipulagssvæðum sumra sveitarfé- laganna eru svo svimandi háar að þær eru langt frá því að vera í samræmi við neinn raunveruleika. Mikil óvissa ríkir því um hvert raunverulega stefnir, því að engir forráðamenn sveitarfélaga vilja setja fordæmi um að sprengja verð á landi upp úr öllu valdi. Þarna þurfa aðilar að nálg- ast hver annan og landeigendur að verja rétt sinn til sölu á frjálsum grundvelli með því að stilla verðlagningu sinni í hóf og sýna sanngirni, svo að eignarrétturinn verði ekki skertur eða afnuminn á þeirri forsendu að „almennings heill“ krefjist þess. Sjávarfréttir Það er almannarómur, að enginn ríði feitum hesti frá blaðaútgáfu á íslandi. Staðreyndirnar eru alla vega þær að út- gáfa á blaði og ritstjórn þess eru hvort tveggja störf, sem krefjast áræðni, hug- myndaflugs og þekkingar ef vel á að fara. Barlómurinn og kveinstafirnir í sumum pólitísku skriffinnunum, sem sífellt eru að væla um auman hag og krefjast aukinna ríkisstyrkja til málgagna sinna, eru alls ekki réttur mælikvarði á möguleika í ís- lenzkri blaðaútgáfu um þessar mundir. Þeir menn eru að skrifa fyrir sjálfa sig og ekki víðan lesendahóp. Nýlega hóf göngu sína nýtt tímarit, Sjávarfréttir, sem Frjálst framtak hf. gef- ur út. Er þetta enn nýr þáttur í útgáfu- starfsemi fyrirtækisins, sem hefur á fá- einum árum orðið stærsta blaðaútgáfu- fyrirtæki á landinu, þegar stærstu dag- blöðunum sleppir. Með Sjávarfréttum er farið inn á nýjar brautir, sem ekki hafa áður verið kann- aöar í íslenzkri blaðaútgáfu. Það má raun- ar teljast furðulegt, að slíkt rit, helgað sjávarútvegsmálum eingöngu, skuli ekki hafa komiö út um árabil á íslandi. Þau tímarit, um sjávarútveginn, sem áður hafa komið út, eru bundin starfstéttum eða félagsskap og hafa ekki náð almennri út- breiðslu. Sjávarfréttum er hins vegar ætl- að að koma almennum fróðleik um mikil- vægustu atvinnugrein landsmanna til þeirra sjálfra á víðum grundvelli. Fyrsta tölublaðið spáir góðu. 98 FV 10 1973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.