Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 19
FRAMTÍÐARHORFUR í BANDARÍKJUNUM Yfirleitt eru menn í við- skiptalífinu bjartsýnni á fram- tíðina en almenningur. Senni- lega er það vegna þess að þeir hafa aðgang að meiri upplýs- ingum. Almenningur er kvíð- inn og skilur ekki hvernig það má vera, aði hlutir gangi úr- skeiðis svo skyndilega. Það sem helzt snertir almenning er skortur á benzíni. Víðast er það þannig, að menn geta fengið 20 tií 30 lítra af benz- íni í senn, en eins oft og þeir vilja. Þetta hefur minnkað verulega notkunina, því að menn nenna ekki að bíða í biðröðum, sem af þessu leiða og hugsa því um að spara benzín. Þó að talað sé um hráefnaskort verður hans ekki vart sem vöruskorts á neinu sviði. Þá er enginn skortur á olíu til húshitunar. Sem dæmi um afstöðu manna í viðskiptalífinu má nefna það, sem William Ken- drick, forstjóri kynningar- og upplýsingadeildar samtaka iðnrekenda í Bandaríkjunum, National Association of Manu- facturers, sagði: „Þegar tíma- bundin vandræði eru liðin hjá, mun viðskiptalífið í Bandaríkj- unum standa sterkar að vígi gagnvart umheiminum en nokkru sinni fyrr. Það er leitt að hugsa til þess, að það hefði mátt komast hjá öllum þessum vanda í Bandaríkjunum, ef stjórnvöld hefðu haft meiri framsýni til að bera.“ Hann, eins og nánast allir aðrir, nefndi sem dæmi afskipti rík- isstjórnar Nixons af verðlags- málum, sem hafa haft afleit áhrif á þróun fjárfestingar. Nixon og framtíð hans hvíl- ir eins og skuggi yfir öllu í Bandaríkjunum þessa stund- ina. Var það athyglisvert að nær allir, sem ég spurði um framtíð hans, töldu að hann myndi ekki sitja í embætti út árið. Samgöngur: IMý flugvél til Flugstöðvarinnar Eiieser Jonsson, forstjóri Flugstöðvarinnar, hjá nýja farkostinum, sem fyrirtæki hans hefur eignazt. Ný flugvél bættist í flug- vélaflota Flugstöðvarinnar h.f. fyrir skömmu, en hún er tveggja hreyfla af gerðinni Piper Navajo PA 31, og tekur 7 farþega. Ætlunin er að nota vélina til leiguflugs innanlands og einnig í skoðunarferðir með ferðafólk bæði hérlendis og til næstu ná- grannalanda. Af hálfu Flug- stöðvarinnar hefur verið gerð athugun á markaði fyrir „saf- ari“ á norðurslóðum, þ. e. a. s. ferðir um Færeyjar, ísland og Grænland, og hefur það mál sérstaklega verið kannað í samvinnu við bandarískar ferðaskrifstofur. Þessi nýja flugvél er þeim kostum búin, að hún heldur 75% af vélarafli sínu upp í 24 þús. feta hæð og er því hægt að fljúga yfir óveðursský og ísingu, ef með þarf, en í far- þegaklefanum eru súrefnis- grímur við hvert sæti og yrðu farþegar að nota þær í slík- um tilfellum. Vélin hefur þeg- ar sinnt ýmsum verkefnum meðal annars flugi með lækna út á landsbyggðina, eftir- litsmenn með skuttogurum, flutningum á varahlutum frá útlöndum og fleira. Far- flughraði vélarinnar er 205 mílur og flugtíminn til Akur- eyrar er um 55 mínútur, til Egilsstaða 1 klst. og 15 mín. og til Kulusuk á austurströnd Grænlands 2 klst. og 10 mín. Flugtíminn til Glasgow yrði tæpir fjórir timar, en nokkuð hefur verið um flug þangað og til annarra staða erlendis á vegum Flugstöðvarinnar, aðal- lega til að sækja varahluti. Farþegaklefanum í nýju flugvélinni er hægt að breyta, þannig að sæti verði fyrir fjóra með borðum á milli og auk þess verði salerni í vél- inni. Er þetta fyrirkomulag einkanlega ætlað kaupsýslu- mönnum, sem vilja vinna að vélritun eða öðrum verkefnum sínum á lengri flugferðum. Flugstöðin á nú 7 flugvélar, en stefnt er að því að hafa vél- arnar færri, en með fleiri sæt- um. Er gert ráð fyrir, að önn- ur flugvél af Piper Navajo-gerð verði keypt fyrir sumarið, er útsýnisflug með ferðamenn hefst að nýju. FV 1 1974 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.