Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 27
hefur án efa átt mestan þátt í furöulegri og varanlegri vel- gengni fyrirtækisins. Saga þess er nú 89 ára gömul og byrjaði, er pólskur innflytjandi til Bretlands, Michael Marks, hóf sölustarfsemi á markaði í Leeds í samstarfi við félaga sinn, Tom Spencer. Um leið og Spencer-fjölskyldan dó út um aldamótin var það Simon, son- ur Michael Marks og fæddur kaupmaður, sem tók höndum saman við mág sinn, Israel Sieff, mikinn fjármálamann, og byggði upp M&S og gerði það að stórveldi á verzlunarsviðinu eftir fyrra stríð. Aíkomendur þeirra félaga koma nú víða við sögu í fyrir- tækisrekstrinum. 13 MILLJÓN VIÐSKIPTA- MENN Á VIKU Marks & Spencer er eins og rótgróin stofnun í brezku þjóð- lífi. Á viku hverri gera meira en 13 milljónir manna viðskipti í verzlunum M&S, af öllum stéttum, allt frá sóturum til kóngafólks, og sameiginlega hefur neyzla þessa fólks gert M&S kleift að setja alls kyns sölumet. Einn af hverjum þrem brjóstahöldui’um, sem keyptir eru í Bretlandi, koma frá M&S, og á hverjum mánuði selja verzlanirnar 1 milljón kjúkl- inga, svo að dæmi sé nefnt. Tegundirnar á boðstólum hjá M&S eru um tvö þúsund og einskorðast við nauðsynjavör- ur, sem seljast mjög ört. Marg- ir samkeppnisaðilar M&S eru með á boðstólum karlmanna- föt í fjölmörgum litum, snið- um, stærðum og verðflokkum, en hjá M&S er klæðnaðurinn af ákveðnum stöðluðum fáum stærðum, við mjög aðgengilegu verði og í fjórum litum, grá- , um, bláum, brúnum og dökk- teinótt. Varðandi kvenfólkið reynir M&S fyrst og fremst að höfða til fastheldinna við- ‘ skiptavina á aldrinum 20 til 60 ára, sem reyndar gera um 80% af öllum innkaupum hjá verzl- ununum. „Við reynum að forðast öfg- ar í kvenfatatízkunni,“ segir Michael M. Sacher, varafor- maður stjórnarinnar, og barna- barn stofnandans, Michael Marks. Þegar stuttu pilsin komu á markað beið Marks & Spencer í heilt ár áður en þau voru keypt á lagerinn. Nýjar tegundir, sem ekki hreyfast ört, hafa verið látnar lönd og M&S hafa lítið gert til að skreyta verzlanir sínar og þess vegna eru þær fremur drungalegar. leið og nýleg dæmi um það eru þvottaefni og fleiri vörur til heimilisins. Tilraunir eru gerðar með aðrar vörur, sem heyra til ný- mæla. Um þessar mundir eru snyrtivörur prófaðar. í mat- væladeildinni er nú farið að að bjóða upp á fjölbreytt úrval af hraðfrystum máltíðum. Bjór- og léttvínadeild er líka í upp- siglingu. Það tekur kannski þrjú eða fjögur ár fyrir nýja vöruteg- und að hasla sér völl, en biðin borgar sig. Fyrir nokkrum ár- um fór M&S að selja gólfteppi, gluggatjöld, áklæði og fleiri gerðir vefnaðarvöru til heim- ilisnota. Nú nemur sala á þessu sem svarar 3800 milljónum króna árlega. Karlmannaföt hafa verið á boðstólum hjá M&S í rúmt ár, en strax eru taldar horfur á, að sú deild verði meðal hinna veigamestu í öllum rekstrinum. Smám saman hefur M&S fengið við- skiptavinina til að kaupa dálít- ið meira og eyða meiiu í dýr- ari vöru. Nýtt, tilbúið áklæði á húsgögn kostar allt að 13 þúsund krónum. Fyrir fáein- um árum voru dýrustu vörurn- ar í búðunum hjá M&S á 1000- 1300 krónur. HJÁLP FYRIR FRAM- LEIÐENDUR Til þess að fá fram þau gæði, sem óskað er, hefur M&S gert umfangsmikla samninga við 600 framleiðendur. í innkaup- um fer fyrirtækið eftir mjög ströngum gæðakröfum, sem hönnunardeild þess hefur sett. Hún hefur aðsetur í höfuð- stöðvum M&S í Michael House í Baker Street í Lundúnum og byrjar jafnan á að kanna gaumgæfilega hráefnið, sem nota á í vörurnar, og í fram- haldi af því eru öll framleiðslu- atriði og gæðaeftirlit þaul- könnuð. Eftirlitsmennirnir mæla lengd á bananaávöxtum og telja sporafjölda í hverjum þumlingi í skyrtusaumi, svo að eitthvað sé nefnt. Ef framleiðandi á í erfið- leikum með að mæta kröfum M&S eru forstöðumenn þess oft fúsir til að hjálpa við að endurskipuleggja framleiðsl- una hjá viðkomandi og auka afköst hans. Eftir heimsókn hjá mjög háþróaðri karlmanna- fataverksmiðju í Svíþjóð kenndu tæknimenn M&S ein- um framleiðandanum, I. H. Dewhirst Co. að búa til föt á sama hátt og Svíarnir gera og auka tekjurnar að sama skapi. „Þeir gera ekki tilraunir til að þröngva manni til eins eða neins,“ segir einn framleiðslu- aðilinn. „Þeir gefa manni kost á að hagnast töluvert á við- skiptum við sig.“ Ein af ástæð- unum fyrir dálaglegum hagn- aði er að sjálfsögðu það geysi- lega magn, sem M&S kaupir inn. Stærsti framleiðandi verzl- unarhringsins, Nottingham Mfg. Co., seldi sokka og aðra prjónavöru í búðir M&S fyrir sem svarar 5 milljörðum króna í fyrra. FV 1 1974 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.