Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 43
þýtt fyrir vissa þjóðfélagshópa og fyrir langtímahagvöxt. Ef svo fer sem fram horfir, getum við brátt farið að læra af Suður-Ameríkumönn- um, hvernig stemma eigi stigu við verðbólgunni, en Brasil- íumönnum hefur tekizt að minnka hana úr 80-100% í 18%. HORFUR Á ÞESSU ÁRI Orkuskortur er ekki fyrir- sjáanlegur hér á landi. Hins vegar mun olía hækka veru- lega í verði og íþyngja þjóðar- búinu um nokkra milljarða. Verð afurða, sem unnar eru úr olíu, mun einnig þróast okkur í óhag. Samdráttur í flestnm iðnríkjum getur haft áhrif til lækkunar á útflutningsvörum okkar og minni eftirspurnar en ella. Því er afar líklegt, að við- skiptakjör stefni okkur í óhag á árinu 1974. Hins vegar er vart ástæða til að ætla. að svo verði til langframa, því að heimurinn þarf á eggjahvítu að halda. Af innlendum tilefnum er það einkum tvennt, sem veld- ur óvissu um framvindu efna- hagsmála, fyrir utan hina venjulegu óvissu um afla- brögð og tíðarfar. Annars veg- ar eru launasamningar opnir. Hins vegar eru fjárlögin opin í annan endann, eða réttara sagt lokuð, því að ríkisstjórn- in getur ekki svo glatt komið nýrri tekjuöflun í gegnum þingið, enda þótt útgjöldin vaxi. Samkomulag varð um fiskverð í yfirnefnd, sem bend- ir til þess, að ekki verði stöðv- un á útgerðinni. Það virðist vera farið gætilega í launa- samninga af ráðnum hug. Allt- af er hægt að bera því fyrir sig, að óvissan sé svo mikil, að hyggilegt sé að bíða. En senni- lega vill ríkisstjórnin fá frest til að glíma við efnahagsmálin. sem auðvitað hangir saman við áðurnefnda örðugleika að koma frumvörpum í gegnum þingið. Ekki er ólíklegt, að sveitar- stjórnarkosningar á þessu ári skipti einnig hér einhverju máli. GENGUR DÆMIÐ UPP? Ólíklegt er, að atvinnuveg- irnir þoli meiri gengishækkan- ir en orðið hafa og krónan reyndar verið að lækka aftur gagnvart Bandaríkjadal. Ef komizt verður hjá spreng- ingu í launamálum og útflutn- ingsverðmæti loðnunnar verða eins og efni standa til, getur ríkisstjórnin setið allróleg. Þensla innanlands umfram framleiðsluaukningu hlýtur að koma fram í versnandi við- skiptajöfnuði, ekki sízt þar sem líklegt er, að viðskiptakjör breytist okkur í óhag. Hins vegar er ólíklegt, að gripið verði til nokkurra meiri hátt- ar efnahagsráðstafana á með- an gjaldeyrisvarasjóður er fyr- ir hendi. Undanfarin ár hefur vinnu- aflið sett framleiðsluaukningu takmörk. Nú er ástæða til að ætla, að húsnæði og vélar séu að verða fullnýtt, jafnframt því sem olíukreppan gæti vald- ið því, að ýmis konar efni og efnavörur tefðu framkvæmdir, sem yrði til þess að létta nokk- uð á spennunni. En undiraldan er svo þung. að ekki er unnt að sjá fram á annað en að út- gjaldafyrirætlanir fari fram úr því, sem til ráðstöfunar er, með áframhaldandi verðbólgu sem afleiðingu. ÖNNUMST VIÐGERÐIR Á: Rafkerfum, — frystikistum, — útvarps- og kallkeríum. • SELJUM: Vinnuljós, — ljóskastara, — raf- geyma, — kælimiðil. FRAMLEIÐUM: Spennustilla fyrir rafala og hleðslu- táeki fyrir talstöðvargeyma. POLLINN HF., AÐALSTRÆTI 9 — ÍSAFJÖRÐUR — SlMI 94-3092 FV 1 1974 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.