Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 53
Minnzt 60 ára afmælis Eimskips Kaflar úr ræðu Einars B. Guðnmundssonar. stjórnarformanns félagsins Hlutafé Eimskipafélagsins í árslok 1973 er tæpar 189 millj- ónir króna. Af því er ríkis- sjóður eigandi að 12,3 millj- ónum króna og Háskólasjóður Eimskipafélags íslands er eig- andi að tæpum 8 milljónum króna. Sýndu frændur okkar 1 Vesturheimi sannarlega höfð- ingslund er þeir gáfu megin- hluta af hlutafjáreign sinni til stofnunar Háskólasjóðsins, sem á að geta styrkt Háskóla ís- lands í mikilvægu starfi. HLUTAFÉ SEXFALDAÐ MEÐ JÖFNUNARHLUTA- BRÉFUM Svo sem landsmönnum mun kunnugt, hefir Eimskipafélag- ið neytt heimildar í gildandi skattalöggjöf, til útgáfu jöfn- unarhlutabréfa, og hefir upp- haflegt hlutafé félagsins með þessum jöfnunarhlutabréfum verið sexfaldað. Hér er um að ræða hlutabréf, sem ekkert endurgjald er greitt fyrir. Enda þótt hlutaféð, tæpar 190 milljónir króna, segi sína sögu, er þó 'hitt enn gleðilegra, hve hluthafar eru margir. Er talið, að í dag séu um 11.200 hluthafar í Eimskipafélagi fs- lands. í hinni 60 ára starfssögu Eimskipafélagsins hafa, sem að líkum lætur, skipzt á skin og skúrir. Hins verður að minn- ast, að bjartsýni og stórhugur hafa jafnan ráðið gerðum fé- lagsins. Félagið á í dag 14 skip, en hefir, auk eigin skipa- stóls, orðið að taka fjölmörg skip á leigu, íslenzk og erlend, til að anna starfseminni. Auk skipastólsins hefir félagið byggt mikla og dýra vöru- skála, og fest kaup á full- komnum og afkastamiklum tækjum. Þetta er því veiga- meira, sem fiutningar hafa vaxið ár frá ári. Þess hefir orðið vart, að margir sakna farþegaskipsins GULLFOSS. Því miður var ekki lengur re'kstrargrundvöll- ur fyrir þetta skip. Af hálfu Éinar B. Guðmundsson fyrirsvarsmanna Eimskipafé- lagsins var þetta mál allt rækilega kannað. Fór fram at- hugun á því, hvort kleift væri að byggja nýjan GULLFOSS, en fyrirsjáanlegt var, að bygg- ingar- og rekstrarkostnaður yrði svo gífurlegur, að ekki þótti fært að ráðast í þessar framkvæmdir. Kannaðir voru möguleikar á að byggja stórt farþegaskip, ásamt öðrum, en þar var sömu sögu að segja. Er svo komið, að farþegaskip eiga alls staðar í vök að verj- ast. Flutningur á fólki fer svo að segja allur fram í lofti, þ. e. með flugvélum. Að svo myndi fara hefir fyrirsvars- mönnum Eimskipafélagsins verið ljóst um langan tíma. Þess vegna var það, að félagið gerðist stór hluthafi í Flugfé- lagi íslands, og er nú á sama hátt verulegur hluthafi í sam- einingarfélagi Flugfélags ís- lands h.f. og Loftleiða h.f. Þótt það hafi valdið sársauka að sjá á bak M.s. GULLFOSSI, verður um farþegaflutning, eins og í öllum öðrum rekstri, að horfast í augu við stað- reyndir. Fylgst verður með þessum málum svo vel sem nokkur kostur er og breytist viðhorf, kallar það á nýjar á- kvarðanir. í ávarpi, er ég flutti í Ríkis- útvarpinu á 50 ára afmæli Eimskipafélagsins, sagði ég þetta: „Við íslendingar höfum um aldaraðir deilt um margt og stundum svo hart, að úr hófi hefir verið. Fyrir rúmum ald- arfjórðungi sagði eitt af góð- skáldum okkar, Jón Magnús- son, þessi orð í kvæðinu Frelsi: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast.“ Við byggjum ægifagurt land og allir viljum við heill og heiður hinnar íslenzku þjóðar. Barátta þjóðarinnar fyrir bættum lífskjörum hefir ver- ið ströng og erfið, og svo mun verða um langa framtíð. Við erum svo fáir, að við verðum að gera okkur ljóst, að sam- heldni og samhugur er okkur lífsnauðsyn og íslendingar hafa sýnt, að þeir geta staðið saman sem einn maður. Þann- ig var það er lýðveldið var endurreist 17. júní 1944, og þannig var það er Eimskipafé- lag íslands var stofnað 17. jan- úar 1914“. Þessi ávarpsorð eru enn í fullu gildi. Fyrir hina íslenzku þjóð, er nauðsynlegt, að standa saman, sem einn maður í öllu því, er land og þjóð má verða til hagsældar og blessunar. Eg flyt í nafni Eimskipafé- lagsins stjórnvöldum þakkir, og ég flyt öllum viðskipta- mönnum félagsins, öllum starfsmönnum og hluthöfum þakkir og árnaðaróskir. Forstjóra og stjórnarmönn- um flyt ég þakklæti mitt fyrii ánægjulegt og gifturíkt sam- starf. FV 1 1974 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.