Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 89
Frjáls verzlun 35 ára Fáeinar línur um fyrstu ár blaðsins — eftir Birgi Kjaran, hagfræðing Ég hefi verið beðinn um að setja á blað fáeinar línur varðandi samskipti mín við „Frjálsa verzlun“ í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að útgáfa ritsins hófst. Elztu íslenzku tímaritin fjalla sáralítið um verzlun landsmanna. Þó segir í for- mála 1. árgangs Fjölnis (1835): „í fornöld fluttu menn sjálf- ir, á sínum skipum utan til ímissra landa, og tóku ímislegt sér til gagns og gamans. Þess- vegna lenti allur ágóðinn verzl- unarinnar þar sem hann átti að lenda, inní landinu sjálfu, af því hvorki vantaði þrek né vilja til að vinna fyrir hon- um“. Það er ekki fyrr en Jón Sig- urðsson tekur verzlunarmálin gagngert til meðferðar í „Nýj- um félagsritum“, sem þessum málum eru gerð nokkur skil að gagni. Samvinnumenn hófu útgáfu tímarits um sín sérmál um 1896, sem jafnan síðan hefur að hluta fjallað um verzlunar- mál, þó í mismunandi ríkum mæli. Trúlega hafa því „Verzlunar- tíðindin“, sem Verzlunarráð ís- lands réðist í útgáfu á í janúar 1918, verið fyrsta sérhæfa tímaritið, sem gefið hefur ver- ið út á íslandi um verzlun og viðskiptamál. Var þeim haldið úti í 20 ár, eða til aprílmánað- ar 1938. í janúar 1939 hóf svo „Frjáls verzlun“ göngu sína og var rit- ið gefið út af Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur. Aðdrag- anda þess máls munu aðrir kunnugri en ég. í formála fyrsta tölublaðsins segir m. a. að það hafi lengi verið ætlan félagsins „að hefja útgáfu tímarits, sem taki sérstaklega til meðferðar áhugamál og Birgir Kjaran ýms hugðarefni verzlunar- manna“. Og um stefnu blaðs- ins er farið þeim orðum: „Nafn þess bendir til að það vill styðja að því eftir megni að landsmenn megi búa við sem frjálsust viðskipti, en það er sannfæring þeirra, sem að riti þessu standa, að frelsi í við- skiptamálum sé einn traustasti hyrningarsteinninn efnahags- legra framfara í landinu. . . . Hingað til hefur ekkert al- mennt íslenzkt rit tekið til meðferðar íslenzk verzlvmar- og viðskiptamál. „Frjáls verzl- un“ vill bæta úr þeim skorti og væntir þess að af því megi leiða nokkurt gagn.“ Ég hygg, að ekki sé spónn úr neins manns aski tekinn, þótt mitt hald sé, að Friðþjóf- ur Johnson, þáverandi formað- ur Verzlunarmannafélagsins hafi verið aðaldriffjöðrin í að ýta þessu máli úr vör, sem og fleirum framfaramálum félags- ins, svo sem kaupum á hús- byggingu fyrir starfsrekstur Verzlunarmannaheimilisins og skrifstofur félagsins. Vafalaust hafa þar fleiri gegnir menn átt hlut að máli, svo sem fyrsta ritstjórn blaðsins, en hana skipuðu Björn Olafsson, Pétur Ólafsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Fyrsti ritstjórinn og um langt skeið var Einar Ás- mundsson lögfræðingur. Mín samskipti hófust með því að ég ritaði nokkrar grein- ar í fyrstu árganga ritsins. Síð- ar hafnaði ég í ritnefnd blaðs- ins í ársbyrjun 1950 og mun víst hafa verið formaður henn- ar í ein 16 ár, og skrifaði ég á þeim árum. allmargar grein- ar í ritið. Á ég margar góðar minningar frá þessum ritnefnd- arárum, þótt rekstur ritsins gengi oft skrykkjótt, útkoma blaðsins ekki nægilega reglu- leg og efnið stundum fátæk- legra en menn hefðu kosið. Engu að síður er mér nær að halda, að ritið hafi þrátt fyrir allt, þó ekki væri með öðru en tilveru sinni, gert eitthvert gagn þeim málstað til fram- dráttar, sem á þessum ámm átti sér oft formælendur fáa. Ánægjulegt var starfið og ekki sízt vegna þess að í ritnefnd kynntist ég mörgum áhugasöm- um og óeigingjörnum mönnum, sem studdu hugsjón frjálsrar verzlunar af heilum hug. Án þess að tína til nöfn, kemst ég ekki hjá að nefna Gunnar Magnússon, sem ég starfaði með öll þessi ár, því að mínu viti hefði blaðið löngu geispað golunni, ef eldlegs áhuga hans hefði ekki notið við. Að lokum. Mér er sannarlega ánægjuefni að sjá, hvað ritinu hefur vaxið fiskur um hrygg á síðari árum og óska því í tilefni þessara tímamóta góðs gengis og langlífis. FV 1 1974 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.