Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 67
Veitingahús Veitingahúsin Au Gourmet, 8 Rue de Chi- may, La Grand, 11 Place d’Armes og Greiveld- inger, 11 Ave. de la Porte-Neuve eru í flokki veitingahúsa, sem bjóða upp á fræga luxem- borgiska rétti svo sem reykt svínakjöt. Hins vegar fæst ódýrari matur á veitingahúsum eins og Buffet de la Gare, Place de la Gare og Wimpy-Gare, Place de Paris. Þjórfé Leigubílstjórum er oftast gefið 10% af and- virði keyrslunnar, og á veitinga- og kaffihús- um og hótelum, þar sem þjónustugjald er ékki innifalið í reikningnum er venjulega gefið þjórfé. Skemmtanir Borgin býður upp á skemmtilegt næturlíf í næturklúbbum borgarinnar. Þá eru einnig opnir fram á nætur ýmsir veitingastaðir sem hafa diskótek. Kvikmyndahúsin bjóða upp á skemmtilegar afþreyingarmyndir, hljómleika- haliir á góða tónleika og leikhús á skemmti- lega gaman-, sorgar- og söngleiki jafnt sem balletsýningar. Viðskipti Allflestar verzlanir hafa opið frá kl. 8.30- 12.00 og frá kl. 14.00-18.00. Sumar verzlanir hafa lokað á mánudagsmorgna. í flestum verzl- unum borgarinnar er mikið úrval af alls konar ódýrri vöru m. a. fallegum fatnaði á vægu verði. Að komast leiðar sinnar Flugvöllurinn er 6 kílómetra fyrir utan borg- ina. Þaðan er hægt að komast með almennings- vagni, leigubíl eða bílaleigubíl, en bílaleiga er á flugvellinum. Einnig er þar banki og önnur þjónusta er viðskiptamaður þarfnast. Um sjálfa borgina aka almenningsvagnar í föstum ferð- um, sem hentugt er að komast með. IVew York Þeim, sem lagt hafa leið sína til New York dylst ekki, hve borgin er stórfengleg. Þar búa rúmar 10 milljónir manna frá fjölmörgum þjóðlöndum heims. Ýmis þjóðarbrot byggja sér- stök hverfi borgarinnar svo sem kínverskt, svertingja- og ítalskt hverfi. Hótel Eins og búast má við í borg eins og New York eru hundruð hótela, er viðskiptamenn geta valið úr. Hilton hótelið við 53. stræti og Waldorf Astoria við Park Avenue og 50. stræti eru meðal lúxushótela í borginni. Fyrsta flokks hótel eru einnig fjölmörg svo sem Summit hót- elið við 51. stræti og Lexington Ave., Hótel Commodore við 42. stræti og Lexington Ave og Roosevelt hótelið, sem stendur við Madison Ave. og 45. stræti. Veitingahús Yfir 20.000 veitingahús eru í New York einni, að sjálfsögðu í mismunandi gæðaflokk- um. Um hádegisbilið eru flest þeirra betri þétt- setin mönnum úr viðskiptalífinu. Four Seasons veitingahúsið við 52. stræti býður m. a. upp á bandaríska rétti, Shanghai East í 62. stræti hefur kínverska rétti á boðsólum. La Caracelle í 55. stræti býður upp á franska og Mamma Leone’s veitingahúsið við 48. stræti selur ítalska rétti. Þiórfé í veitingahúsum er venja að gefa 12-15% af andvirðá í þjórfé. Leigubílstjórar fá venjulega 1 dollara í þjórfé. Burðardrengir á hótelum fá yfirleitt 50 cent fyrir eina ferðatösku, en beri þeir fleiri þá eru þeim gefin 25 cent fyrir hverja tösku. Burðarmenn á járnbrautarstöðv- um og flugvöllum fá sömuleiðis 25 cent fyrir hverja tösku í þjórfé. Skemmtanir New York borg býður upp á óviðjafnlegar skemmtanir, sem hvergi eiga sinn líkan. Leik- listarunnendum gefst kostur á að fara á Broad- way og óperuunnendur fá tækifæri til að hlýða á Metropolitan óperuna. í borginni eru fjöl- margar hljómleikahallir, m. a. leikur Fílharm- óníuhljómsveit New York borgar í einni. Fjöl- mörg kvikmyndahús í nágrenni Broadway bjóða upp á nýjar kvikmyndir. Þá eru víða um borgina starfandi næturklúbbar. Viðskipti Bankar eru opnir frá kl. 9.00-15.00 frá mánu- degi til föstudags. Verzlanir hafa opið frá kl. 9.30-17.30 frá mánudegi til laugardags. Margar verzlanir hafa þó opið til kl. 21.00 á mánudög- um og fimmtudögum. Skrifstofur eru opnar frá kl. 9.00-17.00 eða frá kl. 8.30-16.30 frá mánu- degi til föstudags. Að komast leiðar sinnar Hentugasta og bezta leiðin til að komast leið- ar sinnar um Manhattan milli kl. 7.30-18.00 er aði ganga. Umferðin er gífurleg, og því oft fljótlegra að nota fæturna, en vélknúin sam- göngutæki. Hins vegar ef farið er lengri vega- lengdir er hentugra að fara með neðanjarðar- lest, almenningsvagni, leigubíl eða bílaleigubíl. Chicago Chicago er önnur stærsta borg Bandaríkj- anna með 3,5 milljónir íbúa. Á síðasta ári var farið að fljúga beint milli Reykjavíkur og Chicago, og jukust þá ferðir viðskiptamanna þangað stórlega. FV 4 1974 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.